Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 11
KRISTILEGTSKÓLABLAÐ
aði kallið frá Jesú til mín, þar sem hann seg-
ir: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yðui
hvíld“ (Matt. 11, 28.). Þetta kall var svo
sterkt, að ég gat ekki streitzt á móti því.
Eg var þreyttur og vegmóður flökkusveinn
á lífsbrautinni. Eg sneri mér til hans, til þess
að fá hvíld, og liana fékk ég, en ég fékk einnig
ineira, því að hann gaf mér fyrirheit sitt eins
og stendur í Guðs orði: „Sannlega, sannlega
segi ég yður: Sá sem trúir, liefir eilíft líf“
(Jóh. 6, 47.).
Frá þeirri stundu, þegar ég fann, að ég var
sekur syndari frammi fyrir Guði, get ég talið
mig vera kristinn, því að þá vissi ég, að leiðin
til glötunar lægi um slétta og breiða veginn,
en leiðin til lífsins lægi um grýtta og þrönga
veginn. Leiðina til lífsins kemst enginn nema
fyrir Jesúm Krist, af því að það var hann, sem
leið og dó á krossinum fyrir mínar og þínar
syndir.
En nú kemur spurningin: Hvers vegna er
ég kristinn? Er það vegna þess að ég bý í landi,
sem á að lieita kristið, en er það ekki? Eg segi
að það sé ekki kristið, þegar syndin og spill-
ingin fær að ríkja í svo ríkum mæli, sem hún
gerir nú. Nei, því fer fjarri að ég sé kristinn
af þeim sökum, heldur er ég það vegna þess,
að Guð gaf þá gjöf, sem er og mun verða sú
stærsta og mesta, sem nokkurn tíma hefir ver-
ið gefin: „Að hann gaf son sinn eingetinn, til
þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3, 16.).
Magnás GuSjónsson
IJvers vegna er ég kristinn? Þegar ég stend
frammi fyrir þessari spurningu, finn ég, að ég
er það af naó, því að Guð fann mig og frels-
aði. Hann sýndi mér, að ég var syndara fremst-
ur, en frjáls af náð.
Eg gekk veginn breiða, sem liggur til glöt-
unar, en ég vissi ekki, að ég gekk í blindni,
að ég gekk mínar eigin götur. Ég treysti ein-
göngu á sjálfan mig. — Ég reyndi að skemmta
mér eins og ég gat, en það var sama, hvernig
ég fór að, skemmtanirnar voru svo innihalds-
lausar- Eg fann, að gleði heimsins var svo
snauð. Eg þráði eitthvað betra, en fann það
ekki. Eg gat ekki séð, að nokkuð annað betra
væri til. En þá kom kallið frá Guði. Ég heyrði,
að hann kallaði á mig. Ég fann, að Guð leit-
aði að mér, en ég var hræddur; ég þorði ekki
að mæta honum, af því að ég fann, að ég hafði
gert svo margt á móti vilja hans. Ég reyhdi
að flýja undan augliti lians, en það var sama,
hvernig ég fór að. alls staðar fannst mér hann
standa fyrir framan mig. Eg sá, að ekki var
nema um tvennt að velja: Jesúm eða heiminn.
Mér datt þá allt í einu í hug kort. sem mér
hafði verið sent, og á því stóðu orðin: „Sjá.
ég sternl við dyrnar og kný á“ (Op. 3, 20).
Eg fann. að Jesús var að knýja á hjarta mitt.
Eg reyndi að biðja Guð fyrirgefningar, en ég
fann, að ég bað aðeins með vörunum; hjarta
mitt var langt í burtu frá honuin. Ég fór að
lesa Guðs orð og veita því eftirtekt. Eg fann,
að ég var farinn að þrá að eiga Jesúm sem
minn frelsara. En Guð elskaði mig; hann opn-
aði hjarta mitt. Ég get ekki lýst þeirri gleði
9