Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Síða 4

Víkurfréttir - 14.05.2025, Síða 4
 Nýtt 90-180 rýma hjúkrunarheimili miðsvæðis á Ásbrú gæti risið á 18-24 mánuðum en eigendur fyrirtækisins Icelandic Home ehf. hafa sent Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum tilboð í kjölfar markaðs- könnunar sem hún sendi út en þar er óskað eftir leiguhúsnæði fyrir allt að 80 til 120 hjúkrunarrými á Suðurnesjum og væri afhent innan tveggja ára. Forsvarsmenn Icelandic home telja að verði tilboði þeirra tekið geti bygging hjúkrunarheimilis á Ásbrú verið gríðarleg lyfti- stöng fyrir hverfið og haft jákvæð áhrif á framtíðar uppbyggingu þess og þróun. Í eigendahópi Icelandic Home ehf. eru að mestu Suðurnesjamenn en fyrirtækið hefur sérhæft sig í leigu húsnæðis til einstaklinga og fyrirtækja á síðustu tíu árum. Fyr- irtækið er með á fimmta hundrað leigueiningar á sínum snærum og hjá félaginu starfa 10 manns. Á upphafsárum fyrirtækisins var áhersla á að þjónusta starfsfólk í flugtengdria starfsemi en hefur þróast og víkkað út. Lífsgæðakjarni í miðju Ásbrúar Sigurður Garðarsson, verkfræð- ingur og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Nesvalla og Sjómannadags- ráðs vann tilboð Icelandic Home og er ráðgjafi fyrirtækisins í því. Hann ásamt Þorleifi Björnssyni og Karli Finnbogasyni hjá Icelandic Home hafa kynnt verkefnið og tilboðið að undanförnu. Þeir segja mikilvægt að styrkja Ásbrú og telja að uppbygging lífs- gæðakjarna sem muni tengjast nýju hjúkrunarheimili muni skapa fleiri tækifæri til uppbyggingar og styrkingar Ásbrúar. Þróun og uppbygging „Framtíðarsýn okkar er að taka þátt í þróun og uppbygg- ingu Ásbrúar hverfisins. Verði af leigusamningi um nýtt hjúkr- unarheimili í húsnæði félagsins opnast tækifæri til frekari þróunar svæðisins. Má þar nefna fjölgun þjónustu- og öryggisíbúða annað- hvort með því að þétta byggð, eða með því að nýta byggingar sem nú þegar eru til staðar. Við það opnast einnig tækifæri til að halda áfram þróun svæðisins í samstarfi við Reykjanesbæ, heilbrigðisyfirvöld og aðra hagaðila. Þannig væri hægt að halda áfram með uppbyggingu aðstöðu og þjónustu fyrir heilsu- gæslu, félagsmiðstöð, matarþjón- ustu, líkamsrækt og aðra þjónustu. Með því að þétta byggðina og auka nýtingu lóða í nánasta umhverfi má skapa tengingar innandyra, eða með skjólgóðum gönguleiðum við hið nýja hjúkrunarheimili. Með því skapast grundvöllur fyrir uppbygg- ingu á lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk, með áherslu á að auðvelda eldra fólki að nýta sér þjónustu og aðstöðu sem styður við lífsgæði þeirra á eigin heimili sem lengst fram eftir ævinni.“ Við undirbúning tillögunnar hefur farið fram kynning á þessum tækifærum fyrir sveitarfélagið Reykjanesbæ og þróunarfélagið Kadeco. Báðir aðilar hafa lýst sig reiðubúna til að vinna að brautar- gengi áframhaldandi uppbyggingar komi til þess að nýtt hjúkrunar- heimili rísi við Keilisbraut. Enda samræmist slík uppbygging mark- miðum og framtíðarsýn beggja aðila fyrir svæðið. Þá passi þessi framtíðarsýn vel inn í þróunará- ætlun Kadeco sem nefnist K64. Kanablokkir fá nýtt hlutverk Hugmynd Icelandic Home ehf. byggir á því að endurnýta og sam- eina tvær eldri byggingar sem nú eru í fullri útleigu, fyrrverandi íbúðarblokkir varnarliðsmanna, og gera á milli þeirra þriggja hæða viðbyggingu með lyftu- og stiga- húsi ásamt fleiru sem þarf að vera til staðar fyrir starfsemi hjúkrunar- heimilis. Byggingarnar sem voru upphaflega byggðar á árunum 1951 til 1957 gengu í gegnum mikla end- urnýjunm á árunum 1996 til 2004, þar sem gagngerar og viðamiklar endurbætur áttu sér stað. Fyrir- hugað er að núverandi húsnæði fari í gegnum allsherjar endurnýj- unarferli með umhverfisvænum áherslum til þess að það uppfylli Nýtt hjúkrunarheimili á Ásbrú innan tveggja ára? Hér má sjá dæmigert einkarými 28 m2. n Gæti orðið gríðarleg lyftistöng fyrir hverfið og haft jákvæð áhrif á framtíðar uppbyggingu þess og þróun. ...Framtíðarsýn okkar er að taka þátt í þróun og uppbyggingu Ásbrúar hverfisins. Verði af leigusamningi um nýtt hjúkrunarheimili í húsnæði félagsins opnast tækifæri til frekari þróunar svæðisins...... kröfur um skipulag og húslýsingu í fylgigögnum markaðskönnunar. „Við teljum og höfum mikla trú á því að með tilboði okkar sé komin raunhæf og hagkvæm lausn og sé samfélagslega sterk. Eftir 19 ár er nú er lag að gjörbylta Ásbrú sem er virkileg þörf á og mun hafa gríðar- lega jákvæð áhrif á þróun svæð- isins,“ sögðu þremenningarnir. Tölvuteikning af hjúkrunarheimili á Ásbrú þar sem búið er að tengja tvö fjölbýlishús með viðbyggingu á milli. Þessi mynd sýnir stóran hluta svæðisins á teikningunni hér a ð ofan. Litríkur söngur hjá Kvennakór Suðurnesja í innslagi á vf.is á föstudaginn. 4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.