Skák


Skák - 15.02.1990, Blaðsíða 7

Skák - 15.02.1990, Blaðsíða 7
A-FLOKKUR ELÓ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 V. S.Ke. 2385 X /2 1 1 0 1 /2 1 /2 1 1 1 8/2 T.R. 2270 '/2 X 0 ‘/2 1 1 1 1 1 1 1 ‘/2 8/2 UMFB 2285 0 1 X /l 1 0 0 1 1 0 1 1 6/2 T.R. 2245 0 ‘/2 /2 X /2 1 1 /2 0 1/2 1 1 6/2 S.A. 2210 1 0 0 /2 X 0 Vi /2 1 1 1/2 1 6 T.R. 2240 0 0 1 0 1 X Vi 0 /2 1 ‘/2 1 5/2 T.R. 2220 >/2 0 1 0 /2 /2 X 1 1/2 0 1 0 5 T.R. 2255 0 0 0 /2 /2 1 0 X /2 1 1 ‘/2 5 S.A. 2265 >/2 0 0 1 0 ‘/2 /2 /2 X 1 /2 0 4/2 T.R. 2205 0 0 1 /2 0 0 1 0 0 X /2 1 4 2155 0 0 0 0 ‘/2 /2 0 0 /2 1/2 X 1 3 T.R. 2125 0 /2 0 0 0 0 1 ‘/2 1 0 0 X 3 1. Björgvin Jónsson 2. Sigurður Daði Sigfússon 3. Halldór G. Einarsson 4. Jóhannes Ágústsson 5. Áskell Örn Kárason 6. Ásgeir Þór Árnason 7. Snorri G. Bergsson 8. Dan Hansson 9. Jón G. Viðarsson 10. Hrafn Loftsson 11. Bragi Halldórsson 12. Lárus Jóhannesson mótinu stóð enda hrúguðust lengst af upp biðskákir hjá mér svo Ólafur Ásgrímsson skák- stjóri mátti sitja yfir mínum skákum einum nokkur auka biðskákkvöld. Um einstaka keppendur í A flokki er það að segja að Sigurð- ur Daði varð skákmeistari T.R. 1989. Þetta er í fyrsta skipti sem Sigurður hlýtur þann titil enda er hann aðeins nema 17 ára gamall. Sigurður hefur nokkuð sérstakan skákstíl miðað við hvað algengt er hjá ungum mönnum. Hann rakar ekki saman vinningum með taktískum kaffihúsabrellum heldur skila vinningarnir sér fyrst og fremst í vandaðri varnar- taflmennsku. Sigurður er flest- um fremri í að halda sér fast og bíða eftir rétta tækifærinu. Marga rekur eflaust minni til skákar hans við sigurvegara Fjarkamótsins Balashov. Bala- shov hafði rýmri stöðu með hvítu en komst ekkert áleiðis, og sættist fljótlega á jafntefli. Svona taflmennska skilar oft ekki háu vinningshlutfalli en gerði það nú, ef til vill líka af því að andstæðingarnir voru auð- fúsir að taka áhættu gegn honum og leggja allan punktinn undir í lengstu lög þegar hálfur vinningur var kannski nærri því í höfn! Sigurður er stöðugt að bæta við sig, hækkaði um rúm 100 stig á íslenska listanum í janúar í ár og á Haustmótið þar stærstan hlut að máli. Hlýtur hann nú að vera kominn í hóp þeirra sem vænta mega áfanga að alþjóðlegum meistaratitli hvað úr hverju. Undirritaður varð jafn Sigurði að vinningum og hlaut reyndar hálfu stigi meira og fyrsta sætið að nafninu til en tefldi sem gestur þar sem hann er ekki félagi í T.R. Mér sýnist farsælast Björgvin Jónsson að fjalla ekki frekar um eigin árangur og sný mér að frammi- stöðu annarra. Halldór náði forystu eftir 7 umferðir eftir að hafa deilt henni með öðrum fram að því. Allt gekk honum í haginn framan af ef frá er skilin skák hans við undirritaðan í 4. umferð. Skákir hans einkum við Jón G. í 3. umferð og Lárus í þeirri fimmtu bentu til að Halldór hefði lesið nýjustu skáktímaritin að undan- förnu og nú virtist komið að stökki hjá honum fram á við. Fyrst benti heldur ekkert til að hann tefldi verr í nýja húsnæð- inu. Þar byrjaði hann með því að taka einn forystuna með sigri á Sigurði Daða í fyrstu umferðinni sem tefld var í Faxafeninu. En síðan fór allt á aðra leið svo sem fyrr er lýst. M.a. tapaði Halldór þá skák gegn Ásgeiri Þór þar sem hann lék sig í mát fullri lúku af liði yfir. í síðustu umferð var hann svo búinn að fá nóg og gerði stutt jafntefli við Jóhannes Ágústsson enda var fyrsta sætið þá ekki Iengur í sjónmáli. Þeir félagar enduðu saman í 3.—4. sæti. Jóhannes náði aldrei verulega að blanda sér í toppbaráttuna sem þó hefði mátt búast við fyrir SKÁK 35

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.