Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Side 21

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Side 21
Afturhvarf Viktorianusar (Ágústín kirkjufaðir fæddist árið 354 e. Kr. og lézt árið 430. Hann er talinn fremstur kirkjufeðranna og mestur maður kirlcjunnar frá postulatíinanum til Lúthers. Hann kveðst sjálf- ur hafa ritað 93 ritverk í 252 bindum. Frægast rita lians eru „Játningar“, þar sem hann einlæg- lega skriftar fyrir Drollni líf sitt, syndir þess og ósigur — en einnig náð Guðs, sem frelsaði hann. Kafli sá, sem hér birtist, er úr því riti, nokkuð styttur). „Um þetta leyti blés Guð mér því í brjóst, að fara til prestsins Simplicanusar, er var trúr þjónn Drottins. Hann lifði Guði sínum frá bernsku til hárrar elli og var andlegur faðir Ambrósíusar biskups. Eg sagði Simplicanusi frá villu niinni og tal okkar barst að þekktum rómverskum ræðuskörung, Viktorianusi ) er dó sem kristinn maður. Hann ltafði aflað sér svo mikillar viðurkenningar, að lionum hafði verið reist líkneski á torginu að honum lifandi. Hann varði með mælsku sinni skurðgoðadýrk- unina og tók þátt í smánarlegum atliöfnum hennar. Þessi maður blygðaðist sín þó ekki fyr- ir að verða þjónn Krists, ófullveðja barn þitt ), með því að beygja liáls sinn undir ok auðmýktarinnar og Iineigja enni sitt fyrir krossi smánarinnar. 0, Drottinn, hvernig greiddir þú þér leið að hjarta þessa manns. Simplicanus sagði mér, að liann hefði lesið Heilaga Ritningu, leitað uppi og rannsakað kostgæfilega allar kristilegar bækur og sagði svo, ekki opinberlega, heldur einslega og í trúnaði við Simplicanus: „Vit það, að nú er ég kristinn!“ Simplicanus svar- aði: „Eg trúi því ekki, og ég tel þig ekki í hópi kristinna manna, fyrr en ég sé þig í kirkju Krists“. Viktorianus svaraði brosandi: „Eru *) Sum rita hans eru enn til. **) Bókin er rituð sem eintal sálarinnar við Drottinn. það þá veggirnir sem gera rnenn kristna?“ Hann endurtók það oft, að hann væri kristinn. Simplicanus svaraði oft á sama hátt, en Viktor- ianus endurtók þá háðsyrði sín um veggina. Sannleikurinn var sá, að Viktorianus óttaðist að fara til kirkju, því að hann hélt, að það mundi vekja andúð binna hreyknu vina sinna, sem voru hjáguðadýrkendur. Honum óx kraft- ur við lestur og eftirgrenslan og óttaðist nú, að Kristur mundi afneita honum fyrir hinum lieilögu englum, ef liann þyrði ekki að játa Krist fyrir mönnum ). Hann játaði, að liann bakaði sér sekt með því að roðna af blygðun yfir orði þínu og auðmýkjandi leyndardómum þess, en liefði ekki roðnað af blygðun yfir leyndardómum drambsamra lijáguða, sem hann hafði áður hreykinn játað. Hann sagði dag nokkurn alveg óvænt við Simplicanus: „Við skulum fara til kirkju; ég vil verða kristinn!“ Hann fór með honum gagntekinn af gleði. Þeg- ar liann hafði lært fyrstu leyndardóma krist- innar fræðslu, lét hann skrá sig meðal þeirra, er óskuðu endurfæðingar fyrir skírn. Vakti það undrun Rómverja, en gleði safnaðarins. Loks kom að því, að hann átti að játa trú sína. Það er venja í Róm, að þeir, sem ætla að ganga til náðar þinnar, liafi játninguna yfir í fastmótuðum, utanað lærðum orðum. Þeir, er það gera, standa á upphækkun frammi fyrir söfnuðinum. Simplicanus sagði, að prestarnir hefðu boðið Viktorianusi að gjöra þetta eins- lega, en það var leyfilegt mönnum, sem álitið var að yrðu fyrir hindrunum. Hann kaus að játa hjálpræðið frammi fyrir fjöldanum. Hann hafði ekki boðað hjálpræðið, er liann ræddi um mælskulist, og þó hafði liann rætt opin- berlega um liana. Hve miklu síður ætti hann þá að skjóta sér undan að tala orð þitt frammi *) Sbr. Matt. 10, 33. Lúk. 9, 26. - , v

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.