Víkurfréttir - 14.05.2025, Síða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Stöndum vaktina!
DAGLEGAR FRÉTTIR
— SPORTIÐ —— SPORTIÐ —— VORHÁTÍÐ —
15.maí - 18.maí
Grísakótelettur
1.599
2.689
kr
kg
40%
ENN BETRI KJÖR
MEÐ APPINU
Lambasirloin
2.229
2.849
kr
kg
22%
ENN BETRI KJÖR
MEÐ APPINU
Kjúklingalæri beinlaus
1.899
2.419
kr
kg
25%
ENN BETRI KJÖR
MEÐ APPINU
Helgar
tilboð
2
Vor á Vatnsnesi:
„Sameina gömlu
rótina og nýja
drauma“
Guðjón er
tippmeistari
Víkurfrétta
Mæðgin
íþróttafólk
Grindavíkur
— AFLABRÖGÐ —
Vetrarvertíð
lokið og strand-
veiðar hafnar
— FRÉTTIR —
Hafnargatan
fær nýtt líf
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar
samþykkti samhljóða að ekki
verði farið í formlegar sam-
einingarviðræður við sveitar-
félögin Voga og Reykjanesbæ
að þessu sinni. Í greinargerð
sem lögð var fram á fundi
bæjarstjórnar kom fram að
samkvæmt þeirri tímaáætlun
sem sveitarfélögin lögðu upp
með í upphafi óformlegra við-
ræðna sé tíminn of naumur
til að vinna málið áfram með
viðeigandi undirbúningi og
íbúasamráði, eins og krafist
er samkvæmt sveitarstjórnar-
lögum.
Suðurnesjabær
hættir við form-
legar sameiningar-
viðræður að sinni
Úlfar Lúðvíksson, lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum hefur
látið af störfum og hefur
uppsögnin tekið gildi. Úlfar
segir að Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir, dómsmála-
ráðherra, hafi tilkynnt sér að
staða lögreglustjóra á Suður-
nesjum yrði auglýst í haust og
að samningur hans yrði ekki
endurnýjaður.
Úlfar Lúðvíks son var skip-
aður í embætti lög reglu stjóra
á Suður nesj um 16. nóv em ber
2020. Hann fékk stór verkefni
í fangið því fyrsta eldgosið af
ellefu hófst 19. mars 2021 en
lögreglan kom mikið að eftir-
liti og stjórnun á gossvæðinu og
hefur gert.
Úlfar Lúðvíksson
lætur af störfum Njarðvík tapaði með minnsta mun
Njarðvík tapaði með einu stigi fyrir Haukum, 92-91, eftir
framlengdan leik í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn
í körfuknattleik kvenna í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld.
Njarðvík var í raun hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum
eftir ótrúlegan lokasprett. Njarðvíkurkonur höfðu orðið undir
í einvíginu og voru komnar upp við vegg eftir að Haukar höfðu
farið með sigur af hólmi eftir tvær fyrstu viðureiginr liðanna.
Njarðvík vann svo tvo næstu og tryggði sér þar með odda-
leik sem fram fór í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld. Þar höfðu
heimakonur betur. Leikurinn var æsispennandi og loka-
mínútur venjulegs leiktíma voru hreint ótrúlegar þar sem
Njarðvík raðaði inn stigum í lokin og tryggði framlengingu
79-79. Framlengingin var sannkallaður háspennuleikur þar
sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu sekúndu. Það fór
svo að Haukar höfðu betur og sigruðu með 92 gegn 91 stigum
Njarðvíkur. Njarðvíkurkonur mega þó vel við una en þær urðu
bikarmeistarar í vetur og eina úrvalsdeildarliðið í körfunni
sem skilaði verðlaunagrip til Suðurnesja. VF-myndir: pket
DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK
Miðvikudagur 14. maí 2025 // 18. tbl. // 46. árg.