Farmasía - 01.06.1946, Side 21
Smyrslisgrunnurinn er steríliseraður á
venjulegan hátt og penicillíninu bætt asept-
ískt saman við. Smyrslið er afgreitt í sterílum
tintúbum og er talið geymast virkt í 3 vikur,
ef það er geymt við hita undir 10 stigum.
INJECTABILE PENICILLINI
OLEOSDM
Svo sem kunnugt er, útskilst penicillín mjög
ört úr líkamanum. Konsentrasjón penicillíns
í blóðinu, eftir innspýtingu, fellur um 75% á
15 mínútum og um 90% á 30 mínútum, og
eftir 3 klukkustundir finnst varla nokkurt
penicillin í blóðinu.
Margt hefur verið gert til þess að lengja
penicillín verkunina og má gera það með
tvennu móti, annars vegar með því að seinka
útskilnaðinum í nýrunum eða hins vegar með
því að tefja absorpsjónina.
Með því að gefa stóra skammta af röntgen-
skyggingar lyfinu díodrast eða af p- amíno-
hippurín sýru eða natríumsalti hennar má
tefja útskilnaðinn um tvo þriðju tímans.
Á ýmsan hátt má tefja absorpsjónina, t. d.
með staðbundinni vasosamherpingu með að-
renalíni eða íspoka. Með plasmaproteínum má
einnig mynda penicillínkomplex, sem díalys-
erast mjög seint en bezta aðferðin til þessá
hefur reynzt sú, að spýta inn olíususpensj ón
af penicillíni intramusculert. Er til þess notuð
svonefnd Romansky suspensjón með hvítu
býflugnavaxi. Gefur hún konsentrasjón í blóð-
inu, sem varir frá 7—10 klst.
Formúlan er þessi:
Natrii penicillinum 1000,000 ein.
Cera alba gm 0,2
Oleum olivae sterilisatum ad 5 cc
Hvíta vaxið er brætt á vatnsbaði og síað
heitt í gegnum sexfalt gaze (þarf um 5 gm
til þess að fá 0,2 gm af filtr.). Ólívuolían
þarf að hafa verið filtreruð og þarf að vera
peroxiðhrein og er hún hituð upp í 37 stig
í sterílli kolbu. Er hvíta vaxið vegið í hana
úr heitri sterilli pippettu. Blandan er hrist vel
saman. Penicillínið er mulið með sterilum
glerstaf í sterílu glasi eða kolbu, olíunni bætt
saman við ásamt nokkrum sterílum glerkúl-
um, ílátinu lokað með sterílum tappa og
blandan hrist vel, þar til penicillínið er vel
dreift. Alit skal verkið fara aseptískt fram.
Áður en lyfið er notað, þarf að hita það upp
í 37 stig og hrista það vel. Betri suspensjón
fæst með því að nota kalcíum penicillín og
ber að nota það, ef fáanlegt er. Við hita
undir 10 stigum heldur suspensjónin fullum
styrkleika í meir en mánuð.
Venjulegur skammtur er lcc.
Ofangreindar lyfj aformúlur með penicillíni,
eru í samræmi við formúlur, sem nú eru
notaðar viða um heim.
INJECTABILE B-COMPLEX
1 cc inniheldur 0,5 mg af ríbóflavíni, 10 mg
af nikotínamíði, 2 mg af kalcíum pantoþenati,
1 mg af pyrídoxín hydroklóríði og 5 mg af
tíamín hydroklóríði.
Formúlan er þessi:
Riboflavinum gm 0,05
Nicontinamidum (niacinamidum) — 1,00
Calcii pantothenas — 0,20
Pyridoxini hydrochloridum — 0,10
Thiamini hydrochloridum — 0,50
Natrii chloridum — 0,80
Acidum hydrochloridum
n/10 (ca. gm 3) q.s.
Aqva redestillata N.F.VII ad 100 cc
Natríum klóríðið er leyst upp í 90 cc af tví-
eimaða vatniu. Ríbóflavíninu er bætt út í
og blandan er hituð, þar til það er uppleyst.
Upplausnin er látin kólna, og er hinum efnun-
um síðan bætt út í eftir röð. Upplausnin er
þá stillt á pH=3,8—4,2 með n/10 Hcl (skal
gefa sterk-gula reaksjón með metyl-orangi-I
en sterk-rauða reaksjón með metyl-rautt-I).
Mælt upp í 100 cc með tvíeimuðu vatni og
filtrerað.
Steriliserað í autoklava við 120°C í 20 mín.
B-complex upplausnir halda bezt gildi sínu
við pH=3,5—4,5.
Lyfið er ýmist gefið í æð eða vef.
Innflúenzu vírus vaccín, sem herir Banda-
manna hafa notað með góðum árangri, er nú
að koma á markaðinn til almenningsnota.
Það gefur vernd gegn A og B tegund inn-
flúenzu vírusa, en ekki gegn innflúenzu, sem
stafar af öðrum orsökum.
F ARMASIA
13