Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 16
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
Jóhannes Ólafsson:
ÁFRAM! KRISTSMENN, KROSSMENN, KONUNGSMENN!
Þjóð þín kemur sjálfljoða á herdegi þínum;
í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kem-
nr dögg æskulýðs þíns til þín (Sáhn. 110,3).
John Bunyan, höfundur hinnar frægu bók-
ar „För pílagrímsins“ hefir skrifað aðra bók,
sem er minna þekkt „Heilagt stríð“.
I heiminum er háð heilagt stríð, milli Guðs
ríkis, sem ekki er af þessum lteimi, og ríkja
þessa heims. Þetta stríð er ekki enn til lykta
leitt. Og þetta stríð er háð, „ekki með valdi
né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drott-
inn hersveitanna“ (Sak. 4, 6).
Vegna þessa stríðs eru mynduð á vorum
tímum margvísleg kristileg samtök. Kristinn
œskulý'Sur skipar sér í fylkingar, er nefna sig:
„Krossherinn“, „Krossriddarana“, „Krossfar-
ana“ eða eitthvað því líkt.
I þessu heilaga stríði barðist Jesús þau þrjú
og hálft ár, sem liann starfaði hér á jörð. Þeirri
baráttu lauk með sigri á Golgata, og siguróp-
ið þekkjum við: „Það er fullkomnað!“ Og
upprisan er staðfesting þess.
Konungurinn lifir! „Hann lifir, sem til lífs
mér dó“.
Síðan kallar hann til sín hinn litla kross-
her sinn á fjallinu í Galileu til þess að halda
hinu heilaga stríði áfram: „Farið því og ger-
ið allar þjóðirnar að lærisveinum .... Og sjá,
ég er með yður alla daga, allt til enda ver-
aldarinnar!“ (Matt. 28, 16—20). Og frá því
á hvítasunnuhátíðinni miklu, hefur þetta heil-
nga stríð haldið áfram undir forustu konungs
konunganna. Þetta stríð hefir, ef til vill, aklrei
verið háð af meiri krafti en nú. Enda liggur
mikið við, því að:
Fær þeiin, gef þeim fregn um Jesúm,
fyrr en nóttin byrgir láð.
I hinni heilögu æskulýðsfylkingu Jesú Krists
eru aðeins sjálfboðali'öar. Hann lét ríka ung-
linginn frá sér fara vegna þess, að liann hafði
ekki liinn glaða fúsleiksanda lærisveinsins.
Hraust og djörf œska fylkir sér um kross-
fánann. „Þeir fá nýjan kraft; þeir fljúga upp
á vængjum sem ernir; þeir hlaupa og lýjast
ekki; þeir ganga og þreytast ekki“ (Jes. 40,
31).
Það eru margir, sem hafa gengið í kross-
her Krists, — fjölmargir eins og daggardrop-
arnir, — og fleiri, viljum við, að þeir verði.
Og friöar-vinir eru þeir í þjónustu friðar-
höfðingjans. Annars vegar reyna þeir „að hafa
frið við alla menn“ eins og hirðar Abrahams.
en þó hafa þeir sagt synd og óréttlæti stríð á
lxendur.
Kristnihoð er einn þáttur þessa heilaga
stríðs, eins og allt annað starf, sem er unnið
Guðs ríki til eflingar- Þar bíða þín mikil og
vegleg verkefni, viljir þú þjóna Kristi með
lífi þínu. Hann þarfnast þín. Enn hljómar
herópið frá Stiklastöðum í æðri og andlegri
merkingu: „Áfram! Kristsmenn, krossmenn.
konungsmenn!“
Sigurinn er vís!
Sigrandi og til sigurfara
sigurhetjan fer um storð;
I■ I að mölva myrkrahliðin
máttugt á hann sigur-orð.
Hann er krýndur sigursveigum,
sólin hliknar í hans glans!
Fetum í hans fótspor glaðir,
frelsi og líf svo öðlumst hans.
14
Ótal þúsund þreyttar sálir
þyrstir eftir Drottins náð.