Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Síða 23

Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Síða 23
Maður er háður venjum. Það er ekki hægt að skrifa þrjú leik- rit og hætta síðan. Þar að auki lét hin „nýja hreyfing“ ekki stað- ar numið. Árið 1894 var Florence Farr, sem hafði þegar sviðsett Rosmersholm Ibsens, ráðin til að veita forstöðu Avenue Theatre í London í eitt leikár á nýlínu-grundvelli ungfrú A. E. F. Horni- man, sem vegna fjölskylduástæðna gat ekki enn gengið fram fyrir skjöldu sem brautryðjandi á þessum vettvangi. Þeir „nýir“ leikritahöfundar, sem um var að ræða, voru ég sjálfur, upp- götvaður af Óháða leikhúsinu (að minni eigin ábendingu); dr. John Todhunter, sem hafði verið uppgötvaður áður; og Mr. W. B. Yeats, hrein uppgötvun". Hér verður nú lauslega getið helztu leikrita Bernard Shaws í þeirri röð, sem þau eru samin: í leikritinu The Philanderer (1893) ræðir Shaw um kynferðismál, sem voru honum hugstæð- ari en ætla mætti, þegar hafðir eru í huga ýmsir aðrir þættir í persónu hans. Mrs. Warren’s Profession (1894) fjallar um skækju- líf, en þar bendir höfundur á, að slikt sé ekki fremur bundið við konur sem selja sig en ýmsa stjórnmálamenn, blaðamenn, lögfræðinga og presta, sem hylja sitt raunverulega hugarfar og breyta án innri sannfæringar, og er það verri synd í augum Shaws. Leikrit þessi kallaði hann einu nafni „óskemmtileg“. Þá kom röðin að þeim „skemmtilegu“: anti-rómantískum leik, sem nefnist Arms and The Man (1894); Candidu (1895), sem ýmsir telja snjallasta gamanleik hans, en mörgum leikkonum hefur þótt titilhlutverkið ómótstæðilegt; The Man of Destiny (1895), lítið leikrit — samið aðallega í þeim tilgangi að gefa snjöllum leikendum tækifæri til að sýna hæfni sína, en slíkt hafði Shaw iðulega í huga og kemur raunar meira eða minna fram í flestum leikritum hans. Leikinn You Never Can Tell samdi hann svo til að sýna svart á hvítu að hann gæti gert öllum til (Framhald á bls. 27). 21

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.