Víkurfréttir - 14.05.2025, Blaðsíða 16
Mundi
Það sprettur ekki nýtt
íþróttafélag úr (gervi)grasi
í Suðurnesjabæ!
w
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
25% afsláttur af öllu
dagana 16. - 23. maí
3ja ára afmælisafsláttur
Auka margskipt gler fylgir Zeiss margskiptum glerjum.
Panamaskurðurinn
Panamaskurðurinn hefur verið
mikið í fréttum síðustu vikur
eftir að Donald Trump upplýsti
heiminn um stórkallalegar fyrir-
ætlanir sínar um að taka hann
„til baka“ af Panama. Að hans
mati var þetta ljómandi hugmynd
af því að Bandaríkin jú byggðu
hann og ættu hann þá tæknilega
ennþá. Einmitt það. Sagan er
reyndar aðeins flóknari en það
og gríðarlegar fjárfestingar hafa
til að mynda verið gerðar síðan
Panama tók alfarið við skurð-
inum 1999 á grundvelli samninga
sem gerðir voru 1977.
En það er ekki efni þessa pistils,
heldur langar mig að deila þeirri
mögnuðu upplifun sem ég fékk
þegar ég skoðaði þetta stórkost-
lega mannvirki í vinnuferð til Pa-
nama í síðustu viku. Og það sem
var stórbrotnast var að fræðast
um söguna, verkfræðina á bakvið
framkvæmdina, framsýnina, stór-
hugann og fyrirhyggjuna sem
skurðurinn stendur fyrir.
Án þess að fara í þá sögu í smá-
atriðum þá segja menn að fyrstu
hugmyndir um skurðinn hafi
komið fram 1513. Framkvæmdir
hófust þó ekki af alvöru fyrr en um
1880 og var skurðurinn svo vígður
1914. Hvernig mönnum tókst að
hanna og byggja slíkt mannvirki á
þeim tíma er algjörlega magnað.
Verkfræðin sem þarna liggur að
baki stenst enn tímans tönn og eru
til að mynda hlerar sem opna og
loka fyrir vatnið á milli hólfa enn
þeir sömu og þegar skurðurinn var
opnaður 1914. Verkfræði með engu
interneti, bara með hugviti, bókum
og góðum útreikningum.
Þarna sá ég litla báta, risaskip og
allt þar á milli ferðast um skurðinn.
Hólf opnast og lokast, tæmd og
fyllt og skipin mjakast áfram í
gegn. Það tekur um 11 klukku-
tíma að fara í gegn og kostar dá-
góðar upphæðir, en á móti kemur
að það sparast 21 dagur á siglingu,
ótrúlegir fjármunir og eldsneytis-
notkun með tilheyrandi mengun
og umhverfisáhrifum.
Panamabúar eru mjög stoltir
af skurðinum sínum og halda
sögunni vel til haga. Hann er stór
efnahagsleg stoð í hagkerfinu,
sem og þeir ótal aðrir atvinnu-
vegir sem hann hefur byggt undir.
Skurðurinn er mjög aðgengilegur
ferðamönnum og er einn mest sótti
ferðamannastaður landsins. Þetta
minnti mig að því leyti til á Ísland,
þar sem okkur hefur giftursamlega
tekist að samræma sjálfbæra nýt-
ingu náttúruauðlinda okkar með
uppbyggingu í ferðaþjónustunni
– Bláa lónið verandi skýrt dæmi.
Þetta getur nefnilega allt farið svo
ljómandi vel saman.
Þetta var algjörlega ógleymanleg
heimsókn.
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
Leiksvæðið við Drekadal opnað
Leiksvæði við leikskólann Drekadal í Innri
Njarðvík var vígt í síðustu viku og klipptu leik-
skólabörn á borða sem þau höfðu gert í tilefni
opnunarinnar.
Róbert J. Guðmundsson, formaður umhverfis- og
skipulagsráðs sagði frá verkefninu við opnunina en
leiksvæðið er opið alla daga eftir kl. 16.30 en mun
síðan verða opið fyrir leikskólann þegar hann opnar
síðar í sumar.
Á leiksvæðinu er stór dreki sem vísar í Drekadal,
einnig er kastalinn skip sem vísar í nálægð við sjóinn.
Afgirt svæði er fyrir yngstu börn leikskólans, með leik-
tæki við hæfi. Aftan við leikskólann er hreyfisvæði,
með þrautabraut, hreyfivelli og tjöldum.
Forsvarsfólk Reykjanesbæjar
tyllti sér á drekann.
Tillaga um stofnun nýs sameinaðs íþróttafélags í Suðurnesjabæ var
felld á auka aðalfundum beggja aðildarfélaga, Reynis í Sandgerði og
Víðis í Garði, sem haldnir voru mánudaginn 12. maí.
Í Sandgerði var niðurstaðan
afgerandi: Af 168 greiddum at-
kvæðum sögðu 29 já, 138 nei og 1
seðill var auður.
Í Garði var niðurstaðan naum,
en ekki nægilega sterk: Alls
greiddu 91 atkvæði. 46 sögðu já, 45
sögðu nei – en samkvæmt reglum
þurfti 2/3 samþykki til að tillagan
næðist. Það náðist ekki.
Með því er ljóst að hvorugt fé-
lagið samþykkti tillöguna og því
verður ekki af sameiningu félag-
anna í nýtt íþróttafélag.
Tillaga um nýtt íþróttafélag felld í báðum
byggðarkjörnum Suðurnesjabæjar
Íbúar í Suðurnesjabæ fjölmenntu á íbúafund sem Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja efndi til í Sandgerði á þriðjudag til að kynna starfsemi
heilsugæslu sem opnar í Vörðunni í Sandgerði í byrjun júní. Heilsu-
gæslustöðin verður opin á mánudags- og miðvikudagsmorgnum í
sumar en þjónustudögum mun fjölga með haustinu. Í boði verður öll
almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.
Fjölmenntu til HSS