Skák


Skák - 15.02.1983, Blaðsíða 65

Skák - 15.02.1983, Blaðsíða 65
Erlingur vera öruggur með 3. sætið, þar sem Haukur hafði tapað fyrir Jóni Torfasyni og var með 4 v., en einhverra hluta vegna kemur Jón út með 0 á mótstöflunni. Dettur mér í hug að hann hafi annaðhvort hætt í mótinu alveg undir lokin eða ekki hirt um að senda skákstjóra afrit af skákum sínum. A þetta er minnst hér til að undirstrika, að skák er ekki lokið fyrr en af- rit af henni hefur verið sent skákstjóra, svo ekki sé minnst á þau leiðindi sem það hefur í för með sér þegar raðast í verð- launasæti með þessum hætti. — Þess eru því miður of mörg dæmi, hefur það eflaust verið súrt í broti fyrir Erling, sem þarna tók þátt í sínu fyrsta bréf- skákmóti og eina til þessa, en vonandi að hann birtist fljótlega aftur meðal keppenda. Um árangur Hauks er það að segja að hann var sá eini er tókst að vinna sigurvegarann. Það var eftir ónákvæman leik af hendi andstæðingsins snemma tafls og tókst Árna aldrei að rétta úr kútnum eftir það. — Haukur varð fyrir alvarlegu á- falli meðan mótið stóð yfir og hefur það hugsanlega haft ein- hver áhrif á taflmennskuna. Næstir komu ofanritaður og Jón Jóhannesson. Við áttum það sameiginlegt að tefla nú í fyrsta skipti í landsliðsflokki og miðað við það hljótum við að geta un- að vel við árangurinn. Eg fékk þó talsvert betri útkomu en tafl- mennskan gaf tilefni til og á ég þá sérstaklega við skákirnar við Gísla og Jón Jóhannesson, þar sem ég mátti teljast mjög hepp- inn. Bjarni Magnússon hefur oft náð betri útkomu en í þessu móti, hann er og hefur verið einn virkasti bréfskákmaður þessa lands og er búinn að tefla bréfskák á alþjóðavettvangi í mörg ár. — Tvo neðstu menn virtist skorta áhuga til að ná betri árangri en raun ber vitni, skákstyrkurinn er þó fyrir hendi til að ná fleiri punktum en nú varð. Skákstjóri var Bragi Kristjáns- son. Skák nr. 5440. Hvítt: Gunnar Finnsson. Svart: Árni Stefánsson. Drottningarpeðsleikur. 1. d4 d5 2. e3 c5 3. c3 Rf6 4. f4 Rc6 5. Bd3 Bg4 6. Rf3 Hc8 7. 0—0 e6 8. Da4 Bxf3 9. Hxf3 Bd6 10. Rd2 0—0 11. Ddl Dc7 12. Del Re8 13. Hh3 f5 14. Rf3 Rf6 15. Dh4 h6 16. Re5 Leikið með það fyrir augum að reka riddarann á f6 í burtu, en gallinn er sá að hvítur er of liðfár í sókninni. Það er spurn- ing hvort hvítur hefði ekki bet- ur leikið 16. Bd2 með það fyrir augum að koma hróknum á al í spilið. 16. — Bxe5 17. fxe5 Re4 18. Dh5 Db6 Þessi leikur sýnir að svartur ætlar að tefla til vinnings. Ein- hverjir hefðu eflaust leikið hér Df7. 19. Bxe4 fxe4 20. Dg4 Hefði hvítur leikið Dg6 gat svartur gert út um skákina með 20. - Db5 og hvítur verður að gefa biskupinn á d2 til að forða máti á fl. 20. — Hf5 21. Hxh6 21. Dg6 hefði verið svarað með Re7. 21. — cxd4 Það er spurning hvort nú sé ekki Dg6 besti kosturinn sem hvíti stendur til boða. Ekki er að sjá annað en svartur verði að leika Re7 og eftir 23. Dxe6f Dxe6 24. Hxe6 er ekki að sjá annað en hvítur geti barist á- fram. Lakara fyrir svart er 22. - Re5 vegna 23. Dh7f Kf7 24. Df5f exf5 25. Hxb6 axb6 26. exd4 o. s. frv. Hvítur valdi hins vegar: 22. Hxe6 Hcf8 23. Hf6 Þvingað og nú fer skjótt að halla undan fæti fyrir hvítum. Lokin þarfnast ekki skýringa. 23. — H5xf6 24. exf6 Hxf6 25. Dc8f Kh7 26. Dh3f Kg8 27. Dc8f Kf7 28. Dd7f Kf8 29. Dc8f Ke7 30. Dg4 g6 31. Dg3 Db5 32. h4 Dflf 33. Kh2 d3 34. b3 Ke8 35. Bb2 De2 36. Ba3 d2 37. Dg5 Kf7 38. Dxd5f Kg7 Ert þú áskrifandi að Skák? SKÁK 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.