Skák - 15.02.1990, Qupperneq 24
Keppendur í Göteborg-mótinu 1955. Sitjandi f.v.: Ilivitsky, Fuderer, Bronstein, Panno, Geller, Spassky, Pilnik, Petrosjan, Najdorf
Szabó og Medina. Standandi f.v.: Stáhlberg, Bisguier, Unzicker, Donner, Filip, Keres, Pachman, Guimard, Rabar og Sliwa.
á úrslitin.
Mótið var svo haldið árið 1948
og fór fyrri hluti þess fram í
Haag en síðari hlutinn í Moskvu.
Þetta mót er eitthvert öflugasta
mót sem haldið hefur verið og
sigur Botvinniks þar einhver
mesti sigur hans á löngum og
afburða góðum skákferli.
Haag - Moskva 1948:
1. Botvinnik 14 vinningar (af 20);
2. Smyslov 11; 3.—4. Keres og
Reshevsky 10,5; 6. Euwe 4.
Það sem mesta athygli vakti á
mótinu var píslarganga Euwes
sem var mjög miður sín. Hann
var elstur keppenda en þó ekki
nema 47 ára og átti eftir að rétta
hlut sinn, en hann komst aldrei í
námunda við heimsmeistaratitil-
inn eftir þetta.
Keres var heldur ekki í essinu
sínu á þessu móti. Hann tefldi
nokkrar góðar skákir en datt
niður þess á milli og gegn
Botvinnik virtist hann haldinn
öflugri minnimáttarkennd, tap-
aði fjórum skákum í röð fyrir
honum. Keres tókst að vísu að
vinna Botvinnik í síðustu lot-
unni, en þá var Botvinnik orðinn
fullviss um sigur. Virðum fyrir
okkur eina skák Keresar frá
þessu móti. Mér er hún minnis-
stæð vegna þess að ég gat fylgst
með henni nokkurn veginn
jafnharðan og hún var tefld. Á
þeim árum var sjaldgæft að
menn gætu séð skákir fyrr en
löngu eftir að þær voru tefldar
FARK0RT
FORSENDA
GÓÐRAR FERÐAR
VISAISLAND
og þá í blöðum eða tímaritum.
En í þetta sinn hafði Skák-
sambandið - eða Taflfélagið -
komist í beint samband við skák-
staðinn og gat sýnt skákirnar í
einhverjum húsakynnum er það
hafði til umráða. Þarna voru
nokkrir menn samankomnir, ég
man best eftir Árna Snævarri.
Þetta var fyrsta umferð mótsins,
við vorum báðir miklir aðdá-
endur Keresar og töldum að
keppnin um efsta sætið myndi
standa milli hans og Botvinniks,
fylgdumst því af áhuga með skák
Keresar við Euwe - og urðum
ekki fyrir vonbrigðum.
Skák nr. 6376
Haag 1948
Hvítt: Euwe
Svart: Keres
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Re6
3. Bb5 a6 4. Ba4 d6
5. c3 Bd7 6. d4 Rge7
52 SKÁK