Bautasteinn - 01.04.2004, Page 7
7
ljós hafi komið að hans kynslóð hafi
brugðist í þessum málum. „Kynslóðin á
undan virðist hafa haft þessar upplýsingar
á hreinu en mín kynslóð hefur brugðist og
upplýsingar um leiði hafa týnst. Á köflum
varð þetta eins og að ráða gátu og ég hafði
gaman af því. Sem dæmi fann ég á kortinu
legstæði þar sem sagði að Freyja Eiríks-
dóttir lægi grafin, en í kirkjubókunum var
enga Freyju að finna. Ég brá því á það ráð
að spyrja mér eldra fólk og mér er sérstak-
lega minnistæð ein kona sem leysti úr
mörgum spurningum mínum. Þegar ég
spurði hana um Freyju sagði hún: „Freyja
- hét hún ekki Freygerður, fyrri kona Hall-
mars Helgasonar, systir Halldórs Eiríks-
sonar, sem var faðir Valdimars Halldórs-
sonar, sem er faðir skólastjórans okkar?“
Þetta reyndist hárrétt hjá þessari öldruðu
konu og hún leiðbeindi mér og hjálpaði
mér mikið með margar fleiri fyrirspurnir.
Ég teiknaði síðan kort eftir þessum nýju
heimildum. Í þrjú ár gekk ég með spurn-
ingalista í vasanum og notaði hvert tæki-
færi sem gafst til að grafa upp heimildir.“
Annað dæmi nefnir Silli þegar hann leit-
aði upplýsinga um Þorstein Jónsson
nokkurn sem á kortinu var sagður grafinn
við hlið Petrínu Jónsdóttur, en það passaði
ekki því samkvæmt gögnum var Þorsteinn
Jónsson í reynd grafinn annars staðar í
garðinum. „Ég fór því að leita, en bróðir
Petrínu hafði alltaf gengið undir nafninu
Steini Mýra, og ég fór að spyrja hvort
hann hefði heitið Þorsteinn Jónsson og
flestir sem ég spurði töldu svo vera. Svo
var ég á samkomu og þar var gamla konan
sem hafði svo oft hjálpað mér, Kristín í
Hringveri, og hún sagði að hann hefði
heitið Sigursteinn og ég gæti spurt
frænku hans Sigríði frá Vargsnesi sem
þarna var líka stödd. Það stemmdi allt
saman og þá kom í ljós að þarna lágu
systkinin hlið við hlið, þ.e. Petrína og Sig-
ursteinn, en ekki Þorsteinn. Ég gæti nefnt
mörg svona dæmi þar sem mér tókst að
hafa upp á réttum nöfnum eða legstæðum
og gat fundið út hver lá í ómerktu leiði eða
leiðrétt vitlausa merkingu og það örvaði
mig til dáða.“
Bara byrjunin
Silli var þrjú ár að skrá garðinn á Húsa-
vík og nú eru öll leiði þar skráð utan eitt,
en sú vinna reyndist bara vera byrjunin. Í
dag hefur hann skráð alla kirkjugarða í
prófastsdæminu, teiknað og samið leg-
staðaskrár, en garðarnir eru alls 21. Auk
þess hefur hann tekið þrjá garða í Skaga-
firði fyrir, en Silli á ættir sínar að rekja
þangað. Silli hefur líka gert teikningar og
skrár yfir heimagrafreiti í Þingeyjarpró-
fastdæmi, sem eru einnig 21 að tölu. „Þeg-
ar skráningunni á Húsavík var lokið fór ég
að skoða kirkjugarðinn á Hofsstöðum í
Skagafirði þar sem móðir mín var fædd.
Ég skráði þann garð og svo garðinn á
Reynisstað þar sem frændfólk mitt var
líka. Svo var til mjög góð teikning af garð-
inum á Hólum í Hjaltadal, en legstaðaskrá-
in var ekki eins og ég vildi hafa hana og
því fór ég einnig í það mál. Síðan fór ég í
að skrá heimagrafreitina í Þingeyjarsýsl-
um en þeir eru víða, sumir upp til heiða
og aðrir fram til fjalla þar sem byggð er al-
veg aflögð. Í flestum þeirra liggja fáir, en
þó liggja í einum liggja yfir 30 látnir. „Til
dæmis fannst mér merkilegt að skoða
gögn frá Þönglabakka í Fjörðum, þar sem
ekki er lengur kirkja, en Þönglabakki var í
þá daga prestakall með tvær kirkjur, Flat-
ey á Skjálfanda og Þönglabakka. Þetta var
nú voðalega afskekkt þarna á Þöngla-
bakka, en prestur var þar til 1926. Ég fékk
upplýsingar um þá sem grafnir höfðu ver-
ið á Þönglabakka sjötíu ár aftur í tímann
frá 1926 og það voru rúmlega 200 manns.
Af því eru 72 börn og þrjátíu manns sem
höfðu farið í sjóinn, hugsið ykkur það.“
Silli hefur líka skráð stutt ágrip af sögu
hverrar kirkju og hvaða prestar hafa þjón-
að þar. Hann hefur skráð kirkjustaði, hálf-
kirkjur, bænhús og kuml. „Það er mikið ó-
unnið í sambandi við kuml og gaman væri
að afla frekari upplýsinga þar um.“
Hér sýnir Silli okkur gömlu Machintosh SE tölvuna sína sem hann skráir öll sín gögn inn á.
Silli á margar möppur fullar af upplýsingum um kirkjugarða og kirkjustaði. Allt þetta hefur
hann skráð skipulega og markvisst.