Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Síða 9

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Síða 9
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ HVERSVEGNA ÉG ER KRISTINN Jónas Gíslason. Hvers vegna er ég kristinn? Þessari spurn- ingu er auðvelt að svara. Eg er kristinn vegna þess, að ég trúi á Jesúm Krist, Guðs son. Ég fann, að kall Jesú Krists hljómaði til mín, og þá sá ég, að ég var syndari, sem þurfti á frels- ara að lialda. Ég fann, að ég með synd minni liafði fyrirgert sonarréttinum lijá Guði. En Guði sé lof fyrir það, að ég sá einnig dýrð Guðs, sem birtist oss mönnunum í syni hans, Jesú Kristi. Það var þess vegna, að ég gekk honimi á hönd. Það er þess vegna, að ég er kristinn. En þó að vér höfum gengið Jesú Kristi á liönd og lielgað honum líf vort, þá er síður en svo, að vér álítum oss flekklausa og hreina frammi fyrir Guði. Þvert á móti. Vér sjáum glöggt vora eigin synd og hryggjumst yfir lienni, en huggun vor er fólgin í blóði Jesú Krists. Það hefir verið komizt svo að orði, að það sé aðeins eitt, sem Guð ekki sér, en það eru þær syndir, sein huldar liafa verið með blóði Krists. í einu af bréfum sínmn víkur Páll postuli einmitt að þessu marki, sem allir kristnir menn eiga að keppa að. „Ekki er svo, að ég liafi þeg- ar náð því eða sé þegar fullkominn, en ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi“ (Fil. 3, 12.). Það er einmitt þetta mark, sem vér keppum að. Vér berjumst gegn syndinni í krafti Krists og vér munum sigra að lokum, þrátt fyrir all- an veikleika vorn og breyskleika, því að Guð hefir gefið oss sigurinn. En ef vér reynum að berjast í eigin krafti, þá hljótum vér að bíða ósigur og falla fyrir syndinni. Eg hefi fundið það, og það er þess vegna, sem ég trúi á Jesúm Krist. Ég veit, að „Það orð er satt og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur“ (I. Tím. 1, 15.). Hversu sælt er það ekki, að eiga vin og frels- ara, sem vér getum algerlega treyst í stóru og smáu. — Átt þú þennan vin og frelsara? Hef- ir þú tekið á móti lionum inn í líf þitt? Hefir þú gefizt honum, sem gaf sjálfan sig til lausn- argjalds fyrir oss mennina til að sætta oss við Guð? Ef þú hefir ekki gert það, þá gerðu það strax. Nú er náðartími. Allt er fullkomnað frá hans liendi. Það stendur aðeins á þér. Villt þú ekki koma til Iians og játa syndir þínar frammi fyrir honrnn? Þii þarft ekkert annað að gera. Þá er hann trúr og réttlátur og fyrir- gefur þér allar þínar misgjörðir. Ef þér finnst erfitt að slíta þig frá heimin- um, þá eru til tvö ráð handa þér. Þú skalt lesa Guðs orð með einlægum huga, og þú skalt biðja Guð. Ef þú breytir samkvæmt þessum ráðum, þá veit ég, að þú munt öðlast frið við Guð. Jesús Kristur sagði sjálfur: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðn- ir, og ég mun veita yður hvíld“ (Matt. 11, 28.). Ef þú leitar til lians, þá munt þú komast að raun um, að hver sá syndari, sem til lians leit- ar, getur eignazt öruggt athvarf hjá Guði, ef hann aðeins leitar til lians í einlægni. En um- fram allt verðum vér að muna, að það er „blóð 7

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.