Skák - 01.04.1994, Blaðsíða 18
Ísland-Sviss 2'A:VA
Jóhann - Kortsnoj 'A:'A
Margeir - Brunner 'A:'A
Hannes - Hug A:A
Karl - Costa 1:0
Skák Jóhanns og Kortsnoj var
stutt en athyglisverð — ekki
mettuð sígarettureyk eins og
forðum, þó vissulega sæist
Kortnsoj stundum bakvið
aðra menn/in the smoking
room...“, eins og skáldið kvað.
Þeir mættust í fyrsta skipti á
IBM-mótinu í Reykjavík 1987
og tefldu Bogo-indverska vöm.
Þá vann Jóhann eftir snarpa
viðureign. Aftur sama byrjun, en
nú teflir Kortsnoj á annan hátt, 4.
- d5 í stað 4. - b6. Hann fer í
smiðju til Valeri Salov sem
stundum teflir á þennan hátt með
litlum árangri þó. Ég man ekki
eftir að hafa séð þessa leiki 8. -
He8 og 10. - Df6 sem komu eftir
langa umhugsun. 14. — Rxe5 átti
Jóhann athyglisverðan mögu-
leika, 15. cxd5 Rxf3+ 16. gxf3
Dxf2 17. Hgl en sá ekkert gott
framhald eftir 17. - g6. í 19. leik
kont sterklega til greina að leika
19. Bc4 með hugmyndinni 19. -
Hg5 20. g3 a5 21. f4! og
möguleikar hvíts verða að teljast
betri. Þá rifjuðust upp fyrir
mönnum gömul leiðindi er
Kortnsoj sagði um leið og hann
lék sínum 19. leik: „ert þú að
tefla til vinnings?,“ sem á
tæknimáli merkir tilboð um
jafntefli. Jóhann svaraði með því
að leika 20. Hfdl og bjóða
sjálfur jafntefli.
Áskrift að Skák borgar sig
Skák nr. 7350
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Viktor Kortsnoj
Bogo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+
4. Rbd2 d5 5. Da4+ Rc6 6. e3
0-0 7. a3 Bxd2+ 8. Bxd2 He8
9. Bc3 Re4 10. Dc2 Df6 11. Hcl
Bd7 12. b4 Rxc3 13. Dxc3 e5
14. dxe5 Rxe5 15. Rxe5 Hxe5
16. cxd5 c6 17. Be2 Hxd5 18.
Dxf6 gxf6
19. 0-0 Be6 20. Hfdl
- Jafntefli.
Greinileg þreytumerki voru á
taflmennsku Margeirs sent beitti
sínu ástkæra Maroczy-afbrigði á
fremur ónákvæman hátt.
Brunner lét ýmis ágæt tækifæri
fram hjá sér fara í byrjuninni og
friðarsamningar virtust í nánd.
En Margeir leyfði Brunner að
byggja upp sterka peðastöðu á
drottningarvængnum, 25. -
Hxdl var betra en 25. - He8+ þó
hvítur eigi nokkur færi eftir 26.
Rxdl, og lenti síðar í alvarlegu
tímahraki. 32. c6! var ákaflega
óþægilegum leikur sem byggir á
hugmyndinni 32. - Bb3 33. Rb6!
Hc7 (hvað annað?) 34. Hd7+!
Hxd7 35. Rxd7! og vinnur.
Menn hvíts styðja ákaflega vel
við frelsingjann á b-línunni en
staðan er ekki eins auðunnin og
menn héldu. Þannig dugar vart
38. Hal í stað 38. Ra6 vegna 38.
- Hb8! 39. Ha7 Kd6 40. Ra6
Rd7 41. Rxb8 Rxb8 ásamt 42. -
Kc7 og -Kb6. Brunner skortir
talsvert á tækni í úrvinnslunni.
Hann missir af vinningnum með
44. Rc7+. í stað þess vinnur 44.
Ke3 t.d. 44. - Kd7 45. Rc5+! (til
að halda kóngnum frá e6-
reitnum) Kc6 46. Kd4 c3 (eða
46. - Kb5 47. Re4 Kb4 48. Rxf6
og vinnur) 47. 47. Rd3! g5 48.
Kxc3 Kd5 49. Rf2 og vinnur. Sá
var annmarki á leið Brunners að
hann tapaði mikilvægum tíma,
komst aldrei almennilega í tæri
við c-peðið og Margeir náði
fram uppskiptum á öllum peð-
unum:
Skák nr. 7351
Hvítt: Lucas Brunner
Svart: Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 g6 5. c4 Rf6 6. Rc3 d6
7. Be2 Bg7 8. Be3 0-0 9. 0-0
a6 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 Be6
12. f4 Bd7 13. Hadl Bc6 14.
De3 Rd7 15. Bxg7 Kxg7 16. b4
Db6 17. Dxb6 Rxb6 18. e5 dxe5
19. fxe5 Hfd8 20. Kf2 Hac8 21.
g3 h5 22. Hxd8 Hxd8 23. Ke3
f6 24. exf6+ exf6 25. Hdl He8+
26. Kf2 Hc8 27. c5 Rd7 28. a4
BÆTIEFNABIBLÍAN
Eftir E. Mindell
Bókin inniheldur allt
sem þú þarft að vita
um vítamín og bætiefni.
SKÁKPRENT
Dugguvogi 23• Sími 31975
78 SKÁK