Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 19
r
Purpuraklæðið og þYrnikórónan
V______________________________
1 hinu forna ríki Babýlon var um hver áramót
haldin nýárshátíð. Mun sú hátíð hafa tiðkazt meðal
þjóða þar eystra um þúsundir ára. Hún fór fram á
vorin, í marz—apríl eftir okkar tímatali, og stóð yfir
í fimm daga. Þá var allt á öðrum endanum, í orðsins
fyllstu merkingu, því að þá var öllu snúið við og hent
gaman að hlutunum. Hátíðin snerist að miklu leyti
um skopkonung, sem kjörinn var til þess að ríkja í
fimm daga. Voru miklar skrúðgöngur farnar honum
til heiðurs, og fékk hann aðgang að hýbýlum hins
rétta konungs og gat látið sem hann lysti. En þetta
var grátt gaman, því að þegar valdadagar hans voru
á enda, var hann tekinn af lífi og færður að nýárs-
fórn.
Á dögum Rómverja tíðkuðust svipaðar hátíðir á
ýmsum stöðum við Miðjarðarhafið, og benda likur
til, að þær hafi átt rætur sínar að rekja til Austur-
landa. Þessar hátíðir hófust líka með „konungskjöri“,
og að þeim loknum var konungi fórnað. Síðar kom
mannslíkan í stað lifandi manns, og þóttust menn
brenna hann eða grafa eða honum var kastað í ána
Tiber. Hátíðir þessar munu hafa verið vinsælar í
rómverska hernum. Hermennirnir völdu skopkonung
og gerðu sér glaðan dag með honum. Oft varð dauða-
dæmdur afbrotamaður fyrir valinu. Stundum var
konungurinn valinn úr hópi hermannanna með hlut-
kesti. 1 leikslok varð hann að gjalda tignar sinnar
með lífinu. — Á fjórðu öld var í rómverska hern-
um kristinn maður, sem Dacíus hét. Árið 303 dvald-
ist hann í herbúðum við Dóná. Þegar nýárshátíðin
nálgaðist, vörpuðu hermennirnir hlutkesti um skop-
konunginn, og kom upp hlutur Dacíusar. En hann
kaus að láta heldur lífið strax en taka þátt í þessum
grimmilegu leikjum og verða fómað heiðnum goð-
um.
Guðspjöllin segja frá því, að hinir rómversku her-
menn Pílatusar hafi smánað Jesúm frá Nazaret, þeg-
ar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir. 1 Mark. 15,
15—20 segir svo:
„Með því að Pilatus vildi gjöra mannfjöldanum til
geðs, gaf hann þeim Barrabas lausan og lét húð-
strýkja Jesúm og framseldi hann til krossfestingar.
Og hermennirnir fóru burt með hann, inn í höllina,.
sem er landshöfðingjasetrið, og kalla saman alla her-
sveitina. Og þeir færa hann í purpuraskikkju og flétta
þyrnikórónu og setja á hann. Og þeir tóku að heilsa
honum: Heill vertu, Gyðingakonungur! Og þeir slógu
hann í höfuðið með reyrstaf og hræktu á hann og
féllu á kné og veittu honum lotning. Og er þeir höfðu
spottað hann, færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni
og færðu hann í hans eigin klæði. Og þeir fara út
með hann til að krossfesta hann.“
Ýmsir telja, að hér hafi hermennimir verið að gera
Jesúm að skopkonungi. Þetta var einmitt á þeim tima
ársins, sem hátíðimar stóðu yfir, og Pílatus hefur
bætt gráu ofan á svart með þvi að leyfa þeim að'
henda gaman að frelsaranum, áður en hann yrði líf-
látinn á krossinum, samkvæmt úrskurði hans.
urnar fyrir þig, þannig að þú mættir öðlast frelsi og
eilift líf? Eða heldurðu áfram að hafa augun lokuð
fyrir því, að þú ert hlekkjaður af syndum þínum? Eng-
inn þræll eða fangi gæti neitað, ef honum væri gefið
líf og frelsi. Þannig er það með okkur mennina; við
erum eins og fangelsaðir, en við eigum samt einn,
sem hefur gefið okkur frelsið og líf, Jesúm Krist.
Hver getur þá sagt nei?
Getur þú sagt nei? Við þig, sem ekki hefur tekið
á móti Jesú sem þínum persónulega frelsara, vil ég
segja: Dragðu það ekki lengur. Það er ekki bara fyrir
gamla fólkið að trúa og fylgja Guði, það er líka fyrir
okkur, sem ung erum, því að við vitum ekki, hve-
nær það getur verið of seint.
Styrki þig GuS aS velja veginn rétta,
vizkan og náSin sveig úr rósum flétta,
undan þér fer hann, friSarmerkiS ber hann,
frelsari er hann.
KRISTILEGT SKOLABLAÐ \J