Farmasía - 01.06.1946, Síða 23
3. Framkallar móteitur, ef honum er spýtt
inn í lifandi vef.
í fjögur ár unnu Bittner og Green að því
að ala upp músakyn, sem hefði mikinn og
glöggan mjólkur-þátt (til þess notuðu þeir
alls 104275 mýs) og síðan framleiddu þeir
hvítt duft, sem mjólkur-þátturinn var kon-
sentreraður í, úr krabbafrumum með sentri-
fugeringu.
Upplausn af þessu dufti var spýtt inn í
kanínur og mýs. Mýsnar fengu krabbamein,
en kanínurnar ekki. Móteitur, sem kom fram
í blóði kanínanna, vann á vírusnum og mynd-
aði serumið, er drepur vírusinn í tilrauna-
glösum.
Með rannsóknum þessum hafa vírusar ver-
ið bendlaðir við krabbamein meir en mönn-
um var áður ljóst og í þessu tilfelli eru meg-
inatriðin þau, að krabbafrumur, sem sýktar
eru af vírusum, eru skaðlegar eðlilegum
músafrumum, en móteitur anti-krabba ser-
umsins ekki. •
Vírusinn er nefndur Bittner-vírus eftir
finnanda hans.
Rannsóknir þessara tveggja vísindamanna
hafa opnað krabbameinsrannsóknum ný svið,
enda þótt hin eldri, arfgengi, áhrif hormóna
og mataræði, sé enn í fullu gildi.
★
Síðan stríðinu lauk, hefur þar til skipuð
nefnd Bandamanna haft það hlutverk, að
hnýsast eftir uppgötvunum Þjóðverja á stríðs-
árunum á sviði lyffræði og læknisfræði. Ef
trúa skal niðurstöðum þessarar nefndar, hef-
ur hnýsni hennar borið lítinn árangur, með
því að fátt var að finna. Athyglisverðustu
lyfin voru súlfalyfið marfanil og sóttvarna-
lyfið dibromosalicil, (sem nefndin telur gagns
laust), ýms mýrarköldulyf, en þó einkum
synetískt polymert efni, polyvinyl pyrrolydon,
sem þýzki herinn notaði mikið til að dæla í
æðar hermanna við blóðmissi. Ekki getur
nefndin þess, hvort Rosenberg hefur talið slíkt
blóð vera arískt.
★
í janúar 1945 var framleiðslumagn penieill-
íns í Bandaríkjunum 394 billj. Oxford eininga
en rúmlega 700 billj. í desember og hefur
aukizt síðan. En eftirspurnin í Bandaríkjun-
um og utan þeirra er talin vera um 15—20%
meiri.
★
Árið 1889 kom fram litarefnið akridín-
gult. Vegna skylileika mólekúlbyggingar
þess og kínolíns voru gerðar athuganir á
terpeutisku gildi þess, en það reyndist ekk-
ert vera. En 1921 kom Benda fram með día-
mínoakridín-metyl-klóríð og saima ár sann-
reyndi Ehrlich antitrypanosómískar verkan-
ir þess. Var efnið því nefnt trypaflavín og
hafa nöfn flestra þeirra akridín derívata,
sem komið hafa fram síðan, endað á eða
innihaldið orðið flavín.
Akridín derívöt eru koltjörulitir (eða ani-
lín litir, eins og þeir voru áður nefr.dir,
meðan þeir voru aðallega myndaðir út frá
anilíni), sem notaðir hafa verið við gonorr-
hea, gonococca conjunctivitis, blenorrhea,
exzema, furunculosis otitis media og öðrum
þeim kvillum,. sem antibakteríuverkandi efni
hafa áhrif á. Nýrri lyf, svo sem súlfómamíð
og antibíótísk lyf hafa vikið þeim mikið til
úr þessum sessi, en hins vegar eru þau enn-
þá mikið notuð til sáraaðgerða, við urethrit-
is og hálskvillum.
Merkust þessara efna eru löggilt í ýmsum
lyfjaskrám, en nokkur ringulrelð er á nafna-
gift þeirra.
í DD’38 er euflavín greint sem blanda af
3,6-díamíno-10-metylakridín klóríði og 3,6
díamínoakridínhydroklóríði. Euflavín er
sama efnið og ,,Trypaflavín“ (Bayer) og er í
rauninni einnig sama og akriflvaín í banda-
rísku formúlubókinni (N.F. VII), en það er
greint sem blanda af 2,8-díamíno-10-metyl-
akridín klóríði og 2,8-díamínoakridíni. Er
skyldleikinn ljósari, ef þess er gætt, að
fyrrnefndu efnin eru um % hluti blandanna,
og þau sem mestar verkanir hafa.
í enska lyfseðlasafninu (B.P.C.) er euflav-
ín greint sem 2,8-díamíno-10-metyl-akridín
klóríð, en annafra „flavína" er ekki getið.
Hins vegar gefur analysa þriðjung sem día-
mínoakridín monoklóríð (Br. Extra Pharm.
’43) og samanlagt magn „flavína" 93%.
F ARMASIA
15