Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 18

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 18
KRISTILE GT SKÓLABLAÐ KRISTILEG FÉLÖG I SKÖLUM NOREGS Norska kristilega stúdenta og menntaskóla- nemenda félagið var orðið öflugur félagsskap- ur, áður en Þjóðverjar ruddust inn í Noreg 1940. Það var stofnað árið 1924. Félagið rak starf meðal stúdenta og menntaskólanemenda víðs vegar um Noreg, gaf út blað, er nefnist „Credo“ (Eg trúi) og hélt árlega kristileg mót fyrir stúdenta og menntaskólanemendur. Fé- lagið liafði orðið þrjá framkvæmdastjóra og fjölda sjálfboðaliða til starfs. Hafði þetta starf mikil ábrif meðal stúdenta og menntaskóla- nemenda og var sífellt í vexti. Kristilegu gagnfræðaskólafélögin í Noregi eru einskonar yngri deild í þessari breyfingu. Einn framkvæmdastjóranna annaðist sérstak- lega það starf og ferðaðist um landið til þess að heimsækja félögin og balda fundi með þeim. Fyrsta kristilega gagnfræðaskólafélagið var stofnað af nokkriun nemendum gagnfræða- skólans í Kristiansand í Suður-Noregi árið 1933. Mánuði síðar var annað slíkt félag stofn- að í Stavanger — og fimm árum síðar var slíkt félag stofnað nyrzt í Noregi í Tromsö. Voru þá um 40—50 slík félög frá syðsta bæ landsins til bins nyrzta. Hvert félag starfar sjálfstætt meðal gagn- fræðaskólanemenda í sínum bæ. TTalda félög- in samkomur, biblíulestra og gera annað það, er hagkvæmt þykir fyrir málefnið. Arið 1935 var fyrsta kristilega mótið fyrir gagnfræða- nema haldið í Noregi- Þátttakendur voru sex- tíu. Annað árið voru þátttakendur 360. höfðu þeir því sexfaldazt frá fyrra ári. Þriðja árið Í1937) voru þátttakendur í mótinu 650. Ohentugt þótti eftir það að hafa eitt mót fyrir landið sökum fjölmennis. Mótin voru því tvö upp frá því. Var annað haldið fvrir gagnfræða- nema úr suður og austur héruðum Noregs en hitt fyrir vestur- og norðurhéruðin. Hverjum, sem vildi, var þó frjálst að sækja hvort mótið, sem hann kaus, eða hæði, án tillits til þess, hvaðan af landi hann var. Mót þessi stóðu 5—6 daga hvert sinn með fastri dagskrá að venju annarra kristilegra móta. Þau eru venju- legast lialdin á einhverju setri kristilegs æsku- lýðsskóla, en þeir eru margir í sveitum Noregs. Var skipt um mótstað ár hvert. Einstök félög héldu minni mót að vetri eða sumri. Var það oft gert til aukinna kynna og uppörvunar. Sérstakt blað er gefið út fyrir þetta starf. Nefnist það „Bli med“. Það kemur lit því sem næst mánaðarlega að vetrinum, fjórar síður að stærð og í talsvert stærra broti en þetta blað. Árið 1937 var það gefið út í 4000 ein- tökum, en átti þá inn áramót að aukast í 5000 eintök. Starf þetta allt er rekið í þeim ákveðna til- gangi að boða nemendum fagnaðarerindið um Jesúm Krist og hvetja þá til þess að ganga til hlýðni við liann í trú. Það er og rekið til þess að létta æskumönnum, sem trúna eiga, daglega baráttu þeirra við þau öfl, er leitast við að draga æskuna frá kristinni trú. Verð- ur mörgum ungling erfitt að standa einn með trú sína, en samfélag styrkir. Þróttur, líf og mikil gleði hefir einkennl starf þetta, sem orðið hefir mörgum til bless- unar. Heilræði Ef þú vilt, að Guð sé hjá þér á raunastund unum, þá verður þú að vera hjá lionum á tímum velgengni þinnar. Að lifa í kærleika til allra — það er bið sanna líf. Sá, sem veit það, gefur sig algerlega honum á vald, sem allur kærleikur streymir út frá. 16

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.