Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu ...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti MosfelliNgur keMur út 28. NóveMber
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út mánaðarlega.
Það var stór stund þegar flautað
var til leiksloka á Laugardalsvelli
þann 28. september. Afturelding
tryggði sér þá sæti í
efstu deild karla í
knattspyrnu.
Mosfellsbær
hefur löngum
verið fjölmennasti
byggðarkjarni á
Íslandi sem aldrei
hefur átt lið í
efstu deild karla
í fótbolta. Nú
breytist það á
næsta ári.
Þegar maður sjálfur var lítill gutti
að æfa var meistaraflokkur Aftur-
eldingar oftar en ekki að ströggla í 4.
deild. Nú er öldin önnur og Mosfell-
ingar geta glaðst og tekið þátt í nýjum
kafla í sögunni.
Magnús Már þjálfari á hrós skilið
fyrir sína miklu vinnu í kring-
um liðið og Gísli Elvar sem haldið
hefur utan um öflugt meistara-
flokksráð. Þá hafa leikmenn lagt allt
í sölurnar og hrifið áhorfendur með
og alla þá sjálfboðaliða sem haf lagt
hönd á plóg. Það er tilhlökkun fyrir
næsta tímabili þar sem við fáum að
spreyta okkur í Bestu deildinni 2025.
Besta deildin 2025
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
6 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ2
mosfellspósturinn
og ljósmyndasafn
Héðan og þaðan
Hinn 12. desember 1980 hóf bæjarblaðið Mosfellspóstur-
inn göngu sína og var fyrsta ópólitíska blaðið sem gefið
var út í Mosfellsbæ.
Blaðið var átta blaðsíður í dagblaðsbroti, kom að jafn-
aði út tvisvar í mánuði og kostaði 400 krónur í lausasölu
í fyrstu. Nokkrum vikum síðar var verð blaðsins lækkað
niður í sex krónur en það átti sér eðlilegar skýringar:
myntbreyting gekk í garð á Íslandi.
Anna Bjarnason (1933-1998) ritstýrði Mosfellspóstin-
um fyrstu árin og eiginmaður hennar, Atli Steinarsson
(f. 1929), vann einnig mikið við blaðið sem skapaði sér
fljótlega fastan sess í sveitarfélaginu.
Mosfellspósturinn kom út á árunum 1980-1983 og
1986-1989, síðustu tvö árin ritstýrði Birna E. Gunnars-
dóttir (f.1948) blaðinu.
Mosfellspósturinn fjallaði eingöngu um innansveitar-
mál og spurði eitt sinn: Hvenær er maður orðinn Mosfell-
ingu? Einn lesenda svaraði spurningunni þannig: Þegar
þér finnst leiðin upp í Mos-
fellssveit vera orðin styttri en
leiðin til Reykjavíkur, þá ertu
orðinn Mosfellingur.
Ljósmyndasafn Mosfells-
póstsins geymir frábærar
myndir frá því tímabili sem
hann kom út, bæði af mannlífi
og viðburðum í bæjarfélaginu.
Undirritaður hefur óspart sótt efni í pistl-
ana „Í þá gömlu góðu“ í þessar heimildir.
Á myndinni eru ungir og upprennandi
íþróttamenn með þjálfara sínum Bjarka Sigurðssyni.
Ég fékk aðstoð við að þekkja og nafnsetja strákana og
kaus að nota nöfnin eins og ég fékk þau í hendur.
Heimild: Mosfellsbær, saga byggðar í 1100 ár.
AftAri röð: Jói, Andrés, Egill, Biggi, Villi og BJArki sig.
frEmri röð: BEnni, Þórður, Víðir, mundi og ElVAr.