Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Page 16

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Page 16
Gjafakort Hjálparstarfs kirkjunnar fást í verslunum Hagkaups Á síðasta ári bjuggu um 2% landsmanna, yfir 6.000 manns, við verulegan skort á efnislegum gæðum. Sem betur fer er samt fátítt að börn á Íslandi skorti lífsgæði - með einni undantekningu þó en það er þátttaka barna í reglulegri tómstundaiðju. Árið 2014 var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi. Fjárhagsleg afkoma foreldranna er breyta sem skiptir máli í þessu samhengi en í fyrra voru 37% barna í lægsta fimmtungi tekjudreifingarinnar ekki í reglulegri tómstundaiðju samanborið við 18,5% í hæsta fimmtungnum. En hvað þýðir þetta þegar maður er 10 ára og langar að taka þátt í tómstundaiðju með vinum sínum? Hvað þýðir það að hafa ekki þann möguleika og upplifa sig útundan? Og ekki bara núna í sumar heldur líklegast líka næstu ár? Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl fátæktar og félagslegrar einangrunar barna sem hefur varanleg neikvæð áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra þannig að þau komast við illan leik út úr vítahring aðstæðna. Í fyrra aðstoðaði Hjálparstarf kirkjunnar um 5900 einstaklinga sem búa við fátækt. Við beinum sjónum okkar fyrst og fremst að barnafjölskyldum með það að markmiði að draga úr hættunni á félagslegri einangrun og þá barna alveg sérstaklega. Þess vegna veitum við styrki til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstunda barna. Við erum að safna fyrir verkefninu núna með því að selja tækifæriskortið „Gleðilegt sumar“ á 1200 krónur í verslunum Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu. Myndirnar framan á kortunum eru eftir 5 ára gamalt listafólk í leikskólanum Austurborg í Reykjavík.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.