Skák


Skák - 01.04.1994, Qupperneq 29

Skák - 01.04.1994, Qupperneq 29
Guðmundur G. Þórarinsson: Frá Skáksambandi Islands Þegar þetta er ritað er David Ionovich Bronstein nýlega horfinn af landinu. Hann fór með þau orð á vörum að koma hingað í ágúst með konu sína Tatiönu með sér. David er rússneskur ríkisborgari, en Tatiana hvítrússneskur. Hún er dóttir Boleslavskys þess sem Bronstein tefldi einvígi við eftir kandidatamótið í Budapest um réttinn til að skora á Botvinnik. Tatiana er 48 ára gömul, prófessor í tónlistarsögu við háskóla í Minsk. Bronstein hélt sem kunnugt er upp á 70 ára afmæli sitt hér í febrúar. Bronstein hefur látið í ljós óskir um að dveljast 1-2 ár hér á landi og taka þátt í íslensku skáklífi, kenna, skrifa, tefla fjöltefli og taka þátt í mótum. Vafalítið mundi það auðga íslenskt skáklíf. Þótt Bronstein sé orðinn full- orðinn er mikið eftir af skák í honum. Hann bjó hér í Gistihúsi Gunnars Gunnarssonar og hans konu Jónínu, Isafold að Bárugötu 11. Gunnar hefur sagt mér að Bronstein sé eins og alfræðaorðabók þegar rætt er um skák og skákir. Gunnar reyndist Bronstein mjög vel þann tíma sem hann dvaldist hér, aðstoðaði hann á margvís- legan hátt. Friðrik Ólafsson flutti erindi á skemmtikvöldi í húsnæði S.í. 18. mars sl. þar sem hann fjallaði um Bronstein, ævi hans, og skákferil. Síðan skýrði Bronstein skák sem hann hafði teflt og sýndi skákdæmi. Einkar áhugavert kvöld. Erindi Friðriks þyrfti að birta á prenti. Friðrik gerði grein fyrir nýjum hugmyndum Bronsteins í skákinni og áhrifum hans á þróun skáklistarinnar. Einkum lagði hann áherslu á hugmyndir Bronsteins í kóngs- indverskri vöm, sem enginn þorði orðið að tefla fyrir stríð, en Bronstein sneri málum við og gerði vörnina vinsæla. Skák hans við Pachman úr borgarkeppni Moskva - Prag sýnir t.d. mjög skemmtilega hugmynd. Bronstein sagði mér frá því, að þegar hann tefldi í Mar del Plata hafi sovéski ambassadorinn komið 10-15 mínútum áður en umferðin hófst og heilsað upp á keppendur. Bronstein sagði þá við ambassa- dorinn að til þess að launa honum heiðurinn mundi hann fórna drottningu sinni í skákinni sem væri að hefjast. Bronstein tefldi með svörtu gegn skákmeistara Argentínu Wexler og viti menn: Bronstein sigraði með fallegri drottningarfórn; það er ekki á allra færi að gefa slíkar yfirlýsingar fyrir skákkeppni og standa við þær!! Bronstein gagnrýnir kerfi ELO mjög mikið. Honum er illa við að númera menn með tölum, setja tölur á huga þeirra. Skákmenn á að meta ekki síður eftir listgildi skák- anna og áhrifum þeirra á þróun skáklistarinnar. Hann sér fyrir sér heim þar sem auglýst er Shakespeare leikrit í Borgarleikhúsinu, ópera eftir Mozart í Þjóðleikhúsinu og um- fjöllun tveggja stórmeistara um Franska vörn í skákheimilinu. Þannig gætu menn valið milli list- greina. Hin klassiska skák á að hverfa segir hann. 5-6 klst. seta yfir einni skák er fráleit. T.d. í tennis spila menn margar lotur. Þó ein tapist geta hinar unnist. Þannig væri eðlilegra í skákkeppni að í umferðinni tefldu tveir keppendur t.d. 4 eða 6 skákir. Þá mundi reyna á margar byrjanir og mismunandi stöður og úrslit segðu meira en sigur í hnífjafnri 6 klst. skák þar sem afleikur á síðustu 5 mínút- unum sker úr um úrslit. Lasker taldi of einfalt að gefa úrslit í skák sem sigur, jafntefli eða tap. Eðlilegra væri t.d. 10 pkt fyrir mát 8 fyrir patt, jafntefli, t.d. riddari og kóngur gegn kóngi 6-4, svo dæmi séu nefnd. Bronstein finnst að biskup eigi að geta drepið peð í framhjáhlaupi eins og annað peð og e.t.v. ætti að vera unnt að leika peði afturábak á tíu leikja millibili. Sjálfur er Bronstein höfundur hugmyndarinnar um að draga um röð mannanna á borðinu og tefla „forskák“, svipaða og Fischer vill tefla við Judit Polgar. Bronstein sagði mér að sovésku meistararnir hefðu stundum teflt þannig og þá hefði enginn getað teflt við Tal. Fyrir hann skiptu teoríur engu. Hann kombineraði upp úr þessum stöðum og átti sér engan jafningja. Forskákin mundi gera utanbókar- lærdóminn lítils megnugan. Það var ævintýri að hlusta á þennan 70 ára gamla mann leiftra upp og ræða þróunarmöguleika skáklistar- innar sem er svo gömul að enginn þekkir uppruna hennar. Undanfarin 4 ár hefur þessi örsnauði snillingur hins sextíu og fjögurra reita borðs ferðast um heiminn og séð sér farborða með fjölteflum, erindum og mótaþátttöku. Sovétríkin finnast ekki lengur á landakortinu. Fyrirheit fortíðarinnar um rólega elli eru fokin út í veður og vind. Markaðsbúskapur hinna nýju ríkja verðlaunar þá ungu og heilsuhraustu. Af einhverjum ástæðum telur þessi aldni meistari sig sérstakan Islandsvin. Talar jafnvel um að arfleiða Skákminjasafnið að skák- gripum sínum. I huga Bronsteins er skákin ekki bara keppnisíþrótt, heldur hluti menningarinnar, þeirrar menningar sem auðgar lífið og gefur því gildi. SKÁK 89

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.