Skák - 15.02.1990, Síða 26
skorast undan því að tetla við
öflugasta áskoranda sinn. En
hann gat sett skilyrði um fjár-
öflun sem erfitt var að fullnægja
og svo gátu samningar milli hans
og áskoranda dregist á langinn
eða jafnvel farið alveg út um
þúfur. Nú var búið að koma í veg
fyrir þetta, einvígi um heims-
meistaratitilinn skyldu fara fram
þriðja hvert ár og áskorandinn
valinn í margföldum hreinsunar-
eldi: svæðismótum, millisvæða-
mótum og áskorendamótum.
Áskorendamótin voru aðeins
haldin fimm sinnum, en þá var
breytt í einvígi. Ástæðan var sú
að Sovétríkin höfðu svo mikla
yfirburði yfir önnur ríki að
keppendur frá þeim voru fjöl-
mennir á hverju áskorendamóti
og var þá hugsanlegt að þeir
ynnu saman ef á þyrfti að halda.
Önnur hlið á því máli var sú að
vegna þessara yfirburða voru
settar fjöldatakmarkanir á
keppendur frá Sovétríkjunum og
var því örðugra fyrir sovéska
skákmeistara að komast í úrslita-
keppnina en skákmeistara frá
öðrum ríkjum.
Framgöngu Keresar í heims-
meistarakeppninni verður ekki
betur lýst en með því að birta
skrá um áskorendamótin:
Fyrsta áskorendamótið Búdapest
apríl-maí 1950.
Tíu keppendur, tvöföld umferð.
1.-—2. Boleslavskí og Bronstein
12; 3. Smyslov 10; 4. Keres 9,5
(Síðan koma Najdorf, Kotov,
Stáhlberg, Flohr, Lilienthal og
Szabo)
Annað áskorendamótið
Neuhausen - Zúrich sept.-okt.
1953.
Fimmtán keppendur, tvöföld
umferð. Þetta var stærsta og
minnisverðasta áskorendamótið
og eitt af merkari mótum skák-
sögunnar. Um það haf'a verið
ritaðar rnargar bækur, snjöllust
og læsilegust er sú sem Bronstein
skrifaði og Bragi Halldórsson
þýddi á íslensku.
1. Smyslov 18; 2.—4. Bronstein,
Keres og Reshevsky 16; 5.
Petrosjan 15 (Síðan komu Geller,
Najdorf, Kotov, Tajmanov,
Averbak, Boleslavskí, Szabo,
Gligoric, Euwe og Stáhlberg).
Þriðja áskorendamótið
Amsterdam apríl 1956.
Tíu keppendur, tvöföld umferð.
1. Smyslov 11,5; 2. Keres 10;
3.—7. Bronstein, Geller, Petro-
sjan, Spasskí og Szabo (Síðan
komu Filip, Panno og Pilnik).
Fjórða áskorendamótið Bled-
Zagreb-Belgrad sept.-okt. 1959.
Átta keppendur, fjórföld
umferð.
1. Tal 20; 2. Keres 18,5; 3. Petro-
sjan 15,5; 4. Smyslov 15. (Síðan
komu Fischer, Gligoric, Friðrik
og Benkö).
Fimmta áskorendamótið
Curaeao-Willemstad maí-jtíní
1962.
Átta keppendur, fjórföld um-
ferð.
1. Petrosjan 17,5; 2.—3. Geller
og Keres 17; 4. Fischer 14 (Síðan
komu Kortsnoj, Benkö, Filip og
Tal). Keres sigraði Geller í keppn-
inni um annað sætið og var þar
með orðinn næstur Petrosjan í
röðinni.
Á þessu yfirliti sést að Smyslov
er öflugasti skákmaður heims á
skákmótum á árunum 1953-56,
þá sigrar hann á tveimur áskor-
endamótum í röð og hafa ekki
aðrir leikið það eftir.
Hins vegar er Keres jafnastur,
hann nær öðru sæti á fjórum
áskorendamótum í röð, enda var
hann kallaður krónprinsinn. Það
má kalla óheppni hans að þegar
hann er kominn upp fyrir
Smyslov kemur nýr maður til
sögu: Tal sem fór eins og storm-
sveipur um löndin og sigraði
meira að segja sjálfan Botvinnik
á fyrsta sprettinum. En sigur Tals
á áskorendamótinu byggðist á
ótrúlega háu vinningshlutfalli
gegn neðri keppendunum. Sagt
var þá og gildir raunar enn i dag
að Keres væri öflugasti skák-
kappi í heimi er aldrei hefði náð
því að tefla einvígi við heims-
meistarann. Á þessum árum var
hann búinn að losa sig við minni-
máttarkennd sína gagnvart
Botvinnik og er líklegt að einvígi
þeirra 1960 eða 1963 hefði orðið
skemmtilegt og tvísýnt.
Lítum á dæmi um viðureign
Keresar við Botvinnik.
Skák nr. 6377
Hvítt: Keres
Svart: Botvinnik
Franskur leikur
Skákþing Sovétríkanna 1955
1. e4 e6 2. d4 d5
3. Rd2 Rc6 4. c3 e5
5. ed5 Dxd5 6. Rgf3 Bg4?
Betra er 6. - ed4. Keres nýtir færin á
snjallan hátt.
7. Be4 Bxf3 8. Db3! Ra5
Botvinnik hafði treyst á þennan leik.
En 8. - Dd7 9. Rxf3 Ra5 10. Bxf7f
Dxf7 11. Db5t er heldur ekki gott.
HVERNIG ÉG VARÐ
HEIMSMEISTARI
Eftir M. Tal
Munið áskrifendaafsláttinn!
SKÁKPRENT
Dugguvogi 23 — Sími 31975
54 SKÁK