Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Qupperneq 17

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Qupperneq 17
Felix Ólafsson: HVATNING „Af sérhverjum, seni niikið er gefið, mun mikils verða krafizt“ (Lúk. 12, 48). Margt liöfum við að þakka fyrir það, sem af er þessu ári. Guð hefir haldið hinni almátt- ugu verndarhönd sinni yfir okkur. Hann hef- ir gefið okkur kraft og styrk til starfs. Hvað eigum við að gera? Við eigum fyrst og fremst að starfa í skólunum að því að vinna Kristi sem flesta. Við eigum að vitna fyrir skóla- bræðrum okkar um hið eina og sanna líf, og að Kristur er sá eini, sem gefur þetta líf. „Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið“, segir Jes- ús, „enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“ (Jóh. 14, 6). Þess vegna verðum við að segja skólabræðrum okkar frá því, að: „Jesús er fús til að frelsa“. Komdu til hans, þú, sem enn ekki hefir eignazt sigurvissuna í hjartað. Hjá honum getur þú fengið það, sem þig vantar: frelsi og fyrirgefning synda þinna. Einhver kann þá að spyrja: „Hvað hefi ég gert, sem er synd?“ Guðs orð segir: „Allir hafa syndg- að og skortir Guðs dýrð“ (Róm. 3, 23). Það eru allir, sem Jesús talar um; það er ekki neinn sérstakur, það eru ég og þú. Því er það svo gott, að geta flúið til Jesú með allar synd- ir sínar. Hann lét lífið á krossi fyrir okkar syndir. Vegna þess getum við verið öruggir. „Manns-sonurinn er kominn til þess að leila að liinu týnda og frelsa það“ (Lúk. 19, 10)- Jesús sagði einu sinni við syndugan tollheimtu- manu: „Zakkeus, flýt þér ofan, því að í dag ber mér að dvelja í húsi þínu“ (Lúk. 19, 5). í dag vill Jesús dvelja hiá þér. Vilt þú leyfa hon- um það? Uppskerunnar herra heyrist kalla: Hvíta á akra vantar fleiri menn. Sálir æ í synd og glötun falla; segúu þeim aú náðin bjóðist enn. -- KRISTILEGT SKÓLABLAÐ KRISTILEGT 8KÓLABLAÐ Eins og getið er um á öðrum stað hér í blað- inu er útgefandi þessa blaðs Kristilegt félag Gagnfræðaskólans í Reykjavík — K. F. G. R. I þessu félagi eru margir lærisveinar Krists, sem þrá það af hjarta, að vera verkfæri í hönd- um Guðs. Sem lítill vottur um það er nú þetta kristilega blað komið út. Það flytur mennta- æsku landsins sem og öðrum vitnisburði og reynslu margra ungra manna, sem eiga lífið í Kristi. Það, sem vakir fyrir öllum þessum ungu mönnum, er, að þeir vilja vekja aðra til umliugsunar um sitt andlega ástand og benda þeim á veginn, sem þeir liafa fengið náð til að ganga, veginn til lífsins. Heitasta þrá livers einasta kristins manns er að fá fleiri til að veita hjálpræði Krists viðtöku, og hvar sem kristinn maðnr er, reynir liann að vera til blessunar. En leiðirnar til þess eru margar, og eina af þeim höfum vér nú farið með útgáfu þessa litla blaðs. Og um leið og það kemur út, er það bæn vor til Guðs, að það megi verða einhverj- um til blessunar og viðvörunar. Það kann að liafa valdið misskilningi, að margir nemendur úr öðrum skólum hafa skrif- að í þetta blað, en ætlun vor er sú, að það verði á boðstólum jafnt í öðrum skólum, sem þessum umrædda. Ástæðan til þess, að þetta vissa félag gef- ur blaðið út er, að það er eina formbundna kristilega félagið í framhaldsskólum Reykja- víkur. En vér berum þá von í brjósti, að í öll- um skólum landsins rísi krislileg félög, sem sameiginlega sjái um útgáfu kristilegs skóla- blaðs í framtíðinni. Um leið og vér nú sendnm þetta blað út á nieðal landsmanna, þökkum vér Drottni fyrir náð hans og kærleika og að liann getur notað oss í allri vorri smæð til starfs fyrir sig. Sigur'ður Mngnússon. 15

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.