Skák


Skák - 01.04.1994, Síða 14

Skák - 01.04.1994, Síða 14
Karl Þorsteins kemur til skjalanna Frestuð viðureign okkar við Ukraínumenn fór fram á fyrsta frídegi mótsins, en degi áður gengum við frá Flóru yfir á járnbrautarstöðina. Eftir talsvert þjark manna í milli um að hvert væri hið rétta spor þokuðum við okkur að brautarpalli Ziirich- lestarinnar. Og hver stóð þar með töskur tvær? Enginn annar en fulltrúi skynseminnar, leik- gleðinnar og vinninganna - Karl Þorsteins! Koma hans bauð upp á fyrstu innáskiptingu og Jóhann Fljartarson sem var orðinn nokkuð vígmóður hvíldi. Því fékk Margeir Pétursson að kljást við Ivantsjúk. ísland - Úkraína 1 /: 2A Margeir - Ivantsjúk 0:1 Helgi - Malanjúk 'A:'A Hannes - Romanishin 0:1 Karl - Frolov 1:0 Villa Margeirs í þessari skák liggur sennilega í því reyna að flækja taflið um of í byrjuninni. I stað 10. - Bxc5 með traustri stöðu vill hann ná peðinu til baka með öðrum hætti, 10. - Re4 og 11. - Rb4 reynist allt of tímafrek aðgerð og hvítur nær yfirburðatökum á drottningar- vængnum með 15. b4! Eftir 20 leiki er hvítur með unnið tall og hetjulegar tilraunir Margeirs til að breyta því koma fyrir lítið. Báðir lentu í tímahraki og að lokum féll Margeir. Skák sem vannst strax í byrjuninni: ACOL-SAGNKERFIÐ Eftir T. Reese og A. Dormer SKÁKPRENT Dugguvogi 23 • Sími 31975 Skák nr. 7346 Hvítt: Vasilij Ivantsjúk Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. c3 d5 4. exd5 Dxd5 5. d4 Rf6 6. Be2 e6 7. 0-0 Be7 8. c4 Dd8 9. dxc5 Dxdl 10. Hxdl Re4 11. Be3 Rb4 12. Rbd2 Rxc5 13. Rd4 a5 14. a3 Rba6 15. b4 Ra4 16. Hdcl 0-0 17. c5 e5 18. R4b3 f5 19. g3 Hd8 20. Bb5 Rb2 21. Rxa5 f4 22. gxf4 exf4 23. Bxf4 Rxc5 24. Hc2 Re6 25. Be3 Bf6 26. Hbl Rd3 27. Re4 Ref4 28. f3 Be6 29. Hdl Rh3t 30. Kfl Re5 31. Rxfót gxf6 3. Hxd8t Hxd8 33. Be2 b5 34. Rc6 Ha8 35. Rxe5 fxe5 36. Hc3 - Margeir féll á tíma. Skák nr. 7347 Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Vladimir Malanjúk Hollensk vörn 1. d4 f5 Malanjúk teflir alltaf Leningrad- afbrigði hollensku vamarinnar þegar hann kemur því við. Eg hef lengi verið á þeirri skoðun að uppbygging hvíts sem byggir á langri hrókun (eða möguleika á langri hrókun) sé vanmetinn kostur. Þess vegna fylgdi ég heimasmíðaðri áætlun sem þó heppnaðist ekki fullkomlega vel. 2. c4 d6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Rbd7 5. Dc2 Á Sovétmeistaramótinu 1983 lék Polugajevskij 5. e3 gegn Malanjúk en eftir 5. - g6 6. Rf3 Bg7 7. Dc2 0-0 8. Be2 c6 9. 0-0-0 Da5 10. h4 h6 11. Bxf6 Rxf6 12. h5 g5 13. Rd2 Rg4 14. Hhfl e5 stóð svartur vel að vígi og vann um síðir. Gallinn við þessa stefnuyfirlýsingu Polu finnst mér vera sá að hún er of „almennt orðuð“; hvítur blandar allt að því hógværri liðsskipan saman við mikinn sóknar- belging. Aðstæður, þegar skákin sem tefld var í síðustu umferð, voru með þeim hætti að Polu gat með sigri náð Karpov að vinningum og deilt efsta sætinu. 5. - g6 5. - h6 má svara með 6. Dxf5! 6. e4 fxe4 7. Rxe4 Bg7 8. Rf3 0-0 9. Rg3 Þessi leikur kom eftir langa umhugsun. Hvítur víkur sér undan uppskiptum og riddarinn styður vel við h-peðið sem nú situr í startholunum. Fjölmargir aðrir leikir komu til greina: 9. Rc3, 9. Be2 eða jafnvel 9. h3. 9. -e5 10. Be2exd4 11. Rxd4 Re5 12. O-O-O?! Svona eftir á að hyggja er þessi leikur dálítið tvíeggjaður, en sennilega myndi einhver spá- maðurinn segja að nú væri hvítur að tefla til vinnings. Einhvem- tímann um þetta leyti rifjaðist 74 SKÁK

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.