Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 25
Skipulag íþrótta- svæðis við austur- hluta Hlíðavallar Mosfellsbær Mosfellsbær auglýsir til kynningar og umsagnar verk- og skipulagslýsingu vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið við Hlíðavöll. Þverholti 2 525-6700 www.mos.is Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins. Þar með talið tilgang, ástæður, áætlun, áhrif, markmið, áform og fyrirhugaða tímalínu ferlis. Skipulagslýsing er fyrsta skref í opnu samráði og mikilvæg upplýsingagjöf. Í verk- og skipulagslýsingu er ekki að finna uppdrætti, tillögur eða útfærslur breytinga eða nýtt skipulag. Slíkt verður kynnt með áberandi hætti á síðari stigum. Markmið aðal- og deiliskipulags Hlíðavallar er að bæta öryggi iðkenda svæðisins og íbúa sem fara um eða búa í nálægð við golfvöllinn. Endurhanna á brautir og högglínur svo öryggi gangandi, hlaupandi, hjólandi og ríðandi verði betur tryggt. Með breytingu er stefnt að því að stækka íþróttasvæðið til austurs við strandlengjuna svo færa megi brautir og þrengja völlinn. Hægt er að kynna sér skipulagslýsinguna á www.mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur er frá 24. október til og með 17. nóvember. www.mosfellingur.is - 25

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.