Alþýðublaðið - 13.02.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐID skpd. af fullverkuðum fiski. Salt- fiskafli botnvörpunga í Reykja- vík og Hafnarfirði telst árið 1925 rúml. helmingur af öllum aflan- um (54 a. h.), en rúmlega tveir fimtu árið áður (41 a. h.). Var afli þeirra 35 a. h, meiri síðast liðið ár heldur en 1924. „Lýðmentun.“ Nýlega er komið á bókamarkað- inn allmikið rit um franska skáld- ið og hugsjónamanninn Rousseau. Er höfundur ritsins Einar Olgeirs- son kennari á Akureyri. Er bókin fyrir margra hluta sakir merki- legt rit. Er þar margt skarplega athugað, og gefur ritið mjög skýra mynd af sálarlífi og braut- ryðjanda-starfsemi Rousseaus. Rit þetta er liður í fyrirhuguðu ritsafni, er nokkrir menn á Akur- eyri, þeir Þorsteinn M. Jónsson, Helgi Björnsson og Þórhallur Bjarnason ætla sér að gefa út, og á það að vera með svipuðu fyrir- komuiagi og enska alþýðuútgáf- an „Home University Library". „Lýðmentun“ á heildarheiti þessa fyrirhugaða ritsafns að vera. Verður því svo skift í flokka, og á 1. flokkurinn að heita „Heimssjá vísindánna". Ann- ar flokkur safnsins nefnist „Braut- ryðjendasögur", og er bók sú, er að ofan getur, fyrsta ritið í því safni. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Gunnlaugur Einarsson, Veltusundi 1, sími 693, og aðra nótt Clafur Gunnarsson, Laugavegi 16, sími 272. Alþýðublaðið er sex síöur í dag. Sjöviknafasta eða langafasta byrjar á morgun. Bolludagurinn er á mánudaginn kemur. Rúmrusk- ar og bolluáí, sem honum fylgja, eru ekki íslenzkar venjur, heldur fluttar hingað til lands eigi alls fyrir löngu. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Frið- rik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. 1 Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. 1 aðventkirkjunni kl. 6,30 e. m. O. J. Olsen. Stjórnarbylting. Við stjórnarkosningu í Stúdenta- félagi Reykjavíkur féll með miklum atkvæðamun við formannskosningu Kristján Albertsson, cand. phil., rit- stjóri „Varðar“, en kosinn var Theó- dór Líndal lögmaður. Botnia kom í gærkveldi. Linubátar, sem inn hafa komið, hafa fiskað mjög vel. Björnsbakari efnir til getraunar á bolludaginn um það, hve margar bollur það hafi selt um daginn. Verða vinningarnir átta. Hæsti vinningurinn verður 25 krónur. Hljómleikar Páls Isólfssonar í fríkirkjunni í gærkveldi voru afarfjölsóttir; kirkj- an troðfull. Enda má með sanni segja, að hljómleikar þessir séu með þeim allra merkustu, er hér hafa verið haldnir um langt skeið. Hljóm- leikarnir verða endurteknir í frí- kirkjunni á morgun kl. 2 e. h. Er hyggilegast fyrir menn að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, því búast má við, að þeir seljist upp fljót- lega. Togarinn Imperialist kom til Hafnarfjarð- ar af veiðum með 1100 kassa. Sakúntala, fornindverska sagan, sem Steingr. Th. þýddi árið 1886 og verið hefir ófáanleg lengi, fer nú að koma út í Sunnudagsblaðinu á morgun. Göturnar i bænum. Lítill drengur var nýlega leiddur eftir forugri götu í bænum. Þá sagði hann við mömmu sína: „Eru það ekki vondir menn, sem láta búa til svona vondar götur, mamma?“ Dr. Guðm. Finnbogason hefir gert nokkrar rannsóknir á orsökum til hljóðbreytinga í is- lenzku og heldur' um það fyrirlestur á morgun kl. 2 í Nýja Bíó að til- hlutun Stúdentafræðslunnar. — Sjá auglýsingu hér í blaðinu! Veðrið. Hiti mestur 6 stig, minstur 2 stiga frost (á Akureyri). Stormur og þoka í Vestm.eyjum. Annars staðar lygn- ara. Átt suðlæg og austlæg. Loft- Sænprdðkar, bæðiS undir- og yfir-,r![ein- og tvi- breiðir, seldir með ábyrgð, langödýrastir i Vnrnbúðinni, Frakkastíg 16. Litlu verður Vöggur íeginn. Nú sel ég mjölkurdösir (störar)]’á SOfaura. Gunnar Jönsson, Vöggur. — Símip580. MÆS F|H T langódýpust í Vðrubúðinni, Fpakkastíg [1 6. Tilkyuning. Klæðaverzlun Ammendrups. 1. fl. saumastofa fyrir" konur og karlmenn. Kvenkápur frá 98 krónum“ og karl- mannayfirfrakkar frá 140 krónum'eftir máli. Sérstakt verkstæði fyrir falla skinnavinnu. Setjum upp skinn frá 25 krónum. Höfum sömuleiðis sérstakt vetkstæði fyrir hreinsanir, pressanir og viðgerðir á kvenna og karlmanna- fötum. Hreinsum og pressum föt fyrir kr. 4,50. Ábyrgð tekin á allri vinnu.. Sækjum og sendum fötin heim. ... „ .......jEaasasa P.j i&mmendpup. Laugavegl 19. — Simi ISOðl Mjólk og rjómi fæst í Alþýðubrauð- gerðinni á Laugavegi 61.J ^ : Skorna_ neftóbakið ; frá™ verzlun Kristíriar J. Hagbarð^mælfr^með sér sjálft. vægislægð við suðurodda Græn- lands, sennilega á norðausturleið. Veðurspá: Suðaustlæg átt, hvöss við Suðurland, allhvöss á Vesturlandi, rigning á Suðvesturl. Vaxandi suð- austanátt á Norðausturlandi. í nótt suðlæg átt, sennilega allhvöss á Suður- og Vestur-landi. Jafnaðarmannaféiagsfundur verður á mánudaginn. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.