Bautasteinn - 01.04.2004, Síða 3
Það verður farið að halla sumri, þegar
aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands
(KGSÍ) verður haldinn á Ísafirði, þann
11. september n.k. Fundurinn verður
haldinn í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju,
sem er stórglæsileg bygging er tengist
kirkjunni. Þar verður margt til umræðu
enda dagskrá fundarins fjölbreytt. Auk
venjulegra aðalfundastarfa verða eftir-
farandi málefni á dagskránni:
• Bygging Ísafjarðarkirkju og tilfærsla
í kirkjugarði vegna byggingarinnar.
• Framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs
segir frá helstu verkefnum sem
Kirkjugarðasjóður hefur styrkt á Vest-
fjörðum.
• Sagt verður frá frumvarpi um
breytingar á lögum um kirkjugarða
sem lagt verður fram á þinginu í
haust og gerir ráð fyrir nýju tekju-
fyrirkomulagi kirkjugarða.
• Breytingar á rekstri KGSÍ og In
Memoriam ehf.
• Sagt verður frá lokaundirbúningi
norrænnar ráðstefnu um málefni
kirkjugarða og bálstofa sem verður í
Reykjavík í ágúst 2005 – dagskrár-
drög birt.
• Gardur.is – nýjar áherslur.
Makar fundarmanna verða boðnir í
kynnisferð um Ísafjörð og nágrenni og
sameiginleg skemmtun verður um
kvöldið.
Aðalfundargögn verða send út í byrjun
ágúst og einnig gögn vegna herbergja-
pantana. Nánari upplýsingar fást hjá
Þórsteini og Sigurjóni í síma 585-2700.
3
LAGAFRUMVARP LAGT FRAM Í HAUSTÞINGINU
Næsti aðalfundur
Útgefandi:
Kirkjugarðasamband Íslands
Ábyrgðarmaður:
Þórsteinn Ragnarsson
Afgreiðsla:
Skrifstofa KGRP, Fossvogi
Sími: 585 2700, Fax: 585 2701
www.kirkjugardar.is
BAUTASTEINN Útgefandi: Kirkjugarðasamband Íslands 1. tölublað 9. árgangur apríl 2004
Nýr kirkjugarður á Hvolsvelli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 4
Alltaf verið vinnuglaður - viðtal við Silla á húsavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 6
Fjölbreyttur gróður í Hólavallagarði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 12
Nokkur fásén grafartákn eftir Björn Th. Björnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 14
Kirkjugarðurinn í Hnífsdal endurbættur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 20
100 rúmmetrar af rusli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .bls. 23
Forsíðumyndin
er af minnisvarða
um horfna í
Gufuneskirkjugarði.
Ljósm.: Friðþjófur
Helgason.
Síðastliðið haust lagði dóms- og
kirkjumálaráðherra fram á kirkjuþingi
tillögu að þingsályktun um nýjan
grundvöll að ákvörðun kirkjugarðs-
gjalds og skiptingu þess. Hugmynda-
fræði tillagna ráðherra er byggð á
sama grunni og gjaldalíkan Kirkju-
garðasambands Íslands (KGSÍ) sem
kom út í skýrsluformi í mars 2003 og
felst m.a. í því að hver kirkjugarður fái
rekstrarfé sem nægi til að annast um
garðinn í samræmi við lagaskyldur
hans í réttu hlutfalli við umsvif og
kostnað við þann lögboðna rekstur.
Í nefndaráliti fjárhagsnefndar kirkjuþings kom fram að
nefndin skilur tillögu kirkjumálaráðherra á þann hátt, að
fjárveitingar ríkisins til kirkjugarða verði framvegis fólgnar í
lögbundnu framlagi, sem hækkar m.v. almennar forsendur fjár-
laga og eykst í samræmi við stækkun grafarsvæða í umhirðu
(fjölgun fermetra) og fjölgun greftrana. Framlag ríkisins ár
hvert mundi byggjast á eftirfarandi:
• Uppfærð heildarfjárhæð nýliðins árs, verðtryggð.
• Stækkun grafarsvæða milli ára.
• Fjölgun greftrana milli ára.
Fjárhagsnefnd lagði áherslu á að fulltrúar Kirkjugarðaráðs
væru hafðir með í ráðum við gerð nýs lagatexta og nánari
útfærslu tillögunnar. Kirkjuþingið samþykkti síðan ályktun
ráðherra og heimilaði fyrir sitt leyti flutning lagabreytingar þar
að lútandi í samræmi við nefndarálit fjárhagsnefndar.
Snemma á þessu ári kom ráðherraskipuð nefnd saman til að
útfæra nánar þær tillögur sem samþykktar voru á kirkjuþingi.
Haldnir hafa verið nokkrir fundir og hafa þegar verið mótaðar
tillögur um lagabreytingar til að koma á hinni nýju skipan.
Jafnframt hefur verið unnið að útreikningum varðandi þá
viðbót sem kirkjugarðar fá við stækkun grafarsvæða og fjölgun
greftrana.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra mun væntan-
lega leggja fram ríkisstjórnarfrumvarp um breytingar á kirkju-
garðalögum á þinginu í haust og stefnt er að því að nýja
fyrirkomulagið um nýjan grundvöll að ákvörðun kirkjugarðs-
gjalds og skiptingu þess taki gildi 1. janúar 2005.
Þórsteinn Ragnarsson
Þórsteinn Ragnarsson
formaður Kirkjugarða-
sambands Íslands.
Ritstjórn:
Benedikt Ólafsson
Guðmundur Rafn Sigurðsson
Sigurjón Jónasson
Umsjón:
Hulda G. Geirsdóttir
Umbrot og prentun:
GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja