Bautasteinn - 01.04.2004, Qupperneq 5
Nú á dögunum komu til landsins tveir
danskir steinsmiðir frá fyrirtækinu Poul
Hansens Stenhuggeri. Þeir félagar,
Flemming Brian Nielsen og Rico
Skovgaard, voru hingað komnir á vegum
Kirkjugarða Reykjavíkur til að ástands-
skoða Hólavallagarð í Reykjavík, en ætl-
unin er að þeir muni vinna að viðgerðum
á ýmsum eldri steinum í garðinum. Vinn-
an við viðgerðirnar felst m.a. í því að taka
legsteinana niður og smíða nýjar undir-
stöður undir þá, hreinsa steinana og gera
við þá og setja þá svo upp aftur. Danirnir
hafa áralanga reynslu af sambærilegri
vinnu í Kaupmannahöfn og víðar, en átak
hefur verið gert í varðveislu minningar-
marka í mörgum dönskum görðum eftir
að í óefni stefndi. Þeir segja viðbrögð
Dana góð við þeirri vinnu og fólk kunni
að meta það þegar kirkjugörðunum er vel
viðhaldið.
Aðspurðir segja þeir mikla vinnu
framundan hér á landi og margt megi
laga í Hólavallagarði. „Steinarnir hér eru
þó margir hverjir í ágætu ástandi, en
undirstöðurnar slæmar. Megináherslan
verður því á viðgerðir og endurbyggingu
á undirstöðum og svo hreinsun steinanna.
Það er gaman að sjá hversu marga glæsi-
lega steina er að finna hér, stóra steina
sem hefur þurft að flytja inn með ærnum
tilkostnaði. „Starfsmenn KGRP munu sjá
um viðgerðir á undirstöðum og undirbúa
komu Dananna sem munu snúa aftur til
Íslands í ágúst og vinna þá að viðgerðun-
um um tveggja vikna skeið. Þeir segjast
hlakka til og að vinnan á Íslandi sé góð til-
breyting frá vinnunni heima í Danmörku
þar sem mestur tími þeirra fer í að vinna
fyrir listamenn og myndhöggvara.
ánægju með nýja garðinn og við erum spenntir að sjá hvernig
hann kemur út í sumar með meiri gróanda.“
Safnaðarheimilið orðið þjónustuhús
Í garðinum er lítið þjónustuhús sem áður gegndi hlutverki
safnaðarheimilis, en nú stendur yfir bygging á 80 fm
safnaðarheimili við kirkjuna sem leysir það gamla af hólmi.
Þjónustuhúsið mun hýsa verkfæri og vinnuaðstöðu fyrir
umsjónarnarmenn garðsins, auk þess sem til stendur að hengja
upplýsingar um garðinn og starfsemi hans utan á húsið. Aðstaða
í nýja garðinum er því öll að verða með besta móti og er rétt að
óska Rangæingum til hamingju með þennan fallega nýja
kirkjugarð sem svo vel hefur tekist til með.
5
Mikil vinna framundan
- segja danskir steinsmiðir um ástand legsteina í Hólavallagarði
Þetta fallega minnismerki stendur í miðjum kirkjugarðinum. Séð yfir garðinn.
Svona leit svæðið út áður en framkvæmdir hófust. Ljósm.: ÓH
Dönsku steinsmiðirnir frá Poul Hansens
Stenhuggeri. Flemming Brian Nielsen og
Rico Skovgaard við einn af stærri steinunum
í Hólavallagarði. Ljósm.: HGG