Helsingjar - 01.07.1943, Page 22

Helsingjar - 01.07.1943, Page 22
4 Helsingjar þeirra voru kenndir við bæinn Knidos í Litlu-Asíu og eyna Kos. — í ritum Hiopokratesar frá Kos (um 400 f. Kr. b.) er ágæt lýsing á lungnaberklum, og eru þeir ekki taldir sjaldgæfir. Telur hann líklegt, að sjúkdómurinn sé arfgeng- ur, en jafnframt bendir hann á ýmis atriði, sem styrki þá skoðun, að hann sé smitandi. Sagt er einnig, að flestir sjúkl- inganna deyi á 18—35 ára aldri. — Læknarnir frá Kos töldu batahorfur mjög litlar og sögðu sem svo, að langoftast höfnuðu sjúklingarnir í gröfinni. Aftur á móti voru lækn- arnir frá Knidos mun bjartsýnni og sögðu meðal annars: Sjúklingunum getur batnað, et þeir eru undir læknishendi írá byrjun. Er það eftirtektarvert, að þessum fornu læknum var það ljóst, hversu nauðsynlegt er að taka sjúkdóminn til meðferðar eins fljótt og unnt er. Celsus, Aretajos og Galenus, sem voru frægustu læknarn- ir í Rómaveldi hinu forna á fyrstu tveim öldum kristninn- ar, lýsa allir lungnaberklum í ritum sínum og fara líkum orðum um þá og hinir grísku stéttarbræður þeirra. — Sumir sagnfræðingar telja líklegt, að fornaldarlæknar hafi jafnvel þekkt berklaveiki í nautgripum, en hvað sem um það kann að vera, þekktu þeir lungnaberkla í mönnum l'urðanlega vel, þótt myrkur miðaldanna legðist síðar yfir þessi fornu vísindi eins og mara og héldi þeim í skugganum um langan aldur. Það er ekki unnt að segja með neinni vissu, hvar á jörð- unni berklaveikin hafi átt upptök sín eða eftir hvaða leið- um hún hafi borizt til og breiðzt út um heiminn. Þó er ekki ólíklega til getið, að hún hafi, eins og margt annað, borizt með straumi menningarinnar frá Austurlöndum vestur eft- ir. Þess má geta, að frumbyggjar Ameríku, Afríku og Suður- hafseyja virðast hafa verið ósýktir af berklum allt þar til er þeir fóru að hafa kynni af erlendum þjóðum Irá fjarlægum löndum. Síðan hafa frumbyggjar þessir fengið berklaveik- ina í kaupbæti með því menningar-snarli, sem upp á þá hefur verið troðið, á sama hátt og verið hefur um bólusótt, samræðissjúkdóma, áfengisböl og annað slíkt.

x

Helsingjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.