Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Qupperneq 12
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
Arngrímur Guðjónsson:
ÞÝÐINGARMESTA SPOR LÍFSINS
I heilagri ritningu er talað um tvær tilver-
ur. Svo mikill mismunur er á þessum tilver-
um, aA önnur er kölluð líf, en liin dauði. Þess-
ar tilverur koma til greina bæði í þessu lífi
og einnig eftir að dauðinn hefur heimsótt
manninn. Tilverunni, sem nefnd er dauði eiga
þeir menn hlutdeild í, sem lifa án Guðs. Þessa
menn, sem segja í hjarta sínu: „Enginn Guð“,
kallar ritningin heimskingja, og hún segir enn-
fremur: „III og andstyggileg er breytni þeirra;
enginn gerir það, sem gott er“ (Sálm. 14).
Þetta er vitnisburðurinn, sem ritningin gefur
manninum, er lifir án Guðs í þessu lífi. Og
hvað uppsker svo sá eftir dauðann, er breytir
illa og andstyggilega í augum Guðs? Jú, til-
veru, sem er án Guðs nálægðar, tilveru, sem
kallast dauði. Tilveru, þar sem mun verða grát-
ur gnístran tanna. Slík tilvera er ekki girnileg
um eilífð. En livað á að gera til þess að hafna
ekki í svona bústað um aldir? Biblían bendir
á eina leið, og />oð oðein.s á eina, nefnilega þá,
«ð korna til Ktists með sína illu og andstyggi-
og þeim friði, sem í hjarta mínu varð. Eg fann.
að Jesús bjó í hjarta mínu. Það varð svo mikil
breyting á öllu; ég sá allt í nýju ljósi, sem
ég áður hafði aldrei skilið. „Ég er ekki kom-
inn til að kalla réttláta, heldur syndara til
iðrunar“ (Lúk. 5, 32). Hann kom og kallaði
á mig. Hann fann mig týndan og frelsaði mig.
Ég þrái ekkert framar en mega fylgja Jesú.
og vera lærisveinn hans. Ég vil glaður fórna
öllu fyrir frelsara minn.
Elías Arnlaugsson.
legu breytni. Guð vissi, að enginn gat losað sig
sjálfur við slíkt. Þess vegna varð hann, því að
hann er miskunnsamur, að fórna syni sínum
fyrir mennina, og ég hehl, að allir viti hvern-
ig það gerðist. Þess vegna er það staðreynd,
að það getur enginn losnað við syndina án
hjálpar Jesú Krists- Þú verður að biðja hann
einlæglega og iðrandi um fyrirgefningu synd-
arinnar, sem hvílir svo þungt á öllum mönn-
um, jafnvel þótt þeir vilji ekki kannast við
það. —
IJann mun áreiðanlega taka við þér, og þú
munt ekki verða fyrir neinum vonbrigðum.
Þá munt þú finna, að hann liefir lengi beðið
eftir þér, að liann hefir lengi verið að kalla
á þig, þótt þú hafir ekki heyrt það. Hann mun
taka alla þína synd frá þér og hina illu og
andstyggilegu breytni þína og varpa öllu sam-
an í haf gleymskunnar. Samkvæmt sínum eig-
in orðum mun liann engan burtu reka, sem til
hans kemur. Það, sem þú svo finnur eftir þenn-
an fund ykkar, er óþrjótandi gleði, ekki hin
skammvinna, sem þú fannst úti í heiminum.
heldur hin varanlega, heilaga gleði. Þá munt
þú fyllast þeim friði, sem enginn annar á, en
sá, sem er sáttur við Guð og sem á Krist að
frelsara og vini. Og þá hefir þú eignazt fyrir-
heit um tilveruna, sem nefnd er líf í Biblíunni.
Þú hefir stigið hið þýðingarmesta spor ævi
þinnar, af liinni breiðu braut lystisemdanna,
sem liggur til dauðans, á veginn, sem hefir það
sér til gihlis að liggja til lífsins. Eg veit ekki um
nokkurn, sem hefir séð eftir að stíga þetta spor,
og það eru margir, sem mundu taka undir með
10