Bautasteinn - 01.04.2004, Síða 23

Bautasteinn - 01.04.2004, Síða 23
Á ráðstefnunni „Gróður er góður“ sem fulltrúar KGRP sóttu fyrir skemmstu kom m.a. fram að vegna fyrirsjáanlegra breytinga á reglugerðum muni kostnaður við förgun úrgangs aukast veru- lega á næstunni og kröfur um flokkun aukast. Þar sem Ísland er aðili að EES verður það að taka upp hluta af löggjöf ESB og eru úrgangsmál þar meðtalin. Í erindi sem Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, flutti á ráðstefnunni kemur fram að nýlega voru samþykkt lög um úrvinnslugjald og meðhöndlun úrgangs. Þessi lagasetning kemur í kjölfar Evróputilskipunar og mun breyta ýmsu er varðar úrgang, t.d. úr kirkjugörðum. Markmiðið er m.a. að minnka heimilissorp verulega á næstu árum, auk þess sem gjöld verða í auknum mæli lögð á hvað förgun varðar og þar gildir að „sá geld- ur sem veldur.“ Reikna má með að breytingar þessar feli í sér verulega aukna vinnu við flokkun og hreinsun í kirkjugörðum og telja starfsmenn KGRP að tími sé kominn til að fólk endurskoði hvað það kemur með í garðinn. Að sögn Guðrúnar Vilhjálmsdótt- ur starfsmanns Kirkjugarða Reykjavíkur hreinsuðu starfsmenn KGRP um 100 rúmmetra af rusli úr kirkjugörðunum eftir síðustu jól og hefur það magn aukist ár frá ári. „Við myndum gjarna vilja sjá hugarfarsbreytingu hjá fólki hvað þetta varðar. Sífellt fleira fólk kemur með alls kyns hluti og skilur eftir á leiðum, m.a. gler- krukkur sem springa undan kertum og greinar með alls kyns skrauti sem brotnar ekki niður í náttúrunni. Þetta verður því sí- fellt meiri vinna fyrir starfsfólk garðanna og með breyttum lög- um og reglugerðum mun þetta væntanlega þýða mikla kostnað- araukningu,“ segir Guðrún. „Óskandi væri að almenningur tæki þátt í því að breyta þessu með okkur því vitundarvakningar er þörf.“ Hægt er að kynna sér nýju lögin á vef Alþingis www.althingi.is en um er að ræða lög nr. 162/2003 og 55/2003. Steinsmiðja S. Helgasonar er elsta starfandi steinsmiðja lands- ins, stofnuð 1953. Á síðasta ári urðu eigendaskipti á þessu þekkta fyrirtæki þegar Finnbogi Alfreðsson og Sesselja Pétursdóttir festu kaup á Steinsmiðjunni. Að sögn Finnboga er markmið þeirra að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið hjá Steinsmiðju S. Helgasonar um árabil, en um leið að leggja áherslu á að nútímavæða fyrirtækið og bjóða upp á fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu fyrir alla lands- menn. Auk legsteina býður fyrirtækið upp á flísar, borðplötur, ar- inhillur, garðsteina, gjafavöru og sandblásið gler svo eitthvað sé nefnt. Finnbogi segir fyrirtækið nýta sér tölvutæknina og hún auð- veldi viðskiptavinum, ekki síst utan af landi, samskipti við fyrir- tækið. „Við erum með heimasíðu á netinu á slóðinni www.stein smidurinn.is og þar er hægt að kynna sér það sem við bjóðum upp á. Einnig bjóðum við fólki að senda okkur myndir á tölvu- tæku formi ef það vill panta eitthvað sérstakt, t.d. legstein sem á að vera eins og annar steinn sem viðkomandi hefur séð og tekið mynd af. Við teljum í sjálfu sér ekkert okkur óviðkomandi í þessu fagi og höfum t.d. unnið fyrir listamenn og séð um sérsmíði á ýmsum stöðum, t.d. í Seðlabankanum, Hæstarétti og á Hótel Nor- dica eins og sjá má á síðunni okkar.” Helstu steintegundir sem unnið er úr eru íslenskt basalt þ.e. blágrýti eða grágrýti og gabbró og líparít. Helstu erlendu stein- tegundirnar eru granít og marmari sem fluttar eru inn frá Mið- jarðarhafslöndunum, Norðurlöndunum og Kína. Áhugasamir eru hvattir til að skoða heimasíðu steinsmiðjunnar en þar má sjá sýn- ishorn af söluvörum þeirra og ljósmyndir af ýmsum verkum sem fyrirtækið hefur komið að. Steinsmíði í hálfa öld -Nýir eigendur að Steinsmiðju S. Helgasonar 100 rúmmetrar af rusli eftir jólin

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.