Skák - 15.02.1956, Blaðsíða 14
Ai innlendum vettvangi
Frn Taflfálngi S(okks«*yrsir
Nýlokið er innanfélagskeppni,
og var teflt í tveim flokkum. —
í I. flokki varð efstur Hannes Ing-
varsson, hlaut 5% vinning. Röðin
í I. flokki varð annars þessi:
1. Hannes Ingvarsson 5% v.
2. Gunnar Jósteinsson 4 v.
3.—5. Guðfinnur Ottósson 3 v.
3.—5. Óskar Eyjólfsson 3 v.
3.—5. Frímann Sigurösson 3 v.
6. Sigurður Bjarnason 1% v.
7. Pétur Guðmundsson 1 v.
í II. flokki varð röðin þessi:
1.—2. Hjörtur Sæmundsson 2% v.
1.—2. Helgi Guðmundsson 2% v.
3. Jón Hraundal 1 v.
4. Guðjón Bjarnason 0 v.
Hraðskákkeppni var háð að mót-
inu loknu og sigraði Frímann Sig-
urðsson, hlaut 7 vinninga.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 10. febr. s.l. Stjórnin var öll
endurkosin, en hana skipa þeir
Frírnann Sigurðsson, formaður,
Óska'r Eyjólfsson, varaformaður,
Björgvin Sigurðsson, ritari, Pétur
Guðmundsson, gjaldkeri, og Guð-
finnur Ottósson, meðstj.
Hin árlega sveitakeppni taflfé-
laganna í Arnessýslu fór fram
fyrir stuttu síðan. Fjögur félög
tóku þátt í keppninni og var teflt
um vandaðan farandbikar. — Úr-
slit urðu þau, að Taflfélag Stokks-
eyrar sigraði, hlaut 17 v. af 30.
Teflt var á 10 boröum. — Önnur
úrslit, sjá töflu.
1 2 3 4 V.
1. Taflfélag Stokkseyrar — 5% 6 5% 17
2. Taflfélag Selfoss 4% — 5% 6% 16%
3. Taflfélag Hraungerðishrepps 4 4Ú2 — 6 14%
4. Taflfélag Hveragerðis 4 % 3% 4 — 12
Fyrir nokkru síðan fór fram símskákakeppni á 8 borðum við Tafl-
félag Patreksfjarðar, og sigruðu Stokkseyringar með 6 v. gegn 2. —
Einstök úrslit urðu þessi:
Stokkseyri:
1. Tómas Böðvarsson ........ %
2. Hannes Ingvarsson ....... 1
3. Gunnar Jósteinsson ...... 1
4. Guðfinnur Ottósson ...... %
5. Óskar Eyjólfsson ........ %
6. Frímann Sigurðsson ...... 1
7. Björgvin Sigurðsson ..... %
8. Sigtryggur Ingvarsson .., 1
6
Patreksf jörður:
Þorvaldur Thoroddsen ...... %
Snorri Gunnlaugsson ....... 0
Trausti Árnason ........... 0
Dagbjartur Gíslason........ %
Gísli Bjarnason ........... %
Haraldur Jósteinsson ...... 0
Hannes Finnbogason ........ %
Steingrímur Sigfússon ..... 0
2
Eins og sjá má hér að ofan, er starfsemi Taflfélags Stokkseyrar
með miklum blóma. Meðlimatala þess er um 30, og húsnæði hefur
félagið á Hótel Stokkseyri.
T I 1 A $ K n I F E N » A
Gjalddagi blaðsins var 1. janúar s.l. Póstkröfur hafa þegar
verið sendar til áskrifenda, og er þess vænzt að þeir leysi þær
út sem allra fyrst, þvi hagur og velferð blaðsins byggist á því,
að ailir geri skil.
Fjöltolli Bont Larsens.
Við 41 starfsmann Sameinaðra
verktaka á Keflavfkurflugvelli 2.
febrúar s.l. — Vann 36, tapaði 1
og gerði 4 jafntefli. — Við 51 á
Selfossi 3. febr. s.l. Vann 41, tap-
aði 6 og gerði 4 jafntefli. — Við
44 stúdenta í Reykjavík 4. febr.
Vann 21, tapaði 8 og gerði 15
jafntefli. — Við 81 á vegum T. R.
6. febr. Vann 46, tapaði 9 og gerði
26 jafntefli.
AIls tefldi Larsen við 217 manns.
Af þeim vann hann 144, tapaði
24 og gerði 49 jafntefli. Hefur
hann því hlotið rúm 77%, sem er
prýðilegur árangur. Mikla athygli
vakti það, hve fljótur Larsen var,
en yfirleitt lauk hann fjölteflun-
um á 4—5 klst., nema eðlilega því
síðasta, sem stóð yfir í tæpar 8
stundir.
Verölaunaafhending
Sunnudaginn 5. febrúar s.l. efndi
stjóm Skáksambands íslands til
sameiginlegrar kaffidrykkju og
verðlaunaafhendingar í sambandi
við einvígi þeirra Friðriks Ólafs-
sonar og Bent Larsens, um Norð-
urlandatitilinn. — Sigurður Jóns-
son, forseti Skáksambands ís-
lands, setti hófið. Guðm. Arnlaugs-
son flutti ræðu, og rakti hann m.
a. sögu Skákþings Norðurlanda.
Ambassador Norðmanna, Torgeir
Andersen-Rysst, afhenti því næst
verðlaun. Bent Larsen hlaut fagr-
an bikar, gefinn af Hákoni VII,
Noregskonungi. Friðrik hlaut silf-
urskál, gefna af borgarstjórn Osló-
borgar. — Þessu næst afhenti Sig-
urður Jónsson þeim Larsen og
Friðrik sérstök heiðursverðlaun
Skáksambands íslands, en þau
voru kr. 2500 til Larsens, og kr.
1500 til Friðriks, en þeir þökkuðu
með nokkrum orðum. — Óperu-
söngvaramir Guðmundur Jónsson
og Kristinn Hallsson skemmtu
með einsöng og tvísöng, en Fritz
Weisshapel lék undir.
Sátu menn þarna í góðum fagn-
aði fram eftir degi, en hófinu lauk
um kl. 7 síðdegis.
Veizlustjóri var Elís Ó. Guð-
mundsson.
Skákþinjí Reykjavlkur.
Þegar blaðið fór í prentun voru
tvær umferöir eftir í meistarafl.
(Framh. á bls. 32).
26 S KÁK