Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Qupperneq 7

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Qupperneq 7
KRISTILEGTSKÓLABLAÐ verið sjónarvottur að því oftar en einu sinni, livernig andstaðan rénaði liægt og sígandi og varð að síðustu að engu. Þarna, sem annars staðar, er Guð að verki með sínum óþreytandi kærleika. Hvert sem litið er, getur að líta mót- stöðu, en henni verður að taka með langlyndi, því að Drottinn kemur til lijálpar á hagkvæmri tíð og veitir sigur þeim, er vænta hjálpar hans og treysta honum. Traust til Drottins er meira virði en auður fjár. En hitt er annað mál, að ég tel andstöðuna að nokkru leyti nauðsynlega, því að hún gerir lærisveinana ákveðnari og einbeittari og vekur lijá þeim hugrekki og löng- un til starfs og dáða. Eg held, að ný öld sé að renna upp í skóla- lífi okkar, og stjarnan, sem of lengi liefir skin- ið dauft yfir menntaæsku landsins, sé nú að verða skærari og fegurri og muni að lokum yfirvinna syndina í hugum og hjörtum æsk- unnar. En það liefst ekki nema með bæn, vitn- isburði, langlyndi og staðfestu, sem lætur eng- an bilbug á sér finna. Enginn maður er of gáf- aður eða menntaður til þess 'ið taka á móti hjálpræði Guðs, því að „ótti Drottins er upp- haf þekkingar“ (Orðskv. 1, 7.). Vormerkin sjást greinilega og senn rís dagur trúarlífs okk- ar. Við treystum honum, sem vegna okkar kom til jarðarinnar og gerðist fátækur, svo að við mættum auðgast af fátækt hans, lionum, sem mat smán einskis og fórnaði líkama sínum okk- ar vegna, svo að við mættum lifa og hreinsast af ranglæti okkar. „Því að allt, sem af Guði er fætt sigrar heiminn, og trú vor, hún er sig- uraflið, sem hefir sigrað lieiminn“ (I. Jóh- 5, 4.). Og nú, þegar við sjáum vorið í nánd og sigurinn blasa við okkur, hljótum við að falla á kné frammi fyrir Drottni vorum og frels- ara Jesú Kristi og lofa hann fyrir náð hans og umburðarlyndi, sem aldrei hefir orðið end- ir á. Lofað og vegsamað sé nafn lians á meðal þjóðanna, hans, sem eftir mikilli miskunn sinni hefir blessað oss með hvers konar andlegri blessun og veitt oss hlutdeild í ríki sínu. „Lið- ið er á nóttina, en dagurinn í nánd; leggjuin því af verk myrkursins og klæðumst hertýgj- um ljóssins“ (Róm. 13, 12.). Prestspróf Ég var einu sinni beðinn að prófa ungan mann, sem ætlaði að verða prestur. Það var mjög viðkunnanlegur maður. Þegar liann kom til mín, sagði ég við liann: „Þér ætlið að verða prestur. Eruð þér trúaður?“ „Já, auðvitað er ég það. Foreldrar mínir ólu mig upp í krist- indómi, og ég er ekki enn vikinn af þeirri braut, sem mér var kennt að ganga“. „Eruð þér endurfæddur?“ „Hvað?“ „Jesús segir; Nema að maðurinn endurfæð- ist, getur liann ekki séð Guðsríki“. „Ég liefi aldrei heyrt neitt um endurfæð ingu“. „Vitið þér, að þér hafið drýgt þá stærstu synd, sem nokkur maður hefir drýgt?“ „Ég hefi enga synd drýgt, sem getur nálg- azt það“. „Hver haldið þér, að sé hin mesta synd?“ „Morð“. „Nei, yður skjátlast stórlega. Sjáum livað Guð segir“. Ég fletti upp Matt. 22, 37—38 og las: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum liuga þínum, þetta er hið æðsta og lielzta boð- orð“. „Hvaða boðorð er þetta?“ „Hið æðsta og helzta“. „Hafið þér haldið það, liafið þér elskað Guð af öllu hjarta, af allri sálu og öllum huga? Hafið þér sett Guð fremstan í öllu — í kaup- skap, í skemmtun, í félagslífi, í stjórnmálum?“ „Nei, það hefi ég ekki gert“. „Hvað hafið þér þá gert?“ „Ég hefi brotið það boðorð“. „Hvaða boðorð var það?“ „Hið helzta og fremsta“. „Hvað hafið þér þá gert?“ „Ég liefi brotið æðsta og helzta boðorð Guðs; ég liefi drýgt þá mestu synd, sem nokkur mað- ur getur drýgt, en ég hefi aldrei séð það fyrr“. (Torrey). 5

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.