Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Síða 19

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Síða 19
.......... KKTSTTT.F.aT SKÓLABLAf) LEIT GYÐINGSINS AÐ FRIÐÞÆGINGARBLÖÐINU Vorið 1898 liélt ég nokkrar trúboðssamkom- ur í San Fransisco og talaði þá nokkrum sinn- um til Gyðinganna, er sóttu samkomur hjá „Israelstrúboðinu“. Eitt skiptið, þegar ég liafði Jokið erindi mínu, gaf ég tækifæri til samtals við þá Gyðinga, er óskuðu að leggja fram spurningar eða ræða einhver vandamál. Tæki- færi var einnig fyrir þá, sem gefizt höfðu Kristi, til að segja frá afturhvarfi sínu. Reynsla eins gamals Gyðings gladdi mig mjög, og ætla ég að reyna að lýsa henni með lians eigin orð- um. Hann sagði: „Nú stendur yfir páskavikan meðal yðar, mínir gyðinglegu bræður, og meðan ég sat hérna, var ég að hugleiða, hvernig þér mund- uð verja lienni: Þér munuð rýma brott öllu súrdeigi úr liúsum yðar, þér etið „motsah“ — (ósýrt brauð) — og neytið páskalambsins. Þér sækið guðsþjónustur samkundunnar og fram- fylgið öllum helgisiðum og reglum í Talmud,*) en þér gleymið, bræður góðir, að þér hafið allt nema það, sem Jahve krafðist fyrst og fremst. Hann sagði ekki: „Þegar ég sé, að súr- deigið er horfið, eða þegar ég sé, að þér etið „motsah“, eða lambið, eða gangið í samkund- una“, — nei orð lians voru þessi: „Er ég sé blóðið, mun ég ganga framhjá yður“. Já bræð- ur mínir, þér getið ekkert sett í staðinn fvrir þetta. Þið verðið að hafa blóðið, 6/óðið, BLÓÐ- IÐ. — Um leið og hann sagði þetta með vax- andi þunga, kom aðvörunarglampi í dökk augu hans og áheyrendurnir stóðu á öndinni. Bló'8! — Það er ægilegt orð fyrir þann, sem virðir hin fornu fyrirmæli, en hefir samt eng- ar fórnir. Hvar sem er í Bókinni, mætir blóðið honum, en livernig sem hann leitar, getur hann ekki fundið það í Gyðingdómi nútímans“. Eft- *) Talmud er safn af erfikenningum fræðimanna með Gyöingum. ir andartaks þögn liélt liinn gamli, virðulegi maður áfram, eitthvað á þessa leið: „Eg fæddist í Palestínu fyrir nálægt 70 ár- um. Þegar ég var barn, var mér kennt að lesa lögmálið, sálmana og spámennina. Eg fór snemma að sækja samkundurnar og lærði hebr- esku hjá „rabbínunum“. I fyrstu trúði ég því, sem mér var sagt, að vor trú væri hin sanna og eina trú, en þegar ég varð eldri, og rannsakaðj lögmálið af meiri kostgæfni, þá brá mér við það, liversu drjúgur þáttur blóðið var þar í öllum lielgisiðum. Og jafn mikið brá mér við, að það vantaði algerlega í þá helgisiði, sem ég var uppalinn við. Aftur og aftur las ég II. Mósebók 12 og III. Mós. 16 og 17, og hinir síðari kapítular skelfdu mig sérstaklega, þegar ég hugsaði um hinn mikla friðþægingardag og það ldutverk, sem blóðið hafði þar. Dag og nótt hljómaði eitt vers í eyrum mér: „Það er hlóðið, sem friðþægir fyrir sálina“. Eg vissi, að ég liafði brotið lögmálið og ég þarfnaðist friðþæg- ingar. Þennan dag, ár eftir ár, barði ég mér á hrjóst, er ég játaði þörf mína á friðþægingu, en hana átti að vinna með blóði, og þa8 var ekk- ert blóft! Að lokum opnaði ég í eymd minni hjarta mitt fyrir lærðum og virðulegum „rabbí“. Hann sagði mér, að Guð væri reiður þjóð sinni. Jerúsalem var í höndum heiðingja, must- erið eyðilagt og Múharneðshof hafði verið reiát í stað þess. Eini staðurinn á jörðunni, þar sem við dirfumst að úthella fórnarblóði samkvæmt V. Mós. 12 og III. Mós. 17 var vanhelgaður og þjóð vor dreifð. Þess vegna var ekkert blóð. Guð hafði sjálfur útilokað, að hægt væri að framkvæma liina hátíðlegu atliöfn á friðþæg- ingardaginn og nú yrðum við að leita til Tal- muds og byggja á leiðbeiningum þess og treysta á miskunn Guðs og verðleika feðranna. Ég reyndi að sætta mig við þetta, en gat það ekki. 17

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.