Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 28

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 28
Borgarmúrar Jeríkó grafnir upp. Enn stendur hluti af elzta múrnum (neðst í gryfjunni), og er hann 6—7 111 á hæð, honum mikilsverðar upplýsingar. H'.g sama má segja um fornleifafræðinginn. Hinir þýðingarminnstu hlut- ir geta reynzt honum lykillinn að hvcrjum þætti hins liðna tíma og — þegar allir hafa verið settir í sam- hengi — gert honum kleift að draga upp mynd af liðinni sögu hins byggða bóls. Með þcssum nútíma- nákvæmnisaðferðum hefur teklzt að lesa byggðasögu borga í Palestínu, og sjást t d. greinilega tímamótin við landnám Israelsmanna á 13. öldinni f. Kr. Einn- ig fást markverðar upplýsingar menningarsögulegs eðlis um líf Israelsþjóðarinnar öld fram af öld. Mik- ilsverða þekkingu veittu einnig fundir utan Pale- stinu Þannig mátti . d. lesa söguna um atburði þá, sem greint er frá í 2. Konungabók í samtímaheim- ildum Assýríumanna sjálfra, þar sem Sanheríb kon- ungur greinir frá umsátri sínu um Jerúsalem 701 f. Kr., og voru tilefni sumra prédikana þeirra, sem geymdar eru í bók Jesaja. Fundur Lakis-„bréfanna“ svonefndu á 4. tug tuttugustu aldarinnar, er Bretar grófu upp hina fornu Lakís, vörpuðu ljósi á atburð- ina á tímum Jeremía. Þannig sannaði fornleifafræð- in á margvíslegan hátt, að hinn sögulegi rammi Bibl- íunnar var réttur. Vantraust það á sögugildi Bibl- íunnar, sem varð all-útbreitt um aldamótin síðustu, þokaði því smám saman fyrir æ jákvæðara mati á hinu mikla sögugildi Biblíunnar. Geysimikið starf hefur verið unnið í fornleifafræði Palestínu og fjöl- margir staðir rannsakaðir og grafnir upp. En merk- astir og stærstir hafa þessir uppgreftir verið og skil- að mestu um framþróun hinnar vísindalegu aðferðar: Uppgröftur Harvard-háskóla í Samaríu (1908-— 1910) og uppgröftur á sama stað undir stjóm Bret- ans J. W. Crowfoot (1931—1935), uppgröftur Ame- rican Schols of Oriental Besearch í Tell Beit Mirsim undir stjóm hins fræga ameríska fomleifafræðings W. F. Albrights (1926—1932), Austurlandastofnun- arinnar við Chicago-háskóla í Megiddo (1925—1939), Háskólasafnsins í Philadelphíu í Beth-shan (1921— 1933), brezka leiðangursins í Lakís (1932—1938), og hinn mikli uppgröftur í Jeríkó, sem hófst 1951, undir stjórn hins fræga brezka fornleifafræðings Miss Kthleen Kenyon. Má geta þess hér til gamans, að Jeríkó er nú sönnuð að því að vera elzta borg ver- aldar, sem þekkt er. Mikilsverðar upplýsingar hafa fengizt við þessar rannsóknir, er draga upp mynd af baksviði hinnar biblíulegu sögu. Þannig vitum við gjörla af Nuzi- töflunum, sem fundust í nánd við Nínéve, að sög- urnar um Abraham koma heim við háttu manna og siði á öndverðu 2. árþúsundinu f. Kr., en ekki á næsta árþúsundi. Em því ættfeðrasögumar mjög fornar. Og kemur okkur raunar annars staðar frá þekking á þeirri gerð trúarsiða, sem þar greinir. Sagan um dvöl ísraels í Egyptalandi hefur fengið á sig nýstárlegan raunveruleikablæ við það, að lýsingarnar koma heim við þekkingu nútímans á þjóðlífi þess tíma í ná- grenni Egyptalands, sér í lagi hinna svokölluðu Ha- bírú-þjóðflokka. Fomleifasaga borganna í Kanaan kemur heim við elztu þætti landnámssögunnar í Jósúabók og Dómarabók, þótt aðrir þættir hennar hafi aðra framsetningu, en fall Jeríkó er alger gáta eftir nýjustu niðurstöðum að dæma. Hið róstusama dómaratímabil og tímaskeið það, er Israelsmenn áttu hvað nánust skipti við Kanverja, menningu þeirra og átrúnað, er nú vel kannað m. a. eftir hinar miklu rannsóknir á kanverskum bókmenntum frá Bas Schamra, og hin undurfagra leirkera-skreytingalist Fílistanna er vel þekkt. Menn geta spókað sig í kvöld- svalanum uppi á Sáls Gíbeu, skoðað rústimar, sem 26 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.