Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 8

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 8
KRISTILEGT SKÖLABLAÐ Þórir Kr. Þórðarson: „HVAÐ VIRÐIST YÐUR UM KRIST?“ Skólaæskan virSist hafa hafnað Kristi. En er það ekki eðlilegt vegna vaxandi menntunar og menningar? Eru ekki sögurnar um hann þjóðsögur að öðru leyti en því, að hann var mdður, er uppi var fyrir rúmum 1900 árum? Jú, segja sumir. Aðrir lialda því fram, að hann sé Guð og sonur Guðs og að þríeinn Guð sé veruleiki, sem enginn getur gengið fram hjá. Trú þeirra manna byggist á Guðs orði. Það talar um synd og um náð og um gleði og frið og um sigur trúarinnar. Og vitnisburðir þessa málsstaðar eru einnig þeir menn, sem eignazt liafa þessa trú, samfé- lagið við Guð og fullvissu trúarinnar og dáið sigurdauða fyrir sigur Krists, er sigraði dauð- ann á Golgata (I. Kor. 15, 55.) með því að gangast sjálfur undir það lögmál, er Guð hafði sett, en mennirnir ekki farið eftir og fara ekki eftir enn, ög taka á sig þá hegningu, er þeir liöfðu til unnið. * Og vitnisburðir þessara manna eru einnig þeir, sem leiðbeint hafa og verið mörgum leið- arljós. Vér sjáum trú Hallgríms, djörfung Lúth- ers, lofgjörð Bachs og snilli Kai Munks. En sá Guð, er veitir mönnum slíka djörfung, er hinn persónulegi, þríeini Guð, strangur og kærleiksríkur í senn. Og aflið, sm tengir oss við hann, er Guðs lieilagi andi (I. Kor. 2, 11-12). Er trúin þá blekking og Guð ekki til? Neit- andi svar krefst þess, að vér göngum fram hjá vitnisburði Guðs orðs og vitnisburði allra þess- ara manna, en slík afgreiðsla málsins væri ó- verjandi. En úr því að Guð er veruleiki og trúin kraftur Guðs, hvers vegna ber þá ekki meir á honum í daglegu lífi manna í kristnu þjóð- félagi? Þessu er svarað með annarri spurningu: Er þjóðfélag vort kristið? Lúther segir um hinn kristna mann: „Þess vegna skýrgreinum vér svo, að ekki sé sá kristinn, sem syndlaus er eða finnur ekki til syndar, heldur sá sem Guð til- reiknar ekki synd sakir trúar á Krist“. — Sá er kristinn, sem hefir viðurkennt þá staðreynd, að hann er í andstöðu við vilja Guðs og þarf á þeirri náð Guðs að halda, að hann hefir sent son sinn í heiminn, til þess að gangast sjálfur undir dóm lögmálsins, því að laun syndarinn- ar eru dauði (Róm. 6, 23., sbr. einnig Jólis. 3, 3—7.). Og kristið er það þjóðfélag, er sam- anstendur af slíkum mönnum. Þetta viðhorf er ekki almennt meðal æsk- unnar hér í bæ, né heldur fullorðinna. Hið almenna viðhorf virðist vera að njóta lífsnautn- anna, meðan endist líf og fjör (Gaudeamus igitur ....). Ég vona, að menn telji mig ekki vera að fella dóm yfir neinum, því að það get ég ekki. Eg skýri aðeins frá, eins og mér koma menn fyrir sjónir í daglegu lífi þeirra. En þetta viðhorf þarf að breytast, og það mun breytast. I r því að Guð er veruleiki og ræður öllu, hvers vegna fjandskapast þú við hann? Hann elskar þig og vill, að þii lútir vilja lians, svo að liann geti gert þig að sönnum og stríðandi lærisveini sínum- 6

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.