Farmasía - 01.06.1946, Page 10
Þótt lyffræði eigi sér að vísu langa sögu,
hefur lítið verið ritað um lyffræðileg efni á
íslenzku, og aldur íslenzkrar lyffræðistéttar
verður vart talinn 2 tugir ára.
Það má segja með sanni, að sérhver grein
eða ný bók varðandi raunvísindaleg efni, sem
gefin er út á íslenzku, sé hlaðin þýðingum og
nýyrðum, sem eru jafn óskiljanleg fræði-
mönnum sem almenningi.
Eitt orð, sem „þýtt“ hefur verið á íslenzku
með vafasömum árangri, er orðið apótek. Hafa
ýmsir notað þess í stað orðið lyfjabúð, og enn
fremur orðið lyfsali til að tákna þann, sem
apótek rekur. Samkvæmt íslenzkri merkingu
þessara orða tákna þau aðeins brot þeirra
hugtaka, sem hin orðin merkja í raun og
v'eru.
Þegar þess er og gætt, að orðin apótek og
apótekari hafa verið notuð hér á landi og um
önnur Norðurlönd um langan aldur, sýnist
lítil ástæða vera til að leggja þau niður, og
enn minni sýnist árangur nýyrðasmiðanna
hafa orðið.
Apótekarafélag ísland hefur því ákveðið að
nota eingöngu hin gömlu orð, meðan önnur
betri hafa eigi fengizt, og hefur leitað álits
dr. phil. Björns Guðfinnssonar um þetta efni.
Er svar hans svohljóðandi:
„Ég er eindregið fylgjandi því að íslenzka
þau erlend heiti, sem notuð eru í málinu, svo
sem frekast er unnt. Hins vegar viðurkenni
ég örðugleika á íslenzkun ýmissa fræðiheita,
t, d. í læknisfræði og lyíjafræði. Orðin
apótek og apótekari geta talizt meðal þessara
fræðiheita, og fellst ég, eftir atvikum, á rök
yðar, — meðan ekki er völ á hæfari orðum
yfir þetta en lyfjabúð og lyfsali."
Á A 1 þ i n g i.
IL Alþingis hefur frá upphafi legið leið
íslendinga til þess að ráða málum sín-
um og reyna að beina þeim þjóðinni til fram-
fara og heilla.
Þangað hafa lyffræðingar og apótekarar
einnig slitið skóm sínum með erindi, sem
varðar íslenzka lyffræði miklu. Er það frum-
varp til lyfjalaga.
Þau lög, sem gilda um íslenzka lyffræði,
éru frá 1672. Munu þau hafa verið fullnægj-
andi, meðan hér drottnaði dönsk einokun og
á meðan lyffræðingar og apótekarar hér á
landi voru nær eingöngu danskir menn, sem
aldrei festu hér rætur en sneru flestir heim
til átthaganna eftir skemmri eða lengri við-
dvöl.
En það á jafnt við um lyffræði sem læknis-
fræði og aðrar starfsgreinar, sem víðtæka
þýðingu hafa, að henni verður að búa lög og
reglur, er svara kröfum tímans. Og íslenzk
lyffræðistétt gerir þá kröfu til Alþingis, að
það búi henni viðunanleg vinnuskilyrði með
lögum, sem samin eru í samráði við stéttina
og fræðilega þekkingu hennar, og skipi þar
með þjóðinni á þessu sviði í flokk nútíma
menningarþjóða, en reyni ekki að viðhalda
úreltum ólögum eða setja önnur ný.
Apótekarafélag íslands og Lyffræðingafélag
íslands hafa í sameiningu samið frumvarp til
lyfjalaga og hafa notið til þess þeirrar aðstoð-
ar, sem á þurfti að halda hjá lagprófessor
við Háskólann og öðrum mönnum hérlendis
og erlendis. Var frumvarpið sent heilbrigðis-
málanefnd neðri deildar síðasta Alþingis með
beiðni um, að nefndin flytti það í þinginu.
Nefndin tók frumvarpinu vel, að því er vitað
er, en taldi þó eigi rétt að flytja það að
þessu sinni, vegna þess að heilbr.málanefnd
efri deildar fékk sent frá landlækni frumvarp
til lyfsölulaga, sem samið var af nefnd, er
hann tilnefndi og ráðherra síðan skipaði 1943.
En frumvarp þetta telur stéttin vera stór-
gallað og horfa til ófarnaðar, ef yrði að
lögum.
Hvorki Lyffræðingafélaginu né Aþótekara-
félaginu gafst neinn kostur á að tilnefna menn
í þessa nefnd né fylgjast með eða hafa áhrif
á störf hennar, og mun slíkt vera fáheyrt í
lýðfrjálsu landi, þegar um það er að ræða,
að semja frumvarp til laga, er varða m’un
þróunarskilyrði og hag hennar miklu um
langa framtíð.
Heilbr.málanefndir Alþingis töldu heppi-
legast, að skipuð yrði milliþinganefnd til þess
að vinna eitt frumvarp úr báðum frumvörp-
unum.
Var þingsályktunartillaga borin fram í sam-
einuðu þingi þessa efnis, og afgreidd frá alls-
2
F \RMASÍA