Skák


Skák - 01.04.1994, Síða 23

Skák - 01.04.1994, Síða 23
Karl lenti snemma í erfiðleikum í þessari skák og maður spyr hvar mistök hans liggja. 9. Bg5 er sennilega nákvæmari leikur en 9. cxd4, því eftir 9. - Df5 10. cxd4 Bb4t 11. Bd2 stendur svarta drottningin lakar á f5 en f6, þó þetta hafi allt sést áður nema kannski 11. - b6. „Hanga-peð“ hvíts eru furðu veikburða og eftir 18. - g5! er ljóst að hvítur á við ramman reip að draga. Li fylgdi þessurn öfluga leik ekki rétt eftir, 19. - Dg7! 20. De5 Dxe5 21. dxe5 Kg7, er mun sterkara en 19. - gxf4. Staða Karls er þó lengi vel heldur lakari en honum tókst nreð góðri vörn að halda sínu: Skák nr. 7358 Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Wenliang Li Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 d5 4. e5 d4 5. exf6 dxc3 6. bxc3 Dxf6 7. Rf3 c5 8. d4 cxd4 9. cxd4 Bb4t 10. Bd2 Bxd2t 11. Dxd2 b6 12. Be2 Bb7 13. 0-0 0-0 14. Hfdl Hd8 15. De3 Rc6 16. Habl Re7 17. Re5 Rf5 18. Df4 g5 19. Rg4 gxf4 20. Rxf6t Kg7 21. Rh5t Kh6 22. d5 e5 23. Rf6 Kg7 24. Re4 Rd4 25. Bfl Hac8 26. Rd2 Ba6 27. Hdcl Hc7 28. Hel 16 29. Bd3 Re6 30. Rb3 Rc5 31. Bfl Bc8 32. g3 fxg3 33. hxg3 Bf5 34. Rxc5 Hxc5 35. Hb3 Ha5 36. a3 - Jafntefli. 8. umferð: Kúba - ísland 1:3 Bandaríkin - Kína 2A:VA Úkraína - Sviss 2'A:Vá Uzbekistan - Lettl. 3:1 Rússl. - Armenía VA:2'A Kúbumenn komu jafn fáliðaðir og við til Luzern en það var þó af gjörólíkum ástæðum. Svo hart er efnahagur landsisns leikinn að skáksambandið er gjörsamlega févana og sendi aðeins fjóra menn til leiks. Þetta gerði andstæðingunum vitaskuld auð- velt með allan undirbúning og var Kúbumönnunum það ljóst. Vinur okkar, Amador Rodriquez, barði ákaft lóminn og gaf okkur í leiðinni örlítla innsýn inn í daglegt líf landsmanna þar sem harðvítugt skömmtunarkerfið ræður ríkjum og er eiginlega ekkert til skiptanna. Fall Sovét- ríkjanna, viðskiptabann og óáran ráða rniklu urn hvernig málum er komið, en Castro er vinsælli en nokkru sinni fyrr. Mér fannst á stundum eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu á herðum þeirra fjórmenninga og við tefldum við þá á fremur heppilegum tíma. Góður sigur var síst að þakka vel heppnuðum byrjununr, heldur fyrst og fremst sterkum sigur- vilja: A síðustu stundu kom Jón L. Arnason inn á. Ísland-Kúba 3:1 Jóhann - Nogueiras 'A:'A Helgi - Vera 1:0 Hannes - Rodriquez 'A:'A Karl - Arencibia 1:0 Jóhann Hjartarson hefur átt í miklu basli með Nogueiras í gegnum tíðina, þó stefnubreyting hafi orðið á millisvæðamótinu í Biel í sumar. Gegn „Broddgaltar- afbrigðinu“ valdi Nogueiras leið sem Jóhann hefur haft nokkra reynslu af í skákum sínum við Karpov og Andersson. Kúbu- maðurinn byggir upp betri stöðu en varnir Jóhanns eru traustar. I 30. leik leik Iætur Nogueiras peð af hendi og er að ná fram f4-f5 þegar Jóhann skilar peðinu til baka með 36. — d5 sem teljast verður vafasöm ákvörðun, því eftir 36. - Hf7 er ekki að sjá að 37. f5 Hxf5 38. Hxf5+ exf5 39. Hxf5+ Kg7 40. Rd5 Bd8 sé svo ýkja hættulegt. I 43. leik þegar sannkallað vandræða hróksenda- tafl er að koma upp býður SKÁK 83

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.