Skák


Skák - 15.02.1990, Page 21

Skák - 15.02.1990, Page 21
Guðmundur Arnlaugsson: Paul Keres SÍÐARI HLUTI 8. Að lokinni heimsstyrjöld Þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk árið 1945 fór alþjóðlegt skáklíf smám saman að lifna við að nýju. Bandaríkin og Sovét- ríkin höfðu verið samherjar í síðari hluta þessa mikla hildar- leiks og enn var kalda stríðið ekki farið að varpa skugga sínum á samskipti þeirra. Einn vitnis- burður um þetta vor í samskipt- um landanna var landsleikur i skák síðla árs 1945. Leikirnir voru fluttir með útvarpi á milli, teflt var á tíu borðum, tvöföld umferð. Úrslit þessarar keppni komu mjög á óvart. Það töldust að vísu engin stórtíðindi að Botvinnik vann Denker á fyrsta borði 2-0. Denker var einn af fremstu skákmönnum Banda- ríkjanna og hafði sigrað á skák- þingi Bandaríkjanna árið áður, tefldi því á fyrsta borði. Hins vegar var litill vafi á því að Reshevsky og Fine, og jafnvel Kashdan og Horowitz voru honum öflugri. En það vakti feikna athygli að Reshevsky tapaði einnig 0-2 á öðru borði gegn einhverjum Vassilí Smyslov, ungum pilti sem menn höfðu þá naumast heyrt nefndan. Og Sovétríkin unnu þarna yfir- burðasigur, hlutu 15,5 vinninga gegn 4,5. Á árunum fyrir heims- styrjöld hafði sveit Bandaríkj- anna verið sæmilega öruggur sigurvegari á hverju ólympíumóti sem hún tók þátt í. Nú var forystan greinilega komin austur til Sovétríkjanna. Fyrsta stórmótið í skák eftir styrjöld var haldið í Groningen í Hollandi árið 1946 til að minnast 75 ára afmælis skákfélagsins þar. Þar háðu Botvinnik og Euwe tvísýna keppni um sigurinn. Úrslitin ultu á skák þeirra, þar var Euwe nærri sigri en Bot- vinnik tókst að halda jafntefli með snjallri taflmennsku. Groningen 1946: 1. Botvinnik 14,5; 2. Euwe 14; 3. Smyslov 12,5; 4.—5. Najdorf og Szabo 11,5; 6.—7. Boleslavskí og Flohr 11; 8.—9. Lundin og Stoltz 10,5. Þátttakendur voru 20. Ekki bar mikið á Keresi á alþjóðavettvangi í fyrstu eftir heimsstyrjöldina. Hann tefldi ekki mikið en stundaði skákina þó af fullum krafti, fékkst við rannsóknir og ritmennsku. Hann tók þó þátt í skákþingi sem Eystrasaltslöndin héldu í samein- ingu um áramótin 1944-45 og vann glæsilegan sigur (+10 =1 -0). Á skákþingi Eistlands í Tallinn árið 1945 sigraði hann aftur með yfirburðum ( + 11 =4 -0). Vorið 1946 fór Keres í langt ferðalag suður um Sovétríkin með Mikenasi. Þar tóku þeir þátt í skákþingi Georgíu, utan keppni, og enn vann Keres góðan sigur (+17 =2 -0). Annað jafn- teflið var gegn 16 ára pilti sem tapaði peði en reyndist býsna úrræðagóður og hélt skákinni. Þetta var Tigran Petrosjan. Sama ár kom tíu manna skák- sveit frá Bandaríkjunum til Moskvu og þreytti landskeppni á nýjan leik. Þar hitti Keres á gamlan stríðsbróður, Reuben Fine, og sigraði hann í fyrri skákinni en hin síðari varð jafn- tefli. Skák nr. 6374 Moskva 1946 Hvítt: Keres Svart: Fine Vængtafl 1. e4 c5 3. Rc3 d5 5. e3 Rxc3 7. Da4t Rbd7 2. Rf3 Rf6 4. ed5 Rxd5 6. bc3 g6 8. Ba3 Á fléttunni 8. Bc4 Bg7 9. Bxf7t Kxf7 10. Rg5t Ke8 11. Re6 Db6 12. Rxg7t Kf7 er sá galli að riddarinn sleppur ekki út. 8. — Dc7 9. Be2 Bg7 10. 0-0 0-0 11. d4 a6 Einfaldara var 11. - b6 og síðan Bb7 og e7-d5. SKÁK 49

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.