Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Blaðsíða 4

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Blaðsíða 4
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ ur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu rang- læti“. — Og ég minnist þess, að þessi kapítuli varð mér einmitt til lijálpar, þegar ég háði bar- áttuna um það, livort ég ætti að lifa lifanda Guði eða þjóna heiminum. Guði séu þakkir fyrir það, að liann hefir frelsað mig frá heim- inum og frá eilífri glötun. „Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju og veitti mér fótfestu á kletti“ (Sálm. 40, 2—3). En þú, ungi vinur, sem lest þessar línur, átt þú frið við Guð? Hefir þú tekið á móti jesú Kristi sem þínum persónulegum frelsara ? Ef þú átt ekki enn frið við Guð, — þá bið ég þig mn að gera útvalningu þína vissa. Gefðu Jesú hjarta þitt. Veldu liann, meðan þú enn ert ungur, en frestaðu því ekki. Komdu til Jesú eins og þú ert með allar áhyggjur og syndir, sem á þér hvíla. — „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga ernð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“, segir Jesús. Þegar þú hefir stigið þetta skref frá dauð- anum til lífsins, þá fær lífið fyrst gildi, fyrir þig — og í samfélaginu við Krist Jesúm öðl- ast þú mestu sælu, sem nokkrum manni get- nr hlotnazt, og ég reyni alls ekki að líkja líf- inu í Kristi við lífið í heiminuin. Sé ég spurð- ur, hvers vegna ég vilji ekki fara á þennan og þennan stað til þess að skemmta mér, þá svara ég því aðeins, að ég geti ekki skemmt mér þar. Mér er oft og tíðum kvöl af því að vera annars staðar en í samfélagi trúaðra. — Að vísu er samfélagið við Drottin Jesúm ekki einn óslitinn sælndraumur. Oft koma erfiðir reynsluthnar, sem stundum er erfitt að stand- ast. En engu að síður eru erfiðleikarnir nauð- synlegir, því að þeir kenna mér að minnsta kosti margt. Stundum t. d. lifir kristinn mað- ur ekki mjög innilegu bænasamfélagi við Drott- in — og það hlýt ég að segja um mig, en erf- iðleikarnir kenna mér að flýja algerlega í faðm Jesú — þá er bænin hið eina, sem getur hjálp- að hrelldri samvizku. Og ég skoða mótlætið líka sem kærleik Guðs, alveg eins og allar aðr- ar gjafir hans, það er gjöf til mín einmitt til þess gert, að ég leiti enn innilegra samfélags við Drottin Jesúm, —- „því að Drottinn agar þann, sem hann elskar og liirtir harðlega hvern þann son, sem hann að sér tekur“. Ungi vinur. Jesús elskar þig líka. Hann dó á krossinum fyrir mínar syndir — fyrir þín- ar syndir, og hann vill líka afmá þær og aldrei framar minnast þeirra. Hið eina, sem þú þarft að gera, er að krjúpa niður við krossinn og taka á móti Jesú Kristi sem þínum persónu- legmn frelsara. Þá fyrst, þegar þú hefir feng- ið fyrirgefningu allra þinna synda — þá fyrst verður gleði þín fullkomin. — „Eg hefi feykt burt misgerðum þínum eins og þoku og synd- um þínum eins og skýi, liverf aftur til mín. því að ég frelsa þig“ (Jes. 44, 22). Heilræði Kristinn maður, sem heíir sól réttlætisins í hjarta sínu, flytur sólskin með sér, hvert sem liann fer. Þú átt aldrei að tala um yfirsjónir annarra. Þú átt aldrei að fara að heiman með óvin- gjarnleg orð á vörmn. Þú átt aldrei að lilæja að óförum annarra. Þú átt aldrei að gefa gjöf til þess að fá liana endurgoldna. Þú átt aldrei að lofa án þess að efna. Þú átt aldrei að vera með vondum félögum. Sæktu góðan félagsskap — eða vertu einn. Þú átt aldrei að hefna þín. Þú átt aldrei að vanrækja tækifæri til þess að láta gott af þér leiða. Fótspor þín á leiðinni til himins eru betri leiðbeining fyrir aðra, heldur en lýsing þín á veginum. Viljir þú verða andlega sinnaðri, ættir þú að tala meira við Guð en minna við menn. Hvert fyrirheit Guðs er jafn áreiðanlegt og gangur himintunglanna. 9

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.