Skák - 15.02.1983, Side 59
BRÉFSKÁK
UMSJÓN:
Jón Pálsson
Box 41
202 Kópavogur
Frank Herlufsen
II. Bréfskákmeistari íslands 1978
Frank Herlufsen er tónlistar-
kennari að mennt, fæddur á Isa-
firði 18. mars 1941. — Þar ólst
bann upp og lærði að tefla af
bróður sínum, Stíg Herlufsen,
11 ára gamall og hóf að tefla í
Taflfélagi ísafjarðar 1957 með
2. fl. og síðan með 1. fl. 1959.
í ársbyrjun 1960 fluttist Frank
til Hafnarfjarðar, en um þær
mundir var starfsemi Taflfélags
Hafnarfjarðar með daufara móti
en bann var með á æfingum fé-
lagsins meðan það starfaði.
Árið 1966 tók Frank fyrst þátt
í „alvöru móti“ hér syðra, en
hann var skráður í meistarafl.
á Skákþingi íslands 1966. Ár-
angurinn í þessu móti varð það
uppörvandi að á næstu árum
tók hann þátt í Haustmótum og
Skákþingum Reykjavíkur hjá T.
R., síðast árið 1969. Við útreikn-
ing skákstiga árið 1971 var
Frank í 30. sæti íslenskra skák-
manna.
Árið 1971 fluttist Frank út í
dreifbýlið og hefur búið á Ol-
afsfirði í tæp 11 ár.
Eftir þátttöku í 8 skákmótum
í meistarafl. á árunum 1966—69
er tæplega hægt að ræða um
þátttöku í skákmótum svo orð
sé á gerandi, að undanskildu ár-
inu 1975. Þá tók Frank þátt í
Norðurlandsmóti í skák á Akur-
eyri og varð Norðurlandsmeist-
ari í skák og hraðskák 1975. 1
framhaldi af því var svo Lands-
liðsflokkur á Skákþingi íslands.
Þar kom berlega í ljós sem oftar,
hve aðstaða dreifbýlisskák-
manna er slæm með tilliti til ár-
angurs í svo sterkum mótum.
Hér á við sem oftar einnig „æf-
ingin skapar meistarann". Síðast
tefldi Frank á Norðmlandsmóti
á Siglufirði 1977.
Frank stóð að endurreisn
Taflfélags Ólafsfjarðar 1973 og
var lengst af formaður þess auk
þess að kenna skák við skólana.
Árið 1964 og 1967 efndi tíma-
ritið Skák (Jóhann Þórir Jóns-
son) til bréfskákkeppni og var
það eins konar tilraun til að
koma bréfskákkeppni á fyrir
fullt og fast, en eitthvað varð
það endasleppt. — Þetta voru
fyrstu bréfskákmótin sem Frank
tók þátt í og virðist þetta form
á skák hafa gefist vel, en út-
koman varð 5 unnar, 4 jafntefli,
0 tap.
I. Bréfskákþingi íslands var
svo hleypt af stokkunum 1976
og þar liafnaði Frank í þriðja
sæti. Nefna má Evrópukeppni
og fyrri áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli.
Tímaritið Skák óskar Frank til
hamingju með þennan glæsilega
árangur og óskar honum gæfu
og gengis í þeirri baráttu, sem
framundan er. Vill greinarhöf-
undur taka undir þessar óskir.
Jón Pálsson.
Skák nr. 5435.
II. Bréfskákþing íslands 1978.
Eftirfarandi skák þykir mér
hæft til birtingar, einkum vegna
nýjungar í byrjun (8. - g6!) sem
fitjað var upp á og árangur af
henni í þessari skák.
Hvítt: Áskell Örn Kárason.
Svart: Frank Herlufsen.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
d6!?
Báðir keppendur eru sammála
um að fara fátroðnar slóðir. Oft-
ast er hér leikið 3. - g6. Texta-
leikurinn er sjaldséður, en vel
teflandi.
4. 0—0 Bd7 5. c3 Rf6 6. Hel
a6 7. Bfl!
Betra en 7. Ba4 b5 8. Bc2 e5
9. h3 Be7 10. d4 0-0 11. d5
Rb8 með jöfnu tafli.
7. — e5
7. - g6 8. d4 cxd4 9. cxd4 d5
SKÁK 59