Skák


Skák - 15.02.1983, Blaðsíða 34

Skák - 15.02.1983, Blaðsíða 34
FYRSTA SKÁKMÓTED Á ÚTHAFINU Farskip hafa í samvinnu við tímaritið Skák ákveðið að efna til fyrsta skákmótsins á úthafinu, en samkvæmt bestu heimildum hefur slíkt mót aldrei farið fram áður, þótt teflt hafi verið um borð í skipum og einhverri stuttri siglingu á Miðjarðarhafinu. Þótt naumur tími sé til stefnu hefur verið ákveðið að gera úr þessu eins mikinn viðburð og kostur er, enda í ráðagerðinni að halda slíkt mót árlega og færa það y.fir á alþjóðlegan vettvang, ef nægur áhugi reynist vera fyrir hendi. — Hugur Farskipsmanna til skáklistarinnar og þessa viðburðar Ijómar skærast af hinu lága verði sem í boði er til væntanlegra þátttakenda og jafnframt hinum stórglæsilegu verð- launum. Fullvíst er að reynt verður að vanda til þessarar einstöku ferðar á sem bestan veg. FYRIRKOMULAG MÓTSINS Öll umgjörð mótsins verður með þeim hætti að samvinnu hafi á sem bestan hátt, skákmót og ánægjulegt ferðalag fyrir alla fjölskylduna. Þannig verður tími manna sem mest til ráðstöfunar að eigin geðþótta, en um borð er afar margt forvitnilegt og skemmtilegt til dægrastyttingar. — Skákmótið sjálft verður með þeim hætti að tefldar verða sex umferðir eftir hinu vinsæla „Skák“- Monradkerfi og umhugsunartími verður 1 klst. á mann fyrir 30 fyrstu leikina og 30 mínútur til að Ijúka skákinni. Þá er gert ráð fyrir að menn skrifi a. m. k. 30 fyrstu leiki hverrar skákar og helst alla. Tvær fyrstu umferðirnar verða þó með öðru sniði, eða 45 mín. á mann fyrir alla skák- ina, en þær tvær umferðir eru tefldar sama daginn. Allar umferðirnar verða tefldar milli kl. 15 og 18 daglega og fyrsta umferðin hefst kl. 15 fimmtudaginn 18. ágúst og önnur umferð kl. 16.30 sama dag. Síðan verður ein urnferð á dag, föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag, og verðlaunaafhending þriðjudag kl. 16.00. Ef færi gefst og ástæða þykir til, verður farið í gegn- um helstu skákir hverrar umferðar eftir nánari ákvörðun. Sá fyrirvari er þó hafður á um tíma- setningu að færa megi til ef nauðsyn krefur. VERÐLAUN ALLS 85.000 KR. Nú eiga allir möguleika á verðlaunum OPINN FLOKKUR 1. verðlaun kr. 20.000 2. verðlaun kr. 15.000 3. verðlaun kr. 10.000 Auk þess verða veitt eftirfarandi aukaverðlaun: ELO 2200-2000: 1. verðlaun kr. 5000 2. verðlaun kr. 3000 3. verðlaun kr. 2000 ELO 2000-1800: 1. verðlaun kr. 5000 2. verðlaun kr. 3000 3. verðlaun kr. 2000 ELO 1800 og minna: 1. verðlaun kr. 5000 2. verðlaun kr. 3000 3. verðlaun kr. 2000 „Old boys“ verðlaun, Kvennaverðlaun, Unglingaverðlaun, Óvæntustu úrslitin: Ólympíubókin, kr. 2500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.