Farmasía - 01.06.1946, Side 11
VATN
tincj.a
Idönsku lyfjaskránni frá 1933, sem hér er
enn í gildi, eru gerðar eftirfarandi kröfur
til vatns, sem nota skal til innspýtinga:
1. Vatnið skal uppfylla kröfur um eimað
vatn.
2. Það skal vera nýeimað, þegar það er
tekið til sterílisasjónar.
3. Ekki má nota fyrsta og síðasta hlutann,
sem eimaður er.
4. Vatnsílátin verða að vera úr resistant
gleri, þeim skal loka með hydrofob bóm-
ull og vatnið skal autoklaverað án
tafar.
5. Vatnið má ekki geymast lengur en einn
mánuð og skulu ílátin bera dagsetningu
sterilisasjónarinnar því til öryggis.
Þess er ekki krafizt, að vatnið sé sterílt
þegar það er tekið til notkunar í innspýtinga-
lyf, ef lyfið er autoklaverað á eftir, og vatnið
er nýeimað og uppfyllir aðrar kröfur.
herjarnefnd með stuðningi manna af öllum
flokkum. Skyldi samkvæmt henni skipa 5
manna nefnd í þessu skyni, þar sem stéttar-
félögin og Læknafélag íslands tilnefndu sína
fulltrúa, landlæknir væri sjálfkjörinn og
Hæstiréttur skipaði formann.
Eftir að tillagan kom úr nefnd, var hún
tekin á dagskrá í sameinuðu þingi, en forseti
tók málið af dagskrá og dagaði það uppi. Var
sízt búizt við, að svo mikilsvert mál yrði
stöðvað á þeim áfanga, en svo bregðast kross-
tré sem önnur tré.
Þrettán ár eru liðin, síðan danska lyfja-
skráin var gefin út og margar breytingar og
framfarir hafa orðið á sviði lyffræðinnar á
þeim tíma, en Danir hafa ekki hirt um eða
haft bolmagn til að láta þær koma fram í
nýrri lyfjaskrá, Aðeins sú krafa er gerð til
innspýtingavatns, að það sé laust við kemísk
og teknísk óhreinindi, svo sem við verður
komið.
Þjóðir, sem lengra eru komnar á sviði lyf-
fræðinnar, krefjast ennfremur, að vatn til
innspýtinga sé laust við hin arfgengu óhrein-
indi allra dauðlegra hluta, sem stafa frá
starfsemi smáveranna og dauðum líkömum
þeirra og úrgangsefnum.
Þegar eimað vatn hefur verið steríliserað í
autoklava eftir kröfum Ph. D., eru allar smá-
verur dauðar, en líkamir þeirra og úrgangs-
efni eru í vatninu eftir sem áður. Þessi efni
valda staðbundnum eða alnjennum hita, sviða
og öðrum óþægindum. Þau eru nefnd einu
nafni pyrogen eftir þeim eiginleika sínum að
valda hita.
Til skamms tíma munu pyrogen hafa verið
álitin protein-sambönd, en nýjar kemískar
pyrogen-rannsóknir benda til annars. Sam-
kvæmt þeim rannsóknum hegða pyrogen sér
líkt og bakteríu-antigen, sem innihalda poly-
saccaríða, enda gefa þau sterka Molisch-svör-
un, hydrolyserast í reducerandi sykra, eins og
hver önnur karbohydröt (protein brotnar
niður í amínosýru-derívöt).
í amerísku lyfjaskránni (U. S. P. XII) og
formúlubókinni (N. F. VII) er m. a. gerð sú
krafa til innspýtinga-vatns (Aqva pro inject-
ione og Aqva redestillata), að það sé laust
við pyrogen.
Pyrogen eru frekar thermostabíl efni, lítt
síanleg (aðeins með absorptífri fílteringu
gegnum pressað asbest). En með ódýrri og
einfaldri aðferð, sem lýst er í N. F. VII, er
hægt að framleiða pyrogen'hreint vatn.
Verkið er unnið aseptískt og sem hér segir:
Eimað vatn er sett í eimunarflösku úr resit-
ant gleri, og er hún tengd kælinum með
slípuðum glertappa eða gúmmíslöngu. Fyrir
hvern líter af vatni er sett út í það 10 cc af
n/10 kalíum permanganati og 5 cc af n/10
natríum hydroxíði. Ákjósanlegast er, að raf-
FARMASÍA
8