Skák


Skák - 01.04.1994, Blaðsíða 5

Skák - 01.04.1994, Blaðsíða 5
Útgefandi og ritstjóri: Jóhann Þórir Jónsson Ritnefnd: Friðrik Olafsson Guðmundur Sigurjónsson Helgi Olafsson Jóhann Hjartarson Jón L. Árnason Margeir Pétursson Karl Þorsteins Jón Pálsson Guðmundur Arnlaugsson Guðmundur G. Þórarinsson Birgir Sigurðsson Auglýsingar: J.Þ.J. Einar H. Guðmundsson Ut koma 10 tölublöð á ári. Áskriftarverð 5000 kr. árg. Einstök blöð 600 kr. Gjalddagi er 1. janúar Utanáskrift: SKÁK, pósthólf 1179 121 Reykjavík Skákprent Dugguvogi 23, símar 31335 (skrifst.), 31391 (tæknideild), 31975 (prentsalur), 31399 símbréf Efni: Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1993 Dæmahornið Islendingar í fimmta sæti á HM-Iandsliða í Luzern Frá Skáksambandi íslands 43. Helgarskákmótið í Keflavík Ritstjórarabb Mjög er mér til efs að alþjóðlegt skákmót hefði séð dagsins ljós í Kópavogi nú án Gunnars Birgissonar forseta bæjarstjórnar þar, verktaka hjá Gunnari og Guðmundi hf. og Klæðningu hf. en í mínum huga fyrst og fremst skákmeistara. Vissulega rnæðir mótshaldið mest á forsvarsmönnum Taflfélags Kópavogs sem ber hitann og þungann af framkvæmdinni, en svona er þetta nú samt. Án stuðnings skilningsríkra stjórnvalda verður allt erfiðara og mörgum ómögulegt. Eins og kunnugt er verður þetta mót með sama sniði og Hellismótið nú á dögunum, enda kom þar fram stórmerk nýjung í framfaraátt. Ljóst er að slíkt mótsfyrirkomuiag gefur fleiri tækifæri til dáða og er aflvaki ungum mönnum til þess að reyna sig til hins ítrasta. I þessu sambandi kemur fram í hugann kvikmyndin „Leitin að Bobby Fischer" þar sem þessi mynd hefur verið sýnd í Bandaríkjunum hefur hún kallað fram stórkostlega umræðu um gildi skáklistarinnar í uppeldis- og þroskavænlegu tilliti vestur þar. Umræða þessi sem mest hefur átt sér stað í fjölmiðlum ekki síður en milli skólamanna hefur síðan hleypt af stað ótrúlegri skákbylgju æskufólks í Bandaríkjunum svo ekki verður séð fyrir endann á ósköpunum. Fyrir okkur sem aldrei höfum gengið þessa dulin eru þetta samt ljómandi tíðindi. „Allt gott kemur að utan“ segir einhversstaðar og jafnvel þótt það hafi orðið að fara utan fyrst!! Fari svo sem horfir verður þess ekki langt að bíða að skáklistin lyfti „ameríkananum“ á æðra tilverustig. Og hvað þá, lasm.? Kannski þeir fari að eignast sína skákmenn sjálfir. Hjá okkur hefur þetta gengið með miklum bágindum. Vissulega vinnum við flest bama- og unglinga-, einstaklings- og sveitamót sem við tökum þátt í en samt er tekið á skákuppbyggingunni með hangandi hendi af stjórnvöldum. Jú, jú, þau ræskja sig stöku sinnum - eða er það ekki? Anton Sigurðsson skólastjóri í Isaksskóla, þar sem fjöldi ungra skákmeistara hefur stigið sín fyrstu spor, orðaði þetta reyndar nokkuð óvænt. Aðspurður vildi hann ekki gera svo mikið úr fjölda þeirra né getu sem lært hefðu að tefla hjá honum en.... Hann hafði veitt því athygli að þeir nemendur sem lagt höfðu stund á skákina hjá sér urðu gegnumsneitt miklu betri nemendur og fólk en hinir. Þeim vegnaði sem sagt miklum mun betur í lífinu eftir að hafa tileinkað sér leikreglur og ögun manntaflsins. Jú, alveg rétt, nákvæmlega það sama og skólamennirnir segja þarna fyrir vestan. Hér er nú komin ástæðan fyrir þessu brölti mínu síðustu áratugina. Ég trúi því statt og stöðugt að manntaflið geri okkur að betri einstaklingum. Því fagna ég framtaki Kópavogsmanna og áma þeim allra heilla. SKÁK 65

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.