Skák


Skák - 15.02.1983, Blaðsíða 59

Skák - 15.02.1983, Blaðsíða 59
BRÉFSKÁK UMSJÓN: Jón Pálsson Box 41 202 Kópavogur Frank Herlufsen II. Bréfskákmeistari íslands 1978 Frank Herlufsen er tónlistar- kennari að mennt, fæddur á Isa- firði 18. mars 1941. — Þar ólst bann upp og lærði að tefla af bróður sínum, Stíg Herlufsen, 11 ára gamall og hóf að tefla í Taflfélagi ísafjarðar 1957 með 2. fl. og síðan með 1. fl. 1959. í ársbyrjun 1960 fluttist Frank til Hafnarfjarðar, en um þær mundir var starfsemi Taflfélags Hafnarfjarðar með daufara móti en bann var með á æfingum fé- lagsins meðan það starfaði. Árið 1966 tók Frank fyrst þátt í „alvöru móti“ hér syðra, en hann var skráður í meistarafl. á Skákþingi íslands 1966. Ár- angurinn í þessu móti varð það uppörvandi að á næstu árum tók hann þátt í Haustmótum og Skákþingum Reykjavíkur hjá T. R., síðast árið 1969. Við útreikn- ing skákstiga árið 1971 var Frank í 30. sæti íslenskra skák- manna. Árið 1971 fluttist Frank út í dreifbýlið og hefur búið á Ol- afsfirði í tæp 11 ár. Eftir þátttöku í 8 skákmótum í meistarafl. á árunum 1966—69 er tæplega hægt að ræða um þátttöku í skákmótum svo orð sé á gerandi, að undanskildu ár- inu 1975. Þá tók Frank þátt í Norðurlandsmóti í skák á Akur- eyri og varð Norðurlandsmeist- ari í skák og hraðskák 1975. 1 framhaldi af því var svo Lands- liðsflokkur á Skákþingi íslands. Þar kom berlega í ljós sem oftar, hve aðstaða dreifbýlisskák- manna er slæm með tilliti til ár- angurs í svo sterkum mótum. Hér á við sem oftar einnig „æf- ingin skapar meistarann". Síðast tefldi Frank á Norðmlandsmóti á Siglufirði 1977. Frank stóð að endurreisn Taflfélags Ólafsfjarðar 1973 og var lengst af formaður þess auk þess að kenna skák við skólana. Árið 1964 og 1967 efndi tíma- ritið Skák (Jóhann Þórir Jóns- son) til bréfskákkeppni og var það eins konar tilraun til að koma bréfskákkeppni á fyrir fullt og fast, en eitthvað varð það endasleppt. — Þetta voru fyrstu bréfskákmótin sem Frank tók þátt í og virðist þetta form á skák hafa gefist vel, en út- koman varð 5 unnar, 4 jafntefli, 0 tap. I. Bréfskákþingi íslands var svo hleypt af stokkunum 1976 og þar liafnaði Frank í þriðja sæti. Nefna má Evrópukeppni og fyrri áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Tímaritið Skák óskar Frank til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar honum gæfu og gengis í þeirri baráttu, sem framundan er. Vill greinarhöf- undur taka undir þessar óskir. Jón Pálsson. Skák nr. 5435. II. Bréfskákþing íslands 1978. Eftirfarandi skák þykir mér hæft til birtingar, einkum vegna nýjungar í byrjun (8. - g6!) sem fitjað var upp á og árangur af henni í þessari skák. Hvítt: Áskell Örn Kárason. Svart: Frank Herlufsen. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6!? Báðir keppendur eru sammála um að fara fátroðnar slóðir. Oft- ast er hér leikið 3. - g6. Texta- leikurinn er sjaldséður, en vel teflandi. 4. 0—0 Bd7 5. c3 Rf6 6. Hel a6 7. Bfl! Betra en 7. Ba4 b5 8. Bc2 e5 9. h3 Be7 10. d4 0-0 11. d5 Rb8 með jöfnu tafli. 7. — e5 7. - g6 8. d4 cxd4 9. cxd4 d5 SKÁK 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.