Fjaðrafok - 15.12.1954, Blaðsíða 7

Fjaðrafok - 15.12.1954, Blaðsíða 7
J -7- Ö K/i L JJ A P I il u Skálds^gur. Álfkonan Einu sinni var lítil stúlka. Hún var eitt sinn sem oftar að leika sér á túninu heima við bæinn, en bærinn hét Hólar. Það voru f jórir hólar á túninu, og litla stúlkan, sem hét Ása, mátti leika sér á túninu eins og hún vildi, en aðeins á þremur hólunum, en á stærsta hólinn mátti hún ekki koma, bví að álög hvíldu á honum, að sá, sem kæmi alveg að honum, myndi hverfa inn í hann og aldrei komast til mannabyggða eftir það. Og nú var Ása litla að leika. sér á túninu. Hún var oröin leið á að leika sér alltaf á sömu hólunum. Hana langaði ósköp mikið, p<5 að ekki væri nema til-að ^anga kring’um stóra hólinn. Og eitt sinn pegar allir voru uti á engjum, hugsaði Ása með sjalfri sér, hvort pað gerði nokkuð til, pótt hún athugaði stóra hólinn dálítið. Hún sstlaði ekkert að fara upp á hann, o^ það ^urfti enginn^að vita það. jú, hún ákveður nú að fara. Nú er hún komin að hólnum, og henni fannst hann fjarska falleg- ur. Á honum uxu lauftré og þyrnirunnar, sóleyjar, rósir og mörg önnur f jarska falleg blóm. En nú greip hana svo sterk löngun til þess að gefa mömmu sinni svolítinn blómavönd. Hún hu^saði um, hvort það gerði nokkuð til, þótt hún tíndi nokkur blom af hólnum. Og hún klifraði yfir girðinguna, en hóllinn var efgirtur. En um leið og hún var búin að ganga fjögur skref að hólnum, þá vissi hún ekki, fyrr en hún var komin í fallegan garð. Svq fallegur var hann, að hún hafði aldrei séð svons fallegan garði Aldintrén svignuðu undan ávöxtunum, og Ásu fannst rósirnar og ö.ll blómin hlæja framan í sig. 1 miðjum garðinum stóð stórt og fallegt hús, og nú fór Ása að horfa á það. Og þeger hún var búin að horfo á það dálitla stund, þá opnast dyrnar, og fjarska fögur kona kemur út í dyrner. Hún er klædd í skartklæði, ísoiunuð gulli og silfri, en Ása litla , son var óvön þessari dýrð, fékk ofbirtu í augun af geislaf lóðinu, sem lék un hana Nú tók kor.an til máls o^ s^urði Ásu, hvort hún vildi ekki eiga heima. í þessu húsi. " Þu matt leika þér í þessum garði og borða ávexti af trjánum eins og þú vilt og klæðast í skartklæði eins og ég,” sagði álfkonan. Nú var Ása algjörlega búin að gleyma sér í allri þessari dýrð, sv© að hún játti .því og fylgd- ist með álfkonunni. En þegar hún var búin að vera þar £ átta daga, þá fór henni að leiðast. Hún sagði álfkonunni frá því, en hún vildi helzt ekki leyfa henni að fara heim, Nú fór Ásu að^leiðast svo mikið, að hún var háskælandi allan da.ginn, en þá fór álf- Konan að verða óþolinmóð og sagðist fara með hana heim eftir tvo daga. Þa lét Ása huggast. Nú voru iiðnir tveir dagar, og Áso litla.var orðin vonlaus, en um kvöld annars dags kemur álfkonan til Ádu og gefur henni hálsmen eitt úr skira gulli og segir henni, að þetta sé gæfugripur og að gæfan muni^fyigja henni, meðen hún beri þetta men á sér, og nú skuli hún fara að sofa. ■ En um morguninij, þegar hún vaknaði, þá lá hún í rúminu sínu heima hjá pabba og mömmu. Allir voru f jarske fegnir að sjá. hana. Það var búið að leita hennar í marga daga og nætur,og allir héldu, að hún væri dáin. Svo varð Ása litla að segja upp alla söguna, og hún ætl- aði aldrei að óhlýðnast mömmu aftur. Þuríður Gunnarsdóttir. Skrifað í október. } //t

x

Fjaðrafok

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjaðrafok
https://timarit.is/publication/2027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.