Bautasteinn - 01.04.2004, Page 19

Bautasteinn - 01.04.2004, Page 19
19 Skreytt kista frá 1923. Afstöðumynd - tillagan sem hlaut 1. verðlaun. Niðurstaða dómnefndar Í skýrslu dómnefndar eru birtar um- sagnir um tillögurnar. Um tillöguna sem hlaut 1. verðlaun segir: „Heildarskipulag er gott og umferðarkerfi um svæðið skil- virkt. Tillagan undirstrikar sléttuna í Leynimýri vel. Samspil skipulagðs svæðis og votlendis er sannfærandi þar sem vot- lendið teygir sig inn milli grafarhólma sem sjálfir eru formfastar og sjálfstæðar einingar. Kirkjugarðsklukkur í vatni eru einstaklega falleg hugmynd. Efnisval er vel útskýrt og tillagan er vel fram sett og vel unnin. Skógargrafir mynda skemmti- leg rými í austur- og suðurhluta garðs og skapa fallega umgjörð og afmörkun garðs- ins að byggðinni. Hugmynd um hljóðmön við Bústaðaveg er góð ábending til borgar- yfirvalda. Vikið er frá hefðbundinni stað- setningu sáluhliðs.“ Í lokaorðum skýrslunnar segir að framundan sé spennandi uppbyggingar- tímabil og samvinna hönnuða og þeirra er að keppninni stóðu. Undirbúningsfram- kvæmdir munu hefjast í ár og er stefnt að því að vígja garðinn innan fimm til sex ára. Víkurgarður við Aðalstræti þar sem nú er Fógetagarðurinn framan við hús Pósts og Síma. - Ljósm. Magnús Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Rústir biskupsstofu í Laugarnesi. - Fw. Howell / Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

x

Bautasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.