Bautasteinn - 01.04.2004, Síða 12

Bautasteinn - 01.04.2004, Síða 12
12 Gróðursetning hefst upp úr 1900 Talið er að notkun trjágróðurs á leiði hafi hafist upp úr 1900 í garðinum en al- menn gróðursetning á árunum á milli heimsstyrjaldanna. Skipulagsnefnd kirkju- garða hafði frumvæði að skráningu gróð- urfarsins og um leið var óskað eftir tillög- um um hvar skyldi grisja. Oft er það mats- atriði hvaða tré skuli grisja, sérstaklega í kirkjugörðum, þar sem tilfinningar geta verið tengdar ákveðnum plöntum og því nauðsynlegt að vinna slíkt verk í sem mestri sátt við aðstandendur þeirra er í garðinum hvíla. Markmiðið með grisjun- inni er hins vegar að skapa betri vaxtar- skilyrði fyrir þau tré sem eru heilbrigð og gróskumikil samhliða því að hleypa meiri birtu inn í garðinn og skapa þannig um leið betri vaxtarskilyrði fyrir grasið og undirgróðurinn í garðinum. Óli Valur seg- ist hafa merkt hluta af þeim gróðri sem hann taldi orðið mál að fjarlægja. „Sumt af því er orðið of gamalt eða skyggir of mikið á eitthvað annað og það þyrfti að fjarlægja til að leyfa öðrum gróðri að njóta sín bet- ur.“ Garðurinn mér hugleikinn Óli Valur er garðyrkjumaður að mennt, lærði hér heima og síðar erlendis, bæði í Danmörku og Þýskalandi þar sem hann dvaldi á stríðsárunum. Þegar hann sneri heim hóf hann störf hjá Garðykjuskólan- um og starfaði þar sem kennari í átta ár. Síðan gerðist hann landsráðunautur í garðyrkju hjá Búnaðarfélagi Íslands. „Þá ferðaðist ég vítt og breitt um landið, heim- sótti þorp og kaupstaði og starfaði svo auðvitað líka með bændum, bæði gróður- húsabændum og þeim sem ræktuðu mat- jurtir utandyra. Þannig að maður fór víða og kynntist mörgum, en í sjálfu sér hafði ég aldrei nein afskipti af kirkjugörðum fyrr en núna. Þessi garður er mér hins vegar hugleikinn því hér er móðir mín og fleira af mínu fólki jarðsett. Móðir mín sótti mikið í kirkjugarðinn á sínum tíma til að lagfæra leiði okkar fólks og ég fylgdi henni á þeim tíma. En ég man þó ekki eft- ir miklum trjágróðri í garðinum þegar ég var barn, en þeim mun meira af fjölærum plöntum var hér að finna. Sennilega hefur sá gróður hopað þegar trjágróðurinn breiddi meira úr sér. Það var aldrei mikil umferð í garðinum, en einhverjir sinntu þó leiðum vel.“ Lærum af reynslunni Gróðursaga garðsins er ekki löng, telst í nokkrum tugum ára, en í dag er garður- inn þó einn gróðursælasti reitur borgar- innar. Upphafið má rekja til þess að ætt- ingjar og aðstandendur gróðursettu ýmsar plöntur á leiði ástvina sinna. „Þetta voru að mestu leyti innfluttar plöntur og alls ekkert skipulag á gróðursetningunni. Í seinni tíð hefur þetta orðið að ákveðnu vandamáli, allt of þéttur gróður og óskipu- lagður sem skyggir á bæði birtu og yl. Það er ekki gott að kirkjugarðurinn sé dimmur og drungalegur. Svo þarf að skapa rými fyrir þær plöntur sem við vit- um að munu standa lengi, eins og t.d. álm og hlyn. Reyniviðurinn hefur stuttan lífald- ur hvað tré varðar og því kannski eðlilegra að grisja svolítið af honum, en það er mik- ið af honum í garðinum.“ Óli segir mikil- vægt að læra af reynslunni í gamla kirkju- garðinum, ljóst sé að trjágróður henti ekki Rúmlega 200 tegundir af plöntum í garðinum Óli Valur Hansson. Ljósmyndir: HGG Burknar vaxa meðal annars í garðinum og hér sýnir Óli Valur okkur einn slíkan. Guðmundur Rafn Sigurðsson frá Kirkju- garðaráði og Óli Valur skoða grein af hlyn. Sumarið 1999 gerði Óli Valur Hans- son garðyrkjuráðunautur úttekt á gróð- urfari í Suðurgötukirkjugarði í Reykja- vík og skilaði hann í kjölfarið skýrslu þar sem fram kom að rúmlega 200 teg- undir af trjám, runnum og fjölærum plöntum er að finna í garðinum.

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.