Skák - 15.04.1956, Blaðsíða 10
SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 1956
Benóný Benediktsson efstur í meistaraflokki.
Skákþing Reykjavíkur var háð
á tímabilinu 7. febrúar til 12. marz
s.l. Þátttaka var mjög glæsileg,
eða alls 122 manns, sem skiptust
þannig i flokka: í meistaraflokki
22, I. flokki 14, II. flokki 38 og
í Unglingaflokki 48. Síðastnefndi
flokkurinn var stofnaður í ofan-
greindu móti, og sýnir þátttakan
ijóslega hinn vaxandi áhuga ungu
kynslóðarinnar fyrir skákíþrótt-
inni.
Meistaraflokkur.
Þar voru keppendur 22 eins og
áður segir, og voru tefldar 9 um-
ferðir eftir svissneska kerfinu. —
Úrslit urðu þau, að efstur varð
Benóný Benediktsson, hiaut 7 v.,
tapaði einni skák. Með sigri sínum
hlýtur hann titilinn Skákmeistari
Reykjavíkur 1956, en auk þess öðl-
ast hann réttindi til þátttöku í
næstu Landsliðskeppni. — Benóný
tók forustuna þegar í byrjun og
hélt henni fram í síðustu umferð,
er hann beið ósigur fyrir Páli
Jónssyni.
Skákstill Benónýs er oft mjög
frumlegur og sérkennilegur. Um
hann hefur Guðmundur Arnlaugs-
son komist svo að orði:
„Benóný Benediktsson er áreið-
anlega einn hinna sérkennilegri af
íslenzkum skákmönnum. Tafl-
mennska hans hvílir meir af eðl-
isgáfum en kunnáttu. Taflbyrjun-
in er hans veikasta hlið. Hann
byggir taflstöðuna hægt og oft
þunglamalega, og veitir þá stund-
um andstæðingnum færi á að ná
yfirtökunum. En í miðtaflinu er
Benóný stórhættulegur andstæð-
ingur. Hann er taktiskur fyrst og
fremst, einfaldar stöður með hrein-
um linum eru ekkert fyrir hann,
en í gruggugum taflstöðum er
hann fullur af taktískum glettum,
sem vandi er að sjá við. Og kom-
ist hann í bein sóknarfæri, er eins
og hann finni beztu leiðina af
eðlishvöt ....“.
Næstur Benóný og jafn að vinn-
ingum, varð Jón Einarsson, tapaði
einni skák. En þar sem teflt var
eftir svissneska kerfinu, hreppti
Benóný Benediktsson,
Slcákmeistari Reykjavíkur.
Benóný fyrsta sætið samkvæmt
stigaútreikningi.
Önnur úrslit, sjá töflu.
I. flokkur.
Þar urðu efstir þeir Bragi Þor-
bergsson og Samúel Jónsson, hlutu
loy2 V. af 13. — Þeir flytjast báð-
ir upp í meistaraflokk, þar eð þeir
hlutu 80% vinninga. — Röð kepp-
enda varð annars þessi:
1.—2. Bragi Þorbergsson 10V2 v.
1.—2. Samúel Jónsson 10% v.
3.—4. Peter Nagel 9 v.
3.—4. Sigurður Gunnarsson 9 v.
5. Ólafur Magnússon 8J/2 v.
6. Haraldur Sveinbjörns. 7%
7. Gunnar Hvammdal 7 v.
8. Jónas Jónsson 6y2 v.
9. Sigurður Bogason 5% v.
10.—12. Knud Kaaber 4 v.
10.—12. Birgir Ólafsson 4 v.
10. —12. Svavar Svavarsson 4 v.
13. Hákon Hafliðason 1 y2 v.
14. Jóhannes Lárusson % V.
11. flokkur.
Þar var keppendum skipt í 4
riðla, og urðu úrslit sem hér segir:
A-riðill: 1. Guðmundur Arons-
son 8% v., 2. Jóhann Sigurjónsson
7y2 v., 3. Holger Clausen 6 v., 4.
Sverrir Bjamason 4% v., 5.—8.
Júlíus Loftsson, Gunnar Petersen,
Bjöm V. Þórðarson og Magnús
Jónsson 4 v. hver, 9. Snorri Jón-
asson 2 v., 10. Sveinbjöm Sigurðs-
son y2 v.
Tveir efstu flytjast upp í I. fl.
B-riðill: 1. Ríkharður Krist-
jánsson 6% v., 2.—3. Þorsteinn
Priðjónsson og Brynleifur Jónsson
6 v., 4. Ragnar Kristjánsson 4%
V., 5.—6. Einar Lárusson og Hann-
es R. Jónsson 3 y2 v., 7.—8. Gunn-
laugur Hjálmarsson og Haraldur
Sæmundsson 3 v., 9. Baldur Þórð-
arson 0 v.
Efsti maður flytzt upp í I. flokk.
C-riðill: 1. Gylfi Magnússon 7%
V., 2. Ólafur Gíslason 6y2 v., 3.
Stefán Briem 6 v., 4. Þórketill
Sigurðsson 5% v., 5.—6. Magnús
Kristinsson og Marteinn Davíðs-
son 4y2 v., 7. Egill Valgeirsson 4
V., 8. Björgvin Guðmundsson 3 v.,
9. Oddur Þorleifsson 2% v„ 10.
Sigmar Pétursson 0 v.
Efsti maður flytzt upp í I. flokk.
D-riðill: 1.—2. Grétar Haralds-
son og Bjöm Höskuldsson 6% v„
3. Finnbogi Ingibergsson 5J/2 v„
4. Guðmundur Jónasson 4% v„
5. —8. Jafet Sigurðsson, Agnar
Höskuldsson, Sigvaldi Sigurgeirs-
son og Magnús Sólmundarson 3 v„
9. Daníel Benjamínsson 1 v.
Tveir efstu flytjast upp í I. fl.
U nglingaf Iokkur.
Þar voru tefldar 9 umferðir eft-
4D S KAK