Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 26
 - Íþróttir26 j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Afturelding hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjudeildar-umspils um sæti í Bestu deild karla 2025 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Aftureldingar sem karlalið félagsins kemst í efstu deild Íslandsmótsins. Eina mark leiksins kom á 78. mínútu og var það Sig- urpáll Melberg Pálsson sem skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti sem var varið frá Arnóri Gauta Ragnarssyni, sem hafði komið inn á sem varamaður mínútu áður. Þess má til gamans geta að Knattspyrnudeild Aftureld- ingar fagnar einmitt um þessar mundir 50 ára afmæli. Mosfellingar fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Dagur sem fer í sögubækurnar „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá Aftureldingu taka skref- ið upp í efstu deild eftir mikla vinnu og uppgang undanfarin ár,“ segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Það eru ótrúlega margir aðilar sem eiga þátt í því að liðið náði þessu markmiði. Núverandi og fyrrverandi leikmenn, þjálfarateymi, starfslið, stjórnarmenn, sjálfboðaliðar, styrktaraðilar og síðast en ekki síst stuðningsmenn. Laugardagurinn 28. september 2024 fer í sögubæk- urnar hjá Aftureldingu og núna þurfum við að gefa ennþá meira í. Við viljum meira og núna bíður gríð- arlega spennandi verkefni í Bestu deildinni þar sem við mætum bestu liðum landsins. Við munum reyna að auka fagmennskuna ennþá meira hjá okkur og efla umgjörðina. Ef sjálfboðaliðar eða styrktaraðilar hafa áhuga á að slást í för með okkur í þessu verkefni þá má endilega hafa samband við mig eða Gísla Elvar Halldórsson formann meistaraflokksráðs.“ Styrkjum liðið á skynsamlegan hátt „Það er mikill munur á umgjörð og fjármagni liða í Bestu deildinni og Lengjudeildinni og við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa okkar starf eins öflugt og mögulegt er. Barna- og unglingastarf Aftureldingar hefur skilað frábær- um leikmönnum í gegnum tíðina og í öðrum félögum eru öflugir Mosfellingar. Við munum styrkja liðið á skynsamlegan hátt og vonandi koma einhverjir uppaldir Mosfellingar aftur heim og taka slaginn með okkur næsta sumar.“ Umgjörðin hefur verið til fyrirmyndar „Undanfarin ár hefur myndast gríðarlega skemmtileg stemning í kringum liðið og við viljum halda því áfram í Bestu deildinni. Viðburðir og umgjörðin á heimaleikjum hafa verið til fyrirmyndar hjá öflugum sjálfboðaliðum. Nýr gervigrasvöllur kemur á Varmársvæðið á næsta ári og vonandi sjáum við glæsilega stúku rísa við þann völl sem allra fyrst svo hægt verði að spila heimaleiki á nýja vellinum. Þá mun um leið áhorfenda- og búningsaðstaða verða eins og þekkist hjá öðrum félögum í Bestu deildinni. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og það er mjög gaman að sjá meðbyrinn og stuðninginn hjá fólki í Mosfells- bæ. Við munum undirbúa okkur mjög vel í vetur og allir í kringum liðið eru spenntir að takast á við Bestu deildina næsta sumar. Sjáumst á vellinum. Áfram Afturelding!“ segir Magnús Már að lokum. Ólýsanleg tilfinning Afturelding hefur tryggt sér sæti í efstu deild • Maggi þjálfari segir spennandi tíma fram undan Dagana 16.-19. október fór fram Evrópu- mót í hópfimleikum sem haldið var í Bakú, höfuðborg Azerbaijan. Ísland sendi frá sér stúlknalið, drengjalið, blandað unglingalið, kvennalið og blandað fullorðins lið en öll fimm liðin komust inn í úrslit. Tvö lið tóku heim gullið og urðu þar með Evrópumeistarar 2024 sem voru kvennaliðið og blandaða unglingaliðið. Þetta er í fjórða skipti sem íslenska kvenna- liðið nær þessum árangri en í fyrsta skipti sem blandað unglingalið frá Íslandi nær að sigra Evrópumót. Þannig að síðasta helgi var söguleg í íslenska fimleikaheiminum. Mosfellingar og Afturelding eiga hlut í þessum sögulega árangri en í þessu lands- liðsverkefni voru tveir drengir sem æfa með fimleikadeild Aftureldingar. Þessir tveir meistarar heita Guðjón Magnússon og Ármann Sigurhólm Larsen. Guðjón var í blönduðu unglingaliði og Ármann var í drengjaliðinu. Samfélagið okkar má heldur betur vera stolt af þessu drengjum, þjálfur- um þeirra og félaginu Aftureldingu þar sem alltaf er verið að halda utan um börnin og unglingana. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um mótið á www.fimleikasamband.is. guðjón evrópumeistari með blönduðu unglingaliði Íslands guðjón magnússon fagnar í bakú Sunnudaginn 13. október fór fram Íslands- mótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024- 2025 á útivistarsvæði Mosfellsbæjar við Stekkjarflöt. Skipuleggjendur voru Tindur hjólreiða- félag en mótstjóri var Jón Gunnar Kristins- son úr HFR. Sigurvegarar í Elite flokkum í ár voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Ingvar Ómars- son annað árið í röð. Í öðru sæti í flokki kvenna var Björg Hákonardóttir og í þriðja Júlía Oddsdóttir. Í karlaflokki var Davíð Jónsson í öðru sæti og í því þriðja var Maxon Quas. Mosfellsbær tók vel á móti hjólreiðafólki og bauð keppendum í sund að lokinni keppni. Íslandsmót í Cyclocross haldið í Mosó Næsta blað kemur út: 28. Nóv Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánu- daginn 25. nóvember.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.