Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Síða 21

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Síða 21
LorcL, I want to be a Christian In my heart. (Drottinn, eg vil vera kristinn í hjarta mínu.) Þessi orS sýna Ijóslega, a8 trú- in á Krist var þeim hjartans mál. 1 sálminum birtist þrá þeirra aS geta elskaS frelsarann heitar og tekiS enn meiri framförum í trúnni. Þeir vilja ekki vera eins og Júdas, sem ekki kærSi sig um aS líkjast Jesú, heldur sveik hann í tryggSum. Negrasálmarnir höfSu lengi veriS kunnir i Bandaríkjunum, áSur en menn kynntust þeim ut- an Ameríku. En um þaS bil, sem borgarastyrjöldin í Bandaríkjun- um var til lykta leidd, bárust tón- ar hinna sérkennilegu söngva til eyrna Evrópumönnum, og síSan hafa þeir hljómaS um allan heim og glatt hjörtu tónelskra manna meS einfaldleik sínum — og upp- byggt kristna menn, sem hafa skynjáS boSskap þeirra. Nokkrir kristnir menn úr ýms- um kirkjudeildum vestra tóku saman höndum og stofnuSu há- skóla fyrir Svertingja í ríkinu Tennessee. Skólinn átti viS all- mikla fjárhagsörSugleika aS etja. En ekki kom til mála aS gefast upp. Stúdentarnir komu víSsveg- ar aS, en flestir kunrui þeir og sungu hina andlegu söngva, sem foreldrar þeirra og afar og ömm- ur höfSu kennt þeim. Og þá var þaS, aS einhvert stakk upp á því, aS þeir nemendurnir stofnuSu meS sér söngsveit og legSu síSan land undir fót og söfnuSu fé handa skólanum. Þeir létu ekki sitja viS orSin tóm, heldur tóku aS æfa af kappi og héldu síSan af staS og sungu víSsvegar í Banda- ríkjunum. Þetta var áriS 1871. FerS þessi heppnaSist svo vel, aS kórnum var boSiS aS koma til Ev- rópu og syngja þar. Þeir fóru, og sú ferS varS eftirminnileg. Einn gagnrýnandinn komst m. a. svo aS orSi: „Blökkustúdentar þessir syngja á þann hátt, aS menn verSa aS leggja vel viS hlustirnar, svo aS þeir skilji söng þeirra og geti lifaS sig inn í hann. Negra- sálmarnir eru ný tónlistargrein, sem aS sumu leyti afvopnar gagn- rýnina, en áS sumu leyti ögrar henni.“ — ÞaS er sameiginlegt einkenni flestra negrasálmanna, aS þeir eru ákaflega einfaldir. Þeir fjalla t. d. um frásögu úr Biblíunni, sem minnir þrælana á kjör þeirra sjálfra. Margir kannast viS söng- inn „Go down, Moses“. ViSkvæS- iS er á þessa leiS: Go down, Moses, Way down in Egypt’s land. Tell ol’ Pharaoh, Let my people go. (Far ofan eftir, Móse, far ofan til Egyptalands. SegSu Faraó gamla, aS hann eigi aS láta lýS minn lausan.) Svertingjarnir mundu sinn fíf- il fegri. Einu sinni lifSu þeir frjálsir og glaSir heima í œttlandi sínu. Nú voru þeir í ánauS. Já, hlutskipti þeirra er svo ömurlegt, aS bezt vœri aS fá aS hverfa úr þessum heimi. Sú ósk birtist í mörgum söngvum þeirra: Steal away to Jesus, Steal away home. I ain’t got long to stay here. (Eg lœSist brott til Jesú, lœSist heim. Eg á ekki langt eftir hér.) / þessum söng rekja þeir raun- ir sínar. Þeir tala um ógnir nátt- úrunnar, sem þeir voru berskjald- aSir fyrir, eins og þrumur og eld- ingar. Þeir nefna trén, sem þeir voru bundnir viS, þegar þeir voru barSir. En í gegnum allt hljóm- ar söngurinn til Jesú og hvatn- ingin til aS leita hans. 1 síSasta versinu standa þessi fallegu orS: My Lord calls me, He calls me by the lightning. (Drottinn minn kallar á mig, hann kallar á mig meS elding- unni.) Plantekrueigendunum var ekki um þaS gefiS, aS þrœlar þeirra sungu slíka sálma. Þeir sáu, aS þrœlarnir voru glaSir og hrifnir, er þeir sungu viS raust, og þeir óttuSust, aS eitthváS illt byggi undir. Einn er sá strengur, sem oft er sleginn í sálmum negranna. ÞaS er hvatningin um aS búa sig undir eilífa lífið. KRISTILEGT SKOLABLAÐ 19

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.